25.3.2014 | 20:28
Allt í höndum Frosta ?
Það er enn vetur á Fróni í mars og jafndægragusan sem kom um daginn minnti okkur kannski óþægilega á þá staðreynd. Enn er landið að talsverðu leyti í klóm Frosta og reyndar virðist þjóðin það líka, ef marka má efnahagsmálastefnu eða efnahagsmála-stefnuleysi núverandi ríkisstjórnar.
Maður að nafni Frosti virðist nú um stundir vera aðal efnahagsmála-sérfræðingur Sigmundar Davíðs og ekki vantaði fyrir síðustu kosningar að hann talaði glaðbeittur um lausnir á þessu og hinu vandamálinu. En það er oftast annað að þurfa að vinna verkin en tala um að vinna þau. Þó virðist maður þessi bera nafn með réttu, því eftir kosningar lítur út fyrir að öll loforð, nema þau sem gefin voru LÍÚ, hafi verið sett á ís - eða fryst - og umræddur Frosti virðist hafa verið skipaður forstjóri frystihúss stjórnarinnar í þeim efnum !
En þrátt fyrir það embætti, virðist Frosti þessi virka nokkuð einlægur í tali og koma fyrir sem hinn viðkunnanlegasti maður, enda er hann svo nýsestur að á hinum pólitísku Glæsivöllum að hann getur þessvegna þótt mannlegur í besta máta. En náköld er Hemra Niflheimi frá" stendur á vísum stað og að því kemur yfirleitt hjá flestum sem stunda hið pólitíska pókerspil" til langframa, að þeir verða kalnir á hjarta og fólkinu fjarri í hugsun og gjörðum !
Og því verður manni á að spyrja, hvað skyldi verða um Frosta þegar fram í sækir, leggur hann fram þaulhugsaðar efnahagslausnir sem verða þjóð og landi til gagns og gæða á næstunni eða verður hann bara enn ein fallin stjarna í örlagasymfóníu pólitískra sviptibylja ?
Og spyrja má enn frekar, hvað skyldi verða um Sigmund Davíð Gunnlaugsson Framsóknargoða í komandi tíð, verður hann stjórnmálaleiðtogi sem kemur til með að byggja feril sinn á einhverri fastari undirstöðu en loftkenndu lýðskrumi eða brennur hann brátt upp, eins og loftsteinn á þotuhraða, í gufuhvolfi reynslunnar ?
Allt mun þetta að sjálfsögðu koma í ljós senn hvað líður, því framrás tímans verður aldrei stöðvuð eða sett á ís eða læst í kuldaklóm Frosta til lengdar. Þar mun allt hafa sinn framgang að lokum og uppskera fara eftir sáningu.
Eftir hrunið litu margir svo á að dagar Framsóknarflokksins væru nánast taldir. Þessi gamli Samvinnuhreyfingar og félagshyggjuflokkur hafði gerst slík hækja fyrir íhaldið og frjálshyggjuna, að öll hin fyrirlitlega þjónkun Alþýjaflokksins fyrr á árum við sama aðila, virtist orðin lítil við samanburðinn !
Auðvaldið í Framsókn margefldist skiljanlega að áhrifum í flokknum þegar Halldór Ásgrímsson settist að völdum þar, sem engan þarf að undra. Fylgispekt Framsóknar við stórkapítalisma-stefnu Davíðs & Co var það sem tryggði meirihluta á þingi við öll óþurftarverkin sem unnin voru gegn þjóðarhag fyrir hrun. Það er nokkuð sem menn mega ekki gleyma !
En Sigmundur Davíð kom sá og sigraði í kosningunum í fyrra ! Hann keyrði flokk, sem var eiginlega deyjandi af innanskömm, upp í þessum kosningum með loforðasúpu sem hann og félagar hans burðast enn með sem ófrágengið mál - eins og lík í lestinni ! Þessi arftaki Halldórs Ásgrímssonar verður því kannski aldrei annað en arftaki Halldórs Ásgrímssonar - og þar er, að mínu mati, sannarlega ekki á góðum arfi haldið !
Menn geta komið, séð og sigrað - en hafi þeir rangt við, svíki þeir og pretti, munu afleiðingarnar hitta þá fyrir. Skuldaleiðréttingarferlið virðist ætla að vera afskaplega erfitt fæðingarmál fyrir núverandi valdhafa, sem sögðu þó fyrir kosningar, að málið væri í rauninni einfalt, en það dregst og dregst að gera því skil. Það virðist því vaxandi hætta á því að það snúist að lokum upp í algjöra efnisleysu. En að reyna að leika á almenning er nokkuð sem margir hafa farið flatt á, og að mínu mati, talsvert meiri bógar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson !
Ég vona, þjóðarinnar vegna, að það komi eitthvað gildisbært og marktækt út úr þeim efnahagsumbótum og skuldaleiðréttingum sem loforð núverandi stjórnvalda hafa hljóðað upp á, þó ég hafi reyndar aldrei haft mikla trú á því persónulega að gott geti komið úr þeirri áttinni !
En það er nokkuð ljóst að verði ekki staðið við gefin loforð með marktækum hætti, er hætt við að margt verði lengi enn, og þá með tilheyrandi deilum og ófriði, - í nepjuklóm neyðar, í þessu landi og þjóðlífinu öllu, eða eigum við að segja - í kuldabláum höndum Frosta !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 79
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 648
- Frá upphafi: 365546
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 560
- Gestir í dag: 75
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)