Leita í fréttum mbl.is

Límbandsrúllu-réttlćtiđ !

Viđ  Íslendingar erum sannarlega orđnir ýmsu vanir hin seinni ár varđandi ćtlađa sambúđ okkar viđ réttlćtiđ. Eftir ađ trú landsmanna á dómskerfiđ fór ađ bíđa hvern hnekkinn af öđrum eftir 1990, virtist ekki aftur snúiđ til sćmilegs umhverfis laga og réttar. Ţann 17. júní 1991 gerđi nýr forsćtisráđherra landsins ţađ ađ umrćđuefni í hátíđarrćđu sinni, ađ svokallađ „kaffipakkaréttlćti" vćri ekki réttlćti sem nokkur ţjóđ gćti veriđ ánćgđ međ eđa stolt af.

Viđkomandi mađur réđi mestu í stjórnmálum landsins nćstu 18 árin eđa svo og ţrátt fyrir yfirlýsta andúđ sína á „kaffipakkaréttlćtinu" verđur ekki séđ á neinu ađ réttlćtismál íslensks samfélags hafi batnađ á hans langa valdatíma. Ţvert á móti hefur virđing manna fyrir íslensku dómskerfi stórlega minnkađ á ţessum tíma og enn er ţađ ađ glata tiltrú og virđist í öllu stefna niđur á viđ.

Ég - til dćmis - hef enga trú á ţví lengur ađ dómskerfiđ í ţessu landi sé međ nokkra ţjónustu viđ réttlćtiđ í gangi sem hćgt sé ađ virđa eđa taka mark á. Kerfisţjónusta viđ sérhagsmuni og annarleg sjónarmiđ virđist miklu frekar ráđa för. Upptaka kvótahryllingsins í sjávarútvegi og á öđrum sviđum, ţar sem fram hefur komiđ svívirđilegur mismununarvilji stjórnvalda varđandi svo til öll meginmál sem snerta almannaheill, hefur grafiđ svo undan réttarríkinu ađ ţađ er farin ađ verđa mikil spurning hvort Ísland geti í raun talist réttarríki í dag.

Óţrifnađurinn í kringum kvótakerfiđ hefur skekkt svo sýn margra á réttlćtiđ ađ fjöldi manns hefur sjáanlega fariđ ţar út af sporinu. Stöđugar hyglingar kerfisins gagnvart sömu alikálfunum í umrćddu kerfi hefur gert ţađ ađ verkum ađ ţeir hinir sömu hafa ţá einu sýn á réttlćtiđ í dag, ađ ţađ eigi bara ađ vera eitthvađ sem ţjóni ţeirra hagsmunum. Og margir trúa ţví núorđiđ ađ mönnum sé beinlínis komiđ fyrir á hinum ýmsu dómsstigum í kerfinu til ađ tryggja ađ hagsmunir hinna útvöldu fái alltaf fullan framgang !

Og nú hefur nýlegt mál fćrt okkur fyllstu sönnur á ţađ, ađ ţađ „kaffipakkaréttlćti" sem gagnrýnt var í ţjóđhátíđardagsrćđu eins mesta valdamanns Íslandssögunnar fyrir 23 árum, er enn viđ lýđi og í fullu gengi, en nú mćtti sem best kalla ţađ „límbandsrúlluréttlćti". Kjarnaatriđiđ í ţessu svokallađa réttlćti í íslenska kerfinu virđist vera, ađ ţađ eigi ađ sleppa stórum brotaađilum viđ dóma og refsingar, en beita fullri hörku ţegar litlir eigi í hlut. Ţađ er merkilegt ađ umrćddur forsćtisráđherra skyldi byrja sinn langa einvaldsferil á ţví ađ gagnrýna ţađ í 17. júní rćđu 1991 sem hann kallađi „kaffipakkaréttlćti", ţar sem ekki verđur annađ séđ en ađ ţađ „réttlćti" hafi á hans langa valdaferli haft blússandi framgang í öllum málum og stađiđ raunverulegu réttlćti fyrir ţrifum ! Eđa hver er munurinn á „kaffipakkaréttlćtinu" 1991 og „límbandsrúlluréttlćtinu" 2014 ?

Viđ Íslendingar höfum misst niđur um okkur brćkurnar í ótrúlega mörgum málum síđustu 25 árin eđa svo. Ţegar upp koma mistakamál í kerfinu, nánast sama hvar er, fer kerfisliđiđ allt í vörn, hamlar framvísun gagna og ţvćlist fyrir á allan hátt, ađ ţví er virđist til ţess eins ađ koma í veg fyrir ađ eđlilegt réttlćti fái framgang.

Mér verđur til dćmis hugsađ til baráttu Ástríđar Pálsdóttur, ekkju Páls Hersteinssonar, fyrir ţví ađ fá fram viđhlítandi skýringar á ţeim undarlegu spítala-vinnubrögđum sem viđhöfđ voru í sjúkdómstilfelli manns hennar, og virđast einna helst hafa veriđ bein uppskrift fyrir ţví ađ hann fengi ekki bata. Ţađ virtist ekki mikill vilji fyrir hendi í kerfinu til ađ rannsaka ţađ mál međ ţá hugsun í fyrirrúmi ađ tryggja sem best ađ slíkir hlutir kćmu ekki fyrir aftur. Ţöggunarmúrar voru hinsvegar skjótlega reistir upp, og ţađ á ólíklegustu stöđum, og ţađ í blessuđu heilbrigđiskerfinu sem sagt er ađ eigi ađ ţjóna okkur öllum !

Ţađ segir lítiđ ţó valdsmenn telji sig hafa séđ öfuga mynd af réttlćtinu og tali um ţađ í rćđum á tyllidögum, ef ţeir gera svo ekki neitt í málunum. Lýđskrum var til fyrir daga Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar í pólitík, ţó sumir haldi annađ. Veruleikinn virđist klárlega votta ţađ, ađ íslenskir stjórnmálamenn séu í sannleika sagt lélegur hópur sem starfi illa fyrir land og ţjóđ. Kerfi sem lýtur stjórn slíkra manna ár eftir ár hlýtur ađ markast af ţeim meinsemdum sem slíkri stjórnun fylgir og er ekki annađ hćgt ađ segja en verkin sýni ţar merkin.

„Límbandsrúlluréttlćtiđ" er skammarblettur á dómskerfinu og stjórnkerfi Íslands í heild og enginn ćrlegur mađur getur boriđ virđingu fyrir yfirvöldum sem standa ţannig ađ málum, ađ ţau níđast á smábrotafólki en bugta sig og beygja fyrir stórglćframönnum ! Slík yfirvöld mega fara norđur og niđur fyrir mér !

Ţađ er líklega margt til í vísunni sem Enginn Allrason orti nýlega um ţetta öfugsnúna réttlćtismat :

Kerfisbúllu klćkjaliđ

klúđurs dúllar málin viđ.

Límbandsrúllu-réttlćtiđ

reiknar núll á allan friđ !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband