1.8.2013 | 10:48
Erum við sjálfbært samfélag eða ekki ?
Eitt af því sem sett hefur afgerandi mark sitt á síðustu tvo áratugi, er sífellt dekur stjórnvalda við fjárfesta. Samfélagið allt, sem á auðvitað fyrst og fremst að reka í samræmi við heildarhagsmuni þjóðarinnar, er sí og æ látið gefa eftir í þeim efnum vegna einhverra auðugra aðila, innlendra sem erlendra, sem krefjast stöðugt verulegrar afsláttarþjónustu ef þeir eiga að leggja peninga sína í eitthvað.
Nú er það svo, að við þurfum að geta litið á ríkið eða þjóðfélagið sem fyrirtæki okkar allra, sem hlutafélag sem við erum allir hluthafar í, sem heilbrigða rekstrar-einingu sem þarf að geta skilað okkur öllum mannsæmandi lífskjörum.
En þá kemur sérgæðingshátturinn fram í sumum með þeim hætti, að þeir vilja nýta afrakstur samfélagsins til að hlaða undir sig og sína og láta aðra vera afskipta. Það hafa verið mynduð félög og flokkar beinlínis í þeim tilgangi að skekkja heilbrigð og réttlát viðmið og í mörgum tilvikum hefur aðilum af sæði sérgæskunnar tekist það ætlunarverk sitt að koma ranglætinu fyrir í kerfinu með ýmsu andfélagslegu ráðabruggi. Þannig komast jafnvel á lagasetningar sem stríða gegn heildarhagsmunum þjóðarinnar og eru viðurstyggð.
Lög sem þjóna ranglæti og mismuna þegnum þjóðfélagsins eru auðvitað ekki lög sem ber að hlýða. Siðferðileg viðmið taka þar af allan vafa !
Það er líka ein spurning sem krefst afgerandi svars og hún hljóðar þannig :
Erum við Íslendingar í krafti auðlinda okkar til lands og sjávar, alls þess sem við getum lagt fram sem þjóð, fær um að reka hér sjálfbært samfélag ?
Geta tekjur samfélagsins staðið undir eðlilegum kostnaði við að reka slíkt samfélag á grundvelli velferðar og félagslegs réttlætis ?
Ef svo er, hversvegna er þá alltaf verið að kalla eftir fjárfestingum erlendra aðila hérlendis - fjárfestingum sem oftar en ekki eru beinlínis skaðvænlegar hagsmunum lands og þjóðar ?
Skyldi það geta verið að þeir sem annast milligöngu í þeim efnum fái svo mikið í sinn hlut að það ráði úrslitum ?
Að einhverjir valdaaðilar í ríkiskerfinu eða stjórnmálamafíunni maki krókinn verulega í kringum slík viðskipti ?
Ekki þykir mér ólíklegt að svo sé, því fjármálaspillingaröfl virðast þrífast svo vel hérlendis að það hljóta að vera oft sérlega feitir bitar í þeim potti sem þau fá að hræra í og yfirleitt - að því er best verður séð - svo til óáreitt !
Menn geta auðvitað horft á þessa hluti með ýmsum hætti, en allra hluta vegna þurfum við að fá úr því skorið hvort við séum sjálfbært samfélag sem getur haldið uppi forsvaranlegum lífskjörum í landinu, í krafti þeirra náttúruauðæva sem landið gefur og þeirrar verðmætasköpunar sem við sem búum hér innum af höndum ?
Við skulum nefnilega gera okkur það ljóst að við verðum aldrei sjálfbært sérhagsmunasamfélag !
Þar sem græðgi ræður verður aldrei neitt sjálfbært. Allt við slíkar aðstæður byggist á því að hafa af og hirða ávinning af öðrum !
Það er því ekki erfitt að skilja að þeir sem jafnan hafa æpt mest eftir erlendum fjárfestingum, hafa alltaf fyrst og fremst verið í hópi þeirra sem eru fulltrúar sérhagsmuna og græðgis-sjónarmiða spillts einkaframtaks í þessu landi !
Og það ættu náttúrulega allir að vita hvaða aðili hefur tekið að sér það hlutverk að vera í öllu varnar og sóknarþing slíkra viðhorfa hérlendis og þannig reynst þessari litlu þjóð við ysta haf mesti bölvaldur sem hér hefur þekkst frá því að sögur hófust.
Nú virðist til dæmis hafinn nýr kafli í sögu sem gæti heitið á endanum Greifadæmið á Grímsstöðum" og það er skoðun mín að sú saga verði lítill skemmtilestur fyrir íslenska lesendur þegar fram í sækir, að minnsta kosti ekki þá sem hugsa eitthvað af ábyrgð til framtíðar sjálfstæðrar stöðu okkar Íslendinga í landinu okkar.
Oft er það nefnilega svo að byrjunarleikir mála virðast svo saklausir að fæsta rennir grun í hvað á eftir kemur. Þannig var það þegar einn kóngurinn bað um Grímsey fyrir tæpum 1000 árum. Það leit nógu sakleysislega út, en Einar Þveræingur sá og gerði sér grein fyrir hættunni og vakti aðra til vitundar um hana. Það er alltaf þörf að vera á verði fyrir réttarstöðu lands og þjóðar því nógir eru þeir til sem villa á sér heimildir og eru ekki allir þar sem þeir eru séðir !
Öfugsnúin skuldaskil
skapast vegna pretta.
Litla fingur fjandans til
forðast skal að rétta !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 597
- Frá upphafi: 365495
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)