Leita í fréttum mbl.is

Um hugtök á reiki og sögufalsanir !

Oft er ţađ svo ađ fólk fjandskapast viđ hugtök án ţess ađ hafa nokkra skýra mynd af ţví fyrir hvađ ţau standa. Stundum er ástćđan einfaldlega sú, ađ einhverju hefur veriđ spýtt í menn án ţess ađ ţeir hugleiđi ţađ međ sjálfum sér.

Ţeir taka bara viđ sendingunni og svo lifir hún međ ţeim sem óvćra eftir ţađ, svipađ og sendingar frá svokölluđum galdramönnum í gamla daga eđa lús í hári.

Og víst má segja ađ ţađ séu ađ einhverju leyti galdramenn sem geta blásiđ mönnum ţađ í brjóst ađ fylgja hugmyndum sem ganga ţvert gegn lífsgildum og lífsgćđum ţeirra sjálfra. Ef viđ ćttum ađ taka saman lista yfir hugtök sem hafa veriđ stórlega rangtúlkuđ í umrćđu, hljóta orđin lýđrćđi og frelsi ađ vera ţar ofarlega á blađi. Ţćr eru ekki svo fáar „frelsishetjurnar"  sem hafa endađ sem einrćđisherrar og  „lýđrćđispostularnir"  sem hafa í valdastólum snúist gegn öllu ţví sem ţeir ţóttust standa fyrir.

Bolsévíki var í eina tíđ ekki svo lítiđ skammaryrđi hérlendis og kommúnisti var og er í hugum margra hugtak sem jafngilti ţví ađ vera vondur mađur. Samt var ţađ svo lengstum í ţessu landi, ađ ţeir sem kallađir voru kommúnistar voru jafnan fremstir í víglínu verkalýđsins hér fyrr á árum og fúsastir manna í baráttunni fyrir rétti hins almenna manns til sómasamlegra kjara.

Nú er ţađ svo ađ bolsévíki ţýđir í raun meirihlutamađur og er ţannig ekki stórhćttulegt fyrirbćri í orđsins merkingu. Meirihlutamenn eru víđa fyrir hendi og sennilega kjósa flestir ađ vera meirihlutamenn ţó ţeir vilji áreiđanlega og alls ekki vera kallađir bolsévíkar.

Neđri deild breska ţingsins hefur löngum heitiđ  House of Commons, sem ţýđir ađ menn af hálfu almennings gátu hlotiđ ţar setu, en andstćđan var efri deild ţingsins sem var ađalsklíka eđa House of Lords. Neđri deildin byggđi tilvist sína ţannig á almennum mannréttindum en efri deildin á arfi sérréttinda.

En House of Commons hýsti ţó yfirleitt ekki ţá sem kallađir voru kommúnistar, menn sem áttu ađ halda fram réttindum hins almenna fólks fyrst og fremst, the common people. Ţar sátu oftast fulltrúar velmegandi borgarastétta sem voru stundum síst minni böđlar almennings en hiđ svokallađa ađalsfólk. Ađ vera lávarđur eđa stórborgari varđ ţó aldrei ađ skammaryrđi í munni fólks hvernig sem á ţví stóđ og hefđi ţađ ţó margra hluta vegna átt ađ vera skiljanlegra.

Ţegar einhverjir afburđamenn komu fram í neđri deildinni, ţótti hiđ snjallasta ráđ ađ gera ţá ađ lávörđum, svo ţeir flyttust yfir í efri deildina og hćttu ađ vera ógn fyrir ađalinn. Ţannig voru margir „keyptir" fyrr á árum og nćgir ţar ađ nefna William Pitt eldri og Thomas Wentworth.

Ţegar borgarastyrjöld  braust út milli konungs og ţings í Bretlandi um 1640, var ţađ málstađur ţingsins sem var miklu frekar málstađur fólksins í landinu.

Karl I. Stúart var langt frá ţví ađ vera góđur konungur eđa virđingarverđur sem slíkur. Ţađ var lán fyrir England ađ hann komst ekki upp međ yfirgang sinn gagnvart ţjóđinni og ţó ađ hann missti höfuđ sitt ađ lokum var ţađ honum mátulegt ţví aldrei lćrđi hann ađ nota ţađ í ţágu ţjóđar sinnar.

En Bretinn er samt alltaf samur viđ sig í konungsdýrkun sinni og ađalsdekri.

Allar sögulegar skáldsögur frá ţessu tímabili eru međ hetjurnar á bandi konungs en ţeir sem börđust fyrir ţingrćđiđ og almenning í landinu eru yfirleitt stimplađir ţar sem hálfgerđir óţokkar og misindismenn.

Oliver Cromwell er samt slík stćrđ í enskri sögu ađ hann og valdatími hans verđur ekki svo auđveldlega ţaggađur í hel. En konungssinnar voru svo blindir í hatri sínu á ţessum andstćđingi sínum, ađ ţeir létu grafa lík hans upp og höggva af ţví höfuđiđ og hengja ţađ og ađrar líkamsleifar hans upp til sýnis. Ţar sýndu ţeir best eđli sitt  - međ ţví ađ níđast á líki látins andstćđings !

Englendingar tala um tímann eftir 1660 sem endurreisnina, en ţá tók viđ valdatími Karls II. Stúarts, sem er líklega einn versti sjálfselskupúki og saurlífisseggur sem setiđ hefur á konungsstóli í Englandi og er ţá mikiđ sagt.

Ţađ var sem sagt endurreisn í lagi - eđa hitt ţó heldur !

Fyrir ekki svo löngu voru öll ríki međ hermálaráđherra sem stundum var jafnvel kallađur stríđsmálaráđherra. En ţegar ráđamenn fóru ađ skilja fyrir alvöru ađ fólk var yfirleitt ekki hrifiđ af stríđi eđa tindátamennsku, var embćttisheitinu breytt og nú eru öll ríki međ varnarmálaráđherra !

Međ ţví ţykjast menn vera ađ segja, „ef ráđist verđur á okkur verđum viđ náttúrulega ađ geta variđ okkur!" Og svo ţykist enginn ráđast á annan en samt eru alltaf stríđ í gangi ! Blekkingar af ţessu tagi eru orđnar ađ föstum liđ í lífsumhverfi okkar í dag. Jákvćđ hugtök eru notuđ til ađ tryggja neikvćđum hlutum framgang - og fyrir vikiđ blćđir fólki um allan heim !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband