20.11.2013 | 19:14
Vankasauðir lýðræðisins !
Við Íslendingar erum yfirleitt skilgreindir nú á dögum sem nokkuð viðurkenndir ábúendur á lýðræðis helgaðri fósturjörð. Það má samt velta ýmsu fyrir sér varðandi þá skilgreiningu, einkum með hliðsjón af lýðræðiskerfinu sem við erum sögð búa við !
Lítum á nokkur atriði :
Við erum með forsetaembætti sem er svo illa skilgreint í stjórnarskrá og lögum, að enginn lifandi maður virðist vita hvað forsetinn má gera eða má ekki gera - og þaðan af síður hvað hann á að gera ! Þetta óvissumál hefur til dæmis leitt til þess, að núverandi forseti gerir bara það sem honum sýnist. Við höfum fengið að heyra og sjá hvernig þau mál hafa gengið.
Forseti hefur, samkvæmt því sem fullyrt er af málsmetandi aðilum,tugtað ríkisstjórnina til á ríkisráðsfundum og svo hefur hann lesið alþingi pistilinn við þingsetningar og allt liðið hefur setið undir slíku ákasti með roða í kinn og látið hríðina yfir sig ganga. !
Og hversvegna ? Af því að enginn virðist vita hvort forsetinn sé í rétti með að gera slíkt eða ekki. Það færi því líklega talsvert nær því sem veruleikinn túlkar, ef stjórnarskráin segði bara í þessum efnum: Forseti lýðveldisins fer með vald sitt eins og honum þóknast og hann telur best fyrir land og þjóð !"
En í lýðræðisþjóðfélagi á forseti ekki að leika kóng og það þarf miklu skýrari og afdráttarlausari línur í stjórnarskrána varðandi valdsvið forsetans !
Ríkisstjórn landsins, sem hefur framkvæmdavaldið með höndum í stjórnskipuninni, hefur oft og iðulega valtað yfir lýðræðislegar stofnanir þegar ráðherrar og aðrir toppskarfar hafa viljað svo við hafa. Skemmst er að minnast hvernig tveir helstu valdsmenn landsins bókuðu á sínum tíma prívat og persónulega land og þjóð á vinsældalista hjá bandarískum stjórnvöldum vegna Íraksstríðsins. Utanríkismálanefnd kom þar hvergi við sögu eða þingið yfirleitt. Slík vinnubrögð eru til að grafa undan lýðræðinu og eru náttúrulega einræðiskennd og algjörlega röng !
Alþingi sem fer með löggjafarvald þjóðarinnar hefur oft sett lög sem hafa reynst gagnslaus vegna þess að ekkert fjármagn hefur jafnframt verið sett í það að tryggja framgang laganna. Til eru dæmi um að einstakir embættismenn hafi gengið gegn ráðherravaldi og fylgt þar lagasetningum sem hafa verið í fullu gildi, en verið settar í frystingu af stjórnvöldum vegna fjárskorts. Í að minnsta kosti einu tilfelli sem ég man vel eftir, var embættismaðurinn rekinn af ráðherra fyrir vikið, fór í mál við ríkið og vann það og fékk greiddar talsverðar miskabætur - af almannafé. Ráðherrann sat hinsvegar sem fastast !
Af mörgu er að taka en allt eru þetta dæmi um skort á skilningi gagnvart því hvernig lýðræðið á að virka. Forsetinn á ekki að tala niður til stjórnar eða þings, framkvæmdavaldið á ekki að valta yfir löggjafarvaldið og löggjafarvaldið á ekki að setja lög sem ekki er hægt að framkvæma. Það grefur bara undan löghlýðni manna og virðingu fyrir lögum.
Og svo eiga menn sem eru skipaðir ráðherrar ekki að sitja líka sem þingmenn ! Það á ekki að líða það að sömu menn sé handhafar framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það er eitt skýrasta villudæmið í okkar kerfis-uppstillingum og slíkt þekkist aðeins þar sem vankasauðir lýðræðisins ráða ferðinni.
Og svo eru það prófkjörin ! Þegar einstaklingar bjóða sig fram til starfa fyrir almenna kjósendur, sem eru borgarar þessa lands, verða þeir að skilja að þeir eru að leggja sjálfa sig á metaskálar og það á að vera lýðræðislegur vilji kjósenda sem á að ráða hvernig fer. En margt framboðsfólk virðist bara fara í fýlu þegar það nær ekki sínum markmiðum og segir með sínum hætti: Þið voruð vond við mig, ég hætti bara !
Hvar er lýðræðislegur skilningur fólks þegar það lætur svona, veit það ekki að í viðurkenndu lýðræðisþjóðfélagi er valdið hjá fólkinu, hvað með þjónustuna sem það var að bjóða sig fram til að gegna ? Ef manneskja er virkilega áhugasöm fyrir því að starfa í þágu almennings, á ekki að skipta höfuðmáli hvort hún lendir í 3. eða 4. sæti á framboðslista í prófkjöri !
Viðkomandi manneskja á að líta á málið með því viðhorfi að hún hafi fengið stöðu sem geri henni kleyft að þjóna almenningi og sýna hvað í henni býr. En vegna vankasauðs-tilhneiginga fara margir bara í fýlu og neita jafnvel að taka það sæti sem prófkjörsúrslitin hljóðuðu upp á.
Sandkassinn virðist býsna oft nálægur í pólitískum uppákomum !
Það er ljótur annmarki þegar einstaklingar, allt frá lágum kjörstigum almannaþjónustu upp í æðstu embætti, hefja eigið persónugildi yfir lýðræðið og gildi þess. En það er einmitt það sem við sjáum svo víða. Forsetinn er, frá mínum bæjardyrum séð, afar sjálfhverfur maður. Ráðherrar eru yfirleitt eða verða fljótlega sjálfhverfir og þingmenn eru það nánast upp til hópa. Allir virðast vera að hugsa um ferilinn, virðast fyrst og fremst vera að einbeita sér að því að bæta stjörnu í skrána, að verða meiri í dag en í gær !
Þetta er svo sem ekki séríslenskt vandamál, en það er ótrúlega yfirgripsmikið miðað við það hvað þjóðin er fámenn og kerfið smátt í samanburði við aðrar þjóðir. Og með hliðsjón af því hvað það er stutt síðan við Íslendingar vorum sæmilega heilbrigðir í þessum efnum, er það dapurlegt hvað okkur hefur á stuttum tíma rekið langt af leið. Valdhroki, merkilegheit, drýldni og drambsemi, allt kerfið virðist bókstaflega vera orðið kvikt af þessum bölvuðum ófögnuði !
Hvenær ætlum við að taka okkur ærlegt tak og verða lýðræðisþjóð - í alvöru ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 111
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 680
- Frá upphafi: 365578
Annað
- Innlit í dag: 107
- Innlit sl. viku: 592
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)