28.8.2013 | 20:08
Hin hlægilega gerviveiðimennska !"
Það er gaman að veiða ! Frá alda öðli hafa karlar haft það í sér að vera veiðimenn. Þeir veiddu, þeir færðu afla sinn heim og fjölskyldur þeirra sultu ekki á meðan veiðimaðurinn stóð fyrir sínu. Þannig gekk það öld af öld, konur söfnuðu allskyns vistum og bjuggu í haginn fyrir heimilið, en karlar stunduðu veiðiskapinn.
Svo kom að því á okkar tímum, að hin arfborna og virðingarverða veiðimennska fór út af sporinu. Hætti að vera það sem hún hafði alltaf verið og varð eiginlega að hlægilegri andstæðu sinni. Kannski var það vegna þess að karlarnir þurftu ekki lengur að veiða sér og sínum til matar eða kannski vegna þess að konur voru farnar að eiga við veiðiskap og byrjuðu náttúrulega strax á því að vorkenna aumingja fiskunum !
En hvernig sem það orsakaðist er ljóst að einhver undarlegheit fóru af stað. Allt í einu fór veiðimennskan nefnilega að ganga út á það að veiða ekki !
Það er að segja, menn kræktu að vísu önglum sínum í fiskana eftir sem áður, þreyttu þá og drógu að landi, en slepptu þeim svo............... !!!
Hverskonar veiðiskapur var það eiginlega sem sýndi sig í slíku atferli ?
Jú, þetta átti víst að vera miskunnarríkur og víðsýnn gjörningur til að styðja við bakið á Móður Jörð. Það mátti sem sagt krækja í fiskinn, leika sér einhliða að honum, en ekki drepa hann ! Nýja veiðimennskan gekk út á það að gera hlutina svona. Svo voru bara teknar myndir af veiðimanninum með fenginn, til að sanna að eitthvað hefði veiðst, en síðan fékk fiskurinn frelsi sitt og veiðimaðurinn varð hálfu meiri maður fyrir vikið í eigin augum og annarra því hann hafði auðgað umhverfið og náttúruna um einn fisk !
En auðvitað voru margir fiskar svo illa farnir eftir öngla og krækjur, að þeir drápust bara þrátt fyrir alla manngæskuna sem þeim átti að vera sýnd með þessu !
En aðalatriðið hafði samt sem áður verið leyst af höndum, sem sé að sýna að veiðimaðurinn væri meðvitaður um ábyrgð sína gagnvart Móður Jörð og náttúrunni og hegðaði sér samkvæmt því. Og þeir hafa verið ófáir stórlaxarnir sem hafa sleppt stórlöxum með þessum hætti og snúið svo hressir og glaðir og endurnærðir heim eftir veiðitúrinn" og haldið áfram að reka sínar reykspúandi, mengunar-mögnuðu verksmiðjur með góðri samvisku !
Móðir Jörð er líklega sögð heppin að eiga slíka velunnara að, en veiðimennska með þessum hætti er náttúrulega bara orðin að kjánaskap og vitleysu. Annaðhvort veiða menn eða ekki !
En það eru sjálfsagt margir veiðimenn af þessu tagi sem eru bara fegnir að þurfa ekki að koma með aflann heim, kannski bara af því að þeim þykir fiskur ekki góður matur. Fyrir slíka er það líklega hið besta mál að sleppa aflanum með þessu móti og láta slá sig til riddara um leið fyrir náttúruvæna hegðun !
Ég hef alltaf haft gaman að því að veiða, en þá meina ég að veiða í alvöru ! Að afla í soðið, að fylgja hinu ævagamla veiðimannshlutverki af fullri trúmennsku.
Nýja veiðimennskan er auðvitað engin veiðimennska sem slík, hún er bara sýndarmennska og hlægilegur leikaraskapur, eitt af mörgum fáránlegum uppátækjum fólks í samtíðinni sem vill láta líta á sig sem einhverja sérstaka hollvini náttúrunnar.
Með sama áframhaldi gæti ég vel trúað því, - að þetta gervi-veiðimennskulið tæki upp á því, eftir svo sem 10-15 ár, að beita sér fyrir því að fiskum verði veitt áfallahjálp eftir þolraun þreytingarinnar, - auðvitað á ríkisins kostnað - svo að þeir verði örugglega búnir að jafna sig áður en þeim er sleppt !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 597
- Frá upphafi: 365495
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)