14.9.2013 | 10:13
Tattóveruð tilvera !
Skjótt mun andleg ylvera
eyðast lífs við ganginn,
ef tattóveruð tilvera
tekur hugann fanginn !"
Sú var tíðin að hinn svokallaði kristni heimur sendi fjölda trúboða til Afríku og Asíu og eyja Kyrrahafsins til að boða fólki þar Fagnaðarerindið um Jesú Krist. Í hópi slíkra manna voru margir sem urðu kunnir um allan heim fyrir ósérplægni og hetjulund í starfi sínu, menn eins og til dæmis David Livingstone og Hudson Taylor.
Í þessum heimshlutum var við margt að stríða, myrkur andavalds og hjátrúar lá yfir öllu og stöðugar blóðfórnir voru víða viðhafðar til að blíðka svokallaða guði eða þá anda sem ákallaðir voru. Gegn þessu myrkri hófu kristniboðarnir baráttu sína og lögðu í hana líf sitt og ævistarf.
Það hefur víða komið fram í heimildum, að þegar kristniboðar komu í þorp hinna innfæddu, var oftast einhver áhrifamaður þar sem hafði með höndum hlutverk einskonar galdralæknis. Þessi maður gekk oft höfðingjanum næstur að völdum og hann var talinn hafa ótvíræð tengsl við andaheiminn. Vald hans var þess eðlis að menn óttuðust hann og gengu ógjarnan í berhögg við vilja hans. Þessi maður var yfirleitt tattóveraður umfram aðra menn og húðflúrin voru einskonar staðfesting á forusturétti hans og sérstöðu sem fulltrúa andavaldsins í þorpinu, eins og nokkurskonar áfastur einkennisbúningur.
Andstaða við boðskap kristniboðanna var yfirleitt leidd af mönnum þeim sem höfðu þetta hlutverk á hendi og þarf það ekki að koma neinum á óvart sem þekkir eitthvað til andlegs hernaðar. Þeir voru merktir í bak og fyrir þeim öflum sem þeir þjónuðu !
Einstaka sinnum hefur það þó gerst að slíkir menn hafa bjargast frá villu síns vegar og þessvegna eru til átakanlegir vitnisburðir um það gífurlega andavald sem þarna var og er til staðar.
Fyrir ekki svo löngu var það þannig á Íslandi, sem og víðast á Vesturlöndum, að enginn var tattóveraður nema einstaka sjómenn. Þeir voru þá kannski húðflúraðir með lítið akkeri á framhandlegg eða litla hafmey. Það var svona táknrænn vitnisburður um að þeir hefðu siglt til annarra landa og væru því eitthvað frambærilegri eða meiri en aðrir.
Það hefur alltaf búið í Íslendingum að vilja flagga því að þeir séu sigldir, hvort sem siglingin hefur falið í sér drykkju á hafnarknæpum ytra eða háskólavist á síðari tímum ! Sjálfið vill alltaf heimta sitt og í gegnum það hljómar einhyggjustef allra tíma: Sjáið hvað ég er sérstakur !"
En með vaxandi efnishyggjuvaldi og meðfylgjandi virðingarleysi gagnvart kristnum siðagildum, hefur tilhneiging fólks til að merkja sitt skinn líka vaxið hröðum skrefum. Nú er enginn vandi að finna fjölda einstaklinga á Vesturlöndum sem eru svo húðflúraðir að galdralæknir í afrísku þorpi á nítjándu öld hefði verið hæstánægður með skartið" !
Menn geta auðvitað spurt sjálfa sig hvort þessi tattóverunar-tilhneiging sé merki um framför eða afturför, einkum með tilliti til siðferðilegra álitamála, en í mínum huga er þeirri spurningu auðsvarað. Þetta er enn eitt dæmið um það, að við Vesturlandamenn erum að gefa eftir fyrir ásókn utanaðkomandi áhrifa og afla sem enginn þekkir eða veit hvað hefur í för með sér !
Hið heiðna skart hefur svo fylgt á eftir í auknum mæli, gullhringir í eyrum eða nefi og víða annarsstaðar á líkamanum, jafnvel á hinum leyndustu stöðum. Allt eru þetta vitnisburðir um siðferðilega afturför og sýnir þá uppreisnarfullu úrkynjun sem er eitt helsta tákn tímanna í dag og staðfesting þess að styttast fer í endalokin.
Maður sem leggur húð sína undir framandi merkingar, getur orðið eins og gangandi auglýsinga og áróðursspjald andavalds sem getur ekki fært honum neitt nema ógæfu og það ógæfu sem getur orðið endanleg í hans lífi.
Ef líkami mannsins er musteri Heilags Anda eins og Ritningin kennir og ég trúi, þá ætti umgengni mannsins við eigið skinn að vera með öðrum hætti, og menn ættu að forðast að setja einhver merki á sig sem gætu verið upphafið að því ferli sem að lokum leiddi til þess að tekið yrði við merki dýrsins á hönd eða enni. Hver sem endar með líf sitt í lokuðum hring tölunnar 666, mun ekki eiga afturkvæmt til lífs og ljóss !
Biblían sem er leiðsagnarbók lífsins fyrir okkur sem viljum heita kristnir menn, segir - Vegsamið Guð með líkama yðar - . Í mínum huga þýðir það meðal annars það, að við merkjum okkur ekki neinu sem við vitum ekki hvað er og höldum okkar húð hreinni af svo vafasömu veganesti !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)