7.5.2014 | 20:07
Stórir Kanar og litlir bretar !
Árið 1945 var tímamótaár í heimssögunni á margan hátt. Eitt af því sem var endanlega fullbókað af veruleikanum á því atburðaríka ári, stimplað og staðfest, var að Stór-Bretinn var liðinn undir lok og Stór-Kaninn tekinn við !
Allar götur síðan hefur bretinn verið slík undirlægja Kanans að það er með ólíkindum miðað við þá sögu sem fortíðin geymir. Í Súezdeilunni 1956 kom þetta til dæmis skýrt í ljós þegar Kaninn skipaði bretum og frökkum að hundskast heim frá Egyptalands-ævintýrinu, annars yrði krafist greiðslu á öllum skuldum þeirra við Bandaríkin, og forustumenn þessara gömlu stórvelda Evrópu lögðu niður skottið og skömmuðust heim. Forsætisráðherrar beggja landanna neyddust til að segja af sér og þessi gömlu yfirgangsríki voru þannig beygð í duftið. Eftir það var enganveginn hægt að setja stóran staf við breta og frakka þegar Kaninn var annarsvegar. Eggið sem klaktist út 1776 var farið að ráðskast heldur betur með hænumömmu !
En það byrjaði alvarlega að gefa á byrðing breska heimsveldisins þegar í fyrri heimsstyrjöld, því þá þegar voru Bandaríkjamenn komnir á bullandi sóknarsiglingu á kostnað breskra áhrifa víða um heim. Kanar stækkuðu og bretar minnkuðu !
Winston Churchill horfði til dæmis manna mest breskra forsætisráðherra vestur um haf og þurfti margs við. Hann var alla tíð maður margra hliða og satt best að segja ekki sérlega geðfelldur persónuleiki. Hefði hann hrokkið upp af, segjum 1938, hefði hann áreiðanlega fengið þau eftirmæli að hann hafi verið algjörlega misheppnaður stjórnmálamaður. En stríðið bjargaði honum og gerði hann að goðsögn í lifanda lífi. En hversvegna varð Churchill eftirmaður Chamberlains, maður sem var eiginlega búinn að vera utangátta í breska íhaldsflokknum um nokkurt skeið og litinn hornauga af þeim sem með forustu flokksins höfðu að gera ? Jú, stjórnarstefnan sem fylgt hafði verið, hafði beðið algert skipbrot eftir Munchen-samningana, og allir forustumenn flokksins voru þar með einum eða öðrum hætti samsekir.
Það mistókst að beina Þýskalandi til stríðs í austri, gegn Sovétríkjunum, eins og því hafði verið ætlað að gera, því Hitler lét auðvitað ekki lengi að stjórn. Þau vestrænu öfl sem pumpuðu hann upp, Montague Norman og Englandsbankaklíkan, Sir Henry Deterding, Vickers/Armstrong hringurinn og Schneider-Creuzot hringurinn, Henry Ford og aðrir sem höfðu lagt fé til stefnunnar Drang Nach Osten," stóðu fyrr en varði eins og glópar og höfðu verið hafðir að fíflum af nazistastjórninni. Hitler vildi fyrst af öllu gera upp við Frakkland !
Churchill hafði gagnrýnt þessa vináttustefnu við Hitler", því þótt hann hafi alltaf verið hræddur við rauðu hættuna" sem svo var kölluð og löngum varað við henni, var hann eini þekkti breski stjórnmálamaðurinn til hægri sem virtist gera sér ljósa grein fyrir hvítu hættunni sem var að hlaða sig upp í Þýskalandi.
Hann hafði ítrekað varað við Hitler og þegar íhaldsflokkurinn var búinn að verða sér til skammar með undanlátsseminni við nazista, var engum hægt að tjalda til forustu nema honum. Eitthvað var að vísu reynt að ota Halifax lávarði fram, en hann tók sjálfur af skarið með það að gefa ekki kost á sér. Svo nú var úlfshali einn á króki" eins og segir í gömlum íslenskum bókum um það þegar fárra kosta er völ.
En Churchill stóð óneitanlega fast í lappirnar sem stríðsleiðtogi og landar hans kunnu vissulega að meta hann á sinn hátt. En breska þjóðin sýndi samt einn mesta lýðræðisþroska sem nokkur þjóð hefur sýnt, þegar hún afsagði hann í kosningunum árið 1945. Breskir kjósendur vissu að bestu kostir karlsins höfðu nýst vel í stríðinu og komið þjóðinni að góðu gagni, en þeir höfðu ekki áhuga á því að láta gamla brýnið stjórna að stríðinu loknu. Enda sýndi það sig í ræðunni í Fulton í Missouri 1946, að Churchill var enn sami gaurinn og hann hafði verið fyrir stríð og hafði lítið lært til friðar. Hann hefði þessvegna verið til í krossferð gegn rauðu hættunni" strax í stríðslok ef því hefði verið að skipta. Hann átti ólíkt meira sameiginlegt með Truman en Roosevelt !
Í augum margra var Churchill þó ímynd breskrar seiglu og breskra kosta, en það gleymist mörgum og sumir vita það hreint ekki, að hann var ekki breti nema að hálfu. Móðir hans var amerísk svo Churchill hinn mikli breti, var í raun hálfur kani ! Síðan 1945 hafa líka flestir bretar virst vera hálfir Bandaríkjamenn og sá helmingur þeirra sem virðist bandarískur hefur sjáanlega ráðið allri ferð.
Allir forsætisráðherrar breta hafa verið 100% bandarískar undirlægjur frá 1945 að þeim meðtöldum sem núna situr. En það hlægilegasta við þessa föstu stöðu, er að bretinn er enn í dag að leika sig stóran, eins og ekkert hafi breyst. En hann er sannarlega hvorki stór í dag né sjálfstæður sem slíkur !
Og það grátbroslegasta er - að eina konan sem gegnt hefur forsætisráðherra-embættinu hjá bretum, reyndist í því starfi öllum körlunum hrokafyllri og þóttist jafnan tala fyrir mikið stórveldi. Líklega hefur hún meira að segja talið sig prívat og persónulega vera stórveldi út af fyrir sig og sumir trúðu því líka, enda eru hannesar af því tagi út um allar jarðir. En blekkingar eru ekki staðreyndir og staðreyndin er að Kaninn er Stóri aðilinn en bretinn sá litli !
Litlabretland er því nú á dögum bara fjarstýrt peð í höndum Stór-Kanans og hefur verið það allar götur frá 1945. Það er þannig heill mannsaldur, síðan Stóra-Bretland lagðist af sem slíkt og farið hefur fé betra !
Þungamiðja heimsmálanna er að færast á nýjar stöðvar. Kínverjar virðast endanlega hafa náð vopnum sínum eftir arðrán og kúgun fyrri tíma og fátt virðist hamla þeim nú um stundir, Indland er öflugt ríki á sinn hátt og fleiri ríki hafa mikla vaxtarmöguleika til valda og áhrifa í náinni framtíð. Enginn veit í raun enn hvernig Rússland kemur til með að verða í komandi tíð en núverandi ástand mála þar virðist vægast sagt óstöðugt og eykur ekki bjartsýni manna á frið í veröldinni.
En það er ljóst að Bandaríkin eru í dag hnignandi heimsveldi, enda mörg ríki búin að fá sig fullsödd af langtíma yfirgangi þeirra og sætta sig ekki lengur við algjört forræði þeirra eins og bretinn. Auk þess er bandaríska ríkið skuldum vafið og ef það þyrfti að greiða Kínverjum fyrirvaralítið allt sem það skuldar þeim, gæti verið að Stór-Kaninn lenti í svipuðum vanda og bretar og frakkar í Súez-deilunni forðum og yrði jafnvel eftir það lítill kani ?
Heimsveldi koma og fara, það segir mannkynssagan okkur. Sovétríkin hafa hrunið á okkar dögum og í fyllingu tímans munu Bandaríkin hrynja líka - og líklegast einnig af innanskömm !
Þá verður þessi veröld trúlega enn erfiðari heimur fyrir þá sem þá verða athvarfs og öryggislausir, eftir að hafa leikið sig stóra í skjóli sem horfið er. Ýmsa mætti svo sem staðsetja í þeim hópi, en eitt er víst að þar verður litla breta helst að finna í breyttum heimi framtíðarinnar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 3
- Sl. sólarhring: 271
- Sl. viku: 1283
- Frá upphafi: 367408
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1127
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)