10.5.2014 | 10:37
ÞEIRRA EIGIN ORÐ -
í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og á meðan styrjöldin stóð yfir.
Fróðlegt er að skoða hvað ýmsir leiðtogar og kunnir menn sögðu á þessum tíma og leggja mat á það í ljósi hinnar sögulegu framvindu málanna.
Tilvitnanir :
Vér þekkjum þrjú ríki sem á undanförnum árum hafa ráðist á önnur ríki. Án tillits til mismunandi stjórnarfars, hugmyndakerfis og efnahags og menningarstigs þjóðarinnar sem á var ráðist, réttlæta öll ríkin þrjú árásirnar með einu og sömu hugmyndinni - barátta gegn kommúnismanum. Stjórnendur þessara ríkja hugsa í einfeldni sinni, eða réttara sagt, látast hugsa sem svo, að þeim nægi að mæla orðin gegn kommúnisma" til þess að öll svik þeirra og glæpir í alþjóðamálum verði fyrirgefnir."
(Maxim Litvinov utanríkisráðherra Sovétríkjanna, á þingfundi Þjóðabandalagsins í september 1937.)
...........
Okkur er sagt, að við megum ekki skipta Evrópu í tvennar vígbúnar herbúðir. Eiga þá aðeins aðrar herbúðirnar að vera vígbúnar, hinar vígbúnu herbúðir einræðisherranna, og utan um þær útkjálkaþjóðir, sem bíða eftir því hver verði tekin fyrst og hvort þær verði kúgaðar eða einungis arðrændar ?"
(Winston Churchill, ræða í Manchester 10.maí 1938.)
...........
Eining er aðalatriðið og aðalhættan sem yfir heiminum vofir nú, stafar ekki frá Þýskalandi né Ítalíu.....heldur Sovétríkjunum !"
(Sir Arnold Wilson, einn af fylgismönnum Chamberlains í breska þinginu, 11. júní 1938)
.........
Ef ríkisstjórn hans hátignar er vanrækt hefur landvarnirnar, er hent hefur frá sér Tékkóslóvakíu ásamt öllu því sem Tékkóslóvakía þýðir í hernaðarmætti, er látið hefur oss ábyrgjast hervarnir Póllands og Rúmeníu, - kastar nú frá sér og hafnar hinum lífsnauðsynlega stuðningi Sovétríkjanna og leiðir oss með því á hinn versta hátt inn í hina verstu styrjöld, hefur hún illa verðskuldað það traust sem þjóðin hefur sýnt henni !"
(Winston Churchill í ræðu 27.maí 1939 )
........
Mr. Chamberlain samdi sjálfur við Hitler og fór til Þýskalands til að hitta hann. Hann og Halifax lávarður fóru í heimsókn til Rómar, skáluðu við Mussolini og sögðu honum að hann væri besti náungi. En hvern senda þeir til Sovétríkjanna ? Þeir senda ekki einu sinni lægst setta ráðherrann, þeir hafa sent skrifara í utanríkisráðuneytinu. Það er móðgun...! Þeir hafa enga hugmynd um það sem við á eða alvöru heimsástandsins þegar heimurinn nötrar á barmi hyldýpisins.....!"
( David Lloyd-George í ræðu 29. júlí 1939 )
...........
Það var augsýnilega nauðsynlegt fyrir öryggi Sovétríkjanna gegn ógnun nazistanna, að sovétherirnir tækju sér stöðu á þessari línu. Skapaðar hafa verið austurvígstöðvar sem Hitlers-Þýskaland þorir ekki að ráðast á. Þegar Ribbentrop var kvaddur til Moskvu í vikunni sem leið var það til að fá að heyra um þá staðreynd og viðurkenna þá staðreynd, að fyrirætlanir nazista um Eystrasaltslöndin og Úkraínu yrðu ekki framkvæmdar."
(Winston Churchill, útvarpsávarp 1. október 1939.)
............
Sovétríkin höfðu molað Mannerheim-línuna og áttu auðvelt með að hernema allt Finnland, en gerðu það ekki og kröfðust heldur ekki skaðabóta fyrir tjón í styrjöldinni eins og hvert annað ríki hefði gert,en gerðu aðeins lágmarkskröfur. Við miðuðum friðarsamningana við það eitt að tryggja öryggi Leningrads, Múrmansk og Múrmansk-brautarinnar !"
(Vyachslav Molotov í ræðu í Æðsta ráði Sovétríkjanna 29. mars 1940.)
............
.... fasistarnir komu sínu fram í landinu yfirleitt og í hernum. Áróðurinn gegn kommúnistum var rykskýið er huldi hið mikla samsæri um að lama Frakkland og auðvelda störf Hitlers. Notadrýgstu verkfæri fimmtu herdeildarinnar voru Weygand, Pétain og Laval. Á ráðuneytisfundi er haldinn var í Cangé nálægt Tours, 12. júní 1940, hvatti Weygand hershöfðingi stjórnina til að ljúka stríðinu. Aðalrök hans voru þau að kommúnistabylting hefði brotist út í París. Hann fullyrti að Maurice Thorez aðalforingi kommúnistaflokksins, hefði þegar búið um sig í forsetabústaðnum. Georges Mandel innanríkisráðherra símaði tafarlaust til lögreglustjórans í París er neitaði fullyrðingu Weygands, engar óeirðir væru í borginni, almenningur rólegur.... Jafnskjótt og Pétain og Weygand höfðu hrifsað völdin í ringulreið hrunsins, með aðstoð Lavals og Darlans, flýttu þeir sér að afnema allt pólitískt frelsi, kefla alþýðuna og setja upp fasistastjórn."
Pierre Cot, fyrrum flugmálaráðherra Frakklands í bók sinni Triumph of Treason.)
............
Samkvæmt athugunum mínum og samböndum síðan 1936, tel ég að auk forseta Bandaríkjanna hafi engin ríkisstjórn í heimi séð skýrar en Sovétstjórnin hættuna sem friðnum stafar af Hitler, nauðsyn sameiginlegs öryggis og bandalags friðsömu þjóðanna. Sovétstjórnin var reiðubúin að fara í stríð fyrir Tékkóslóvakíu. Sovétstjórnin sagði upp griðasáttmálanum við Pólland fyrir Munchen-samninginn til þess að greiða sér leið gegnum Pólland fyrir her sinn til hjálpar Tékkóslóvakíu, ef nauðsynlegt reyndist, að uppfylla skyldur sáttmálans. Jafnvel eftir Munchen er komið var fram á vor 1939, var sovétstjórnin fús til að leggja lið Bretlandi og Frakklandi ef Þýskaland réðist á Pólland og Rúmeníu, en hvatti til þess að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna friðsamra ríkja til að ákveða, hlutlægt og raunhæft, hvað hvert ríki gæti gert og lýsa síðan yfir við Hitler ákvörðun um sameiginlegt viðnám. Þessari tillögu hafnaði Chamberlain vegna mótbára Póllands og Rúmeníu gegn þátttöku Sovétríkjanna. Allt vorið 1939 reyndi Sovétstjórnin að koma á bindandi samningi er fæli í sér samstilltar aðgerðir og samfelldar hernaðaráætlanir til að stöðva Hitler. Bretland neitaði að samþykkja sömu öryggisráðstafanir fyrir Sovétríkin hvað snerti Eystrasaltslöndin og Sovétríkin vildu samþykkja fyrir Bretland og Frakkland, kæmi til árása á Holland eða Belgíu. Sovétstjórnin sannfærðist um, og hafði talsverða ástæðu til þess, að ekki væri hægt að gera neinn raunhæfan, beinan og praktískan samning við Bretland og Frakkland. Hún var rekin út í griðasáttmála við Hitler."
(Joseph E. Davies sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu í bréfi til Harry Hopkins, ráðgjafa Roosevelts forseta, 18. júlí 1941.)
.........
Ferill Japans síðasta áratuginn hefur verið samhliða og ferill Hitlers og Mussolinis í Evrópu og Afríku. Nú er hann orðinn meir en samhliða. Komin er á samvinna svo nákvæmlega skipulögð að herfræðingar fasistaríkjanna líta nú á allar álfur heims og heimshöfin sem einn gríðarstóran vígvöll. Árið 1931 réðist Japan á Mansjúkúó - fyrirvaralaust ! Árið 1935 réðist Ítalía á Abessiníu - fyrirvaralaust ! Árið 1939 réðist Þýskaland á Tékkóslóvakíu - fyrirvaralaust ! Síðar á árinu 1939 réðist Þýskaland á Pólland - fyrirvaralaust ! Árið 1940 réðist Þýskaland á Noreg, Danmörku, Holland, Belgíu og Luxembourg - fyrirvaralaust ! Árið 1940 réðist Ítalía á Frakkland og síðan Grikkland - fyrirvaralaust ! Árið 1941 réðist Þýskaland á Sovétríkin - fyrirvaralaust ! Og nú hefur Japan ráðist á Malakkaskaga, Thailand og Bandaríkin - fyrirvaralaust ! það er allt með sama mótinu !"
(Franklin D. Roosevelt forseti Bandaríkjanna í ræðu til þjóðarinnar 9. desember 1941.)
...........
Hitler mun ráða öllu í Sovétríkjunum eftir mánuð !"
(Bandaríski þingmaðurinn Martin Dies 24. júní 1941.)
..........
Það þyrfti stærra kraftaverk en nokkuð annað frá dögum Biblíunnar til að bjarga rauðliðum frá algerum ósigri á mjög skömmum tíma."
(Fletcher Pratt, New York Post, 27. júní 1941.)
...........
Sovétríkin eru dæmd til ósigurs og Bandaríkin/Bretland geta ekki hindrað skjótan ósigur þeirra fyrir leifturstríði nazistahersins sem á þeim dynur."
(Hearstblaðið New York Journal American 27. júní 1941.)
..........
Hvað snertir herstjórn og forustu, þjálfun og útbúnað eru þeir (Rússar) engir menn til að mæta Þjóðverjum. Timochenko, Budenny og Stern eru ekki af sömu stærð og Keitel og Brauchitsch. Hreinsanir og stjórnmál hafa lamað Rauða herinn."
(Hanson W.Baldwin, New York Times, 29. Júní 1941.)
..........
Það þarf engar afsakanir eða skýringar aðrar en þær, að hæfileikaleysi, harðstjórn, vöntun á forustuhæfileikum, framkvæmdaskortur, stjórnarfar byggt á ótta og hreinsanir, hafa gert risann varnarlausan og duglausan. Sovétríkin hafa blekkt heiminn í aldarfjórðung en nú er blekkingunni lokið.... Við verðum að búa okkur undir þann skell að Sovétríkin verði algerlega þurrkuð út úr stríðinu."
(George E. Sokolski, 26. júní 1941. )
............
Árið 1938 var ég kominn að þeirri niðurstöðu, að ef styrjöld brytist út milli Þýskalands annars vegar en Englands og Frakklands hinsvegar, myndi því annaðhvort ljúka með þýskum sigri eða eyðingu og niðurlægingu Evrópu. Ég mælti þessvegna með því, að England og Frakkland leyfðu Þýskalandi að þenjast út í austurátt, inn í Rússland án þess að fara í stríð."
(Charles E. Lindbergh, 30. Október 1941.)
............
Fullnægjandi skýring hefur ekki fengist á því hversvegna almenningi í Bandaríkjunum hefur að mestu verið haldið í fáfræði um þær efnalegu framfarir sem orðið hafa í Sovétríkjunum síðustu tvo áratugi. Þegar Hitler réðist á Sovétríkin, var það nær samhljóða álit manna hér á landi að Stalín entist ekki lengi. Okkar fróðustu menn" höfðu enga von um Sovétríkin. Þeir gerðu ráð fyrir skjótum sigri nazista. Flestir Bandaríkjamenn héldu að Sovétríkin myndu hrynja þegar nazistar sæktu fram. Hvernig og hversvegna var eðlilegri fræðslu um Sovétríkin haldið frá Bandaríkjamönnum allan þennan tíma ?"
( Ritstjórnargrein í Houston Post undir fyrirsögninni Fáfræðin um Sovétríkin, 20. nóv.1941.)
............
Ef við byggjum við frið væri hægt að leiða þessar baráttuaðferðir hjá sér sem atferli manns sem stendur andlega á sama stigi og fólk á galdrabrennuöldinni. En við búum bara ekki við frið. Við eigum í ófriði og þær efasemdir og sú gremja sem þessi og svipuð ummæli hr. Dies vekja í hugum almennings gætu eins vel stafað frá Göebbels hvað afleiðingarnar snertir. Í raun og veru myndu afleiðingarnar fyrir baráttukjark okkar ekki vera eins skaðlegar ef hr. Dies væri á föstum launum hjá Hitler..... Við Bandaríkjamenn verðum að gera okkur ljóst hvað þessi óhugnanlega staðreynd hefur í för með sér."
(Henry A.Wallace varaforseti Bandaríkjanna 29.mars 1942.)
..........
Ekki má láta nokkra gervi-föðurlandsvini sem nota hið helga prentfrelsi til að bergmála skoðanir áróðursmannanna í Berlín og Tokyo lama stríðsreksturinn."
(Franklin D.Roosevelt 28.apríl 1942.)
..........
Til allrar óhamingju eru sterk og athafnasöm öfl í þessu landi sem af yfirlögðu ráði ala á fjandskap í garð Rússlands... Ég vil bara nefna sem dæmi Hearstblöðin og Patterson-McCormick blaðaöxulinn, sérstaklega hin síðarnefndu... Ef þessir blaðaútgefendur hata Rússland og Stóra-Bretland, er hatur þeirra á þeirra eigin landi meira en hægt er að láta afskiptalaust...Þeir hljóta að hata sitt eigið land og fyrirlíta stjórnmálastofnanir þess, ef þeir að yfirlögðu ráði stefna að því að vekja hatur á þeim tveim þjóðum sem við verðum að fá aðstoð frá, ef við eigum að sigra Hitler."
(Harold L. Ickes innanríkisráðherra Bandaríkjanna í ræðu á fundi í Madison Square Garden sem haldinn var til að minnast 10 ára afmælis stjórnmálasambands milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna 8. nóv. 1943. )
...........
Núverandi heimsástand bendir til þess að vonir siðmenningarinnar séu bundnar við lotningarverða gunnfána hins hugrakka,rússneska hers. Um mína daga hef ég tekið þátt í fjölda styrjalda og orðið áhorfandi að öðrum, auk þess sem ég hef kynnt mér af mikilli nákvæmni herferðir afburða foringja liðinna alda. Þar hef ég hvergi kynnst svo árangursríku viðnámi gegn þyngstu höggum óvinar, sem aldrei hafði beðið lægri hlut, en síðan sundurmolandi gagnárás, sem er að reka óvininn aftur til hans eigin lands. Umfang og mikilleiki þessa átaks gera það að mesta hernaðarafreki allrar mannkynssögunnar !"
(Douglas MacArthur hershöfðingi í Bandaríkjaher í ræðu til landa sinna 22. febr. 1942. )
...........
Engin stjórn, sem menn hafa nokkru sinni myndað, hefur verið fær um að standast svo þung og grimm áföll og þau sem Hitler hefur bakað Rússlandi....... Rússland hefur ekki einungis staðist og náð sér eftir þessi skelfilegu áföll, heldur hefur bakað þýsku hernaðarvélinni banvænan skaða, sem ekkert annað afl í heimi hefði getað bakað henni."
(Winston Churchill í ræðu í Quebec um Sovétstjórnina og forustu hennar, 31. ágúst 1943 .)
...........
Lýðræðisríkin eiga nú um tvo kosti að velja. Annar er að starfa með Rússlandi að endurreisn heimsins - því til þess er ágætt tækifæri, ef við trúum á styrk okkar eigin grundvallarsjónarmiða og sönnum það með því að fara eftir þeim. Hinn er að flækja okkur í ráðabruggi við öll afturhaldssöm og lýðræðisfjandsamleg öfl Evrópu, en eini árangur þess yrði að gera Kremlstjórnina okkur fráhverfa."
(Ritstjórnargrein í New York Herald Tribune 11. febrúar 1945. )
..........,,..........,,..............,,................,,...............,,...............,,..............,,...............,,..........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 365492
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)