17.6.2014 | 22:00
Hvað er lífið ?
Ég held ég geti sagt með fullum sanni, að ég hafi verið alinn upp við það viðhorf að lífið væri einhvers virði, já, og ekki bara það, heldur mikils virði. Siðalögmál samfélagsins í þá tíð þegar ég var að mótast til manns, gengu mikið út á það að enginn ætti annan að drepa. Áhrif kristindómsins höfðu þar mikið að segja og það virtist víðtæk samstaða um það viðhorf meðal þjóðarinnar að í öllu bæri að efla frið en ekki viðsjár milli manna.
Ýmis óhugnanleg mál frá fyrri tíð, sem maður las um sem unglingur, svo sem Illugastaðamorðin og atburðirnir á Sjöundá, urðu manni því mjög til umhugsunar og maður spurði sig þráfaldlega þeirrar spurningar: Hvað verður um sálir fólks sem hefur framið slík afbrot og hefur slíkt á samviskunni ?
Ég veit auðvitað ekki svarið við því, en það hafa nokkuð margir lifað í þessum heimi sem hafa haft líf á samviskunni og það jafnvel býsna mörg. En sú óværa var samt lengi vel að mestu fjarri okkar landi, þó til væri að látin væri stundum í ljós sú hugsun, líklegast í glettni og hálfkæringi, að saklausir menn væru drepnir út í löndum, meðan sumir fengu að lifa hérlendis sem ættu það ekki skilið !
En lífið var álitið friðhelgt og flestir Íslendingar voru áreiðanlega þannig sinnaðir að býsna mikið hefði þurft að koma til, svo þeir dræpu mann. Maður með mannsblóð á höndum hlaut að verða merktur í okkar litla samfélagi, jafnvel þó að hann hefði setið inni í smátíma og tekið út einhverja refsingu. Jafnvel mildandi aðstæður eða svokallaður neyðarréttur sjálfsvarnar, gat ekki breytt því almenna áliti að manndráp væri mikill glæpur og ekki var talið að neinn maður yrði samur eftir að hafa orðið annarri manneskju að bana.
Það hefur margvíslega komið í ljós í þeim þjóðfélögum þar sem manndráparar eru á ferð í stórum stíl, að það fylgir þeim ekkert gott. Hjá slíkum er ofbeldið talið búa yfir lausnum og mörgum verður gjarnt að grípa til þess býsna fljótt. Eftir því sem slík viðhorf verða almennari því meira mark setur ofbeldið á samfélagið og lífið býr við meiri hættur. Því fylgir bölvun sem bitnar á öllum !
Á hátíðastundum er hinsvegar algengt að setja lífsréttinn á stall og fara fögrum orðum um lífið sem Guðs gjöf og þar fram eftir götunum. En í veruleikanum er myndin sannarlega allt önnur. Við níðumst á lífinu í móðurkviði, við níðumst á fötluðum og minni máttar, við förum í mörgu illa með gamla fólkið okkar og það virðist gerast æ oftar að fólk sem fer inn á spítala - deyr ! Ekki vegna sjúkdóms eða heilsuvanda, heldur vegna mistaka í meðferð. Og ég spyr, eru þetta ekki allt himinhrópandi dæmi um þverrandi virðingu fyrir lífinu ? Í mínum augum er það að minnsta kosti svo !
Hvað er lífið ? Hvernig skilgreinir þú sem lest þessar línur - lífið ? Hugsarðu eitthvað um það hvað það er skammvinnt, að þú sem ert kannski 18 ára í dag, verður 28 ára eftir tíu ár, gamall miðað við það hvað þér finnst í dag um fólk á þeim aldri ?
Og 10 ár eru ekki langur tími, tíu árum þaðan í frá ertu orðinn 38 ára. Það er að segja, hundgamall miðað við þau viðhorf um aldur sem þú hefur nú ! Þá finnst þér líklega ekkert eftir nema elliheimilið og gröfin !
En veistu að ég hef hitt gamalt fólk og þá meina ég gamalt fólk, fólk sem er komið vel yfir áttrætt, og það hefur sagt mér að það hafi átt sín bestu ár eftir sjötugt !!! Og þú spyrð kannski í forundran: Er hægt að eiga góð ár eftir sjötugt ?"
Já, það er hægt. Ef við búum í þjóðfélagi sem virðir lífið, hlynnir að æsku og heiðrar elli, sem býr vel að þeim sem gamlir eru í öllu tilliti, þá er hægt að eiga góð ár eftir sjötugt. En því miður er margt á þeim vegi sem stefnir annað, eins og jafnan verður þar sem peningagildi eru metin hærra en háleitar manngildishugsjónir. Og lífið, hvort sem það er tvítugt eða sjötugt hlýtur að gjalda þess með einum eða öðrum hætti !
En lífið er og á að vera friðhelgt ! Það er eina leiðin sem okkur er fær til blessunar í þessari tilvist, að viðhalda þeirri trú og því viðhorfi. Menn sem virða ekki lífið draga úr eigin öryggi hvar sem þeir ganga. Vilt þú láta lögreglu sem virðir ekki lífið, leiðbeina þér á vegferðinni ? Vilt þú láta lækni annast þig sjúkan sem ber enga virðingu fyrir lífinu ? Vilt þú leita hjálparþurfi á náðir einhvers sem metur lífið einskis ?
Nei, auðvitað ekki, lífið er friðhelgt og á að vera það. Og ekkert er frekar gjöf Guðs en það. Og það skiptir máli hvernig við förum með líf okkar. Við þurfum nefnilega að standa reikningsskil í fyllingu tímans. Hvernig fórst þú með þínar talentur ?" verður einhverntíma spurt og þá er betra að geta svarað einhverju öðru en verða að segja sakbitinn : Ég virti þær einskis !"
Hver sem tekur líf og óvirðir lífið er sekur undir lögmáli himinsins. Honum verður kannski fyrirgefið vegna mildandi aðstæðna, en gjörðin sem slík verður aldrei góð.
Umgöngumst því lífið með virðingu og gerum okkur grein fyrir því að allir hafa sama lífsrétt hér á þessari jörð. Við lifum skamma hríð í þessari tilveru, en við eigum von um miklu meiri og stærri gjöf, líf sem er óendanlega miklu innihaldsmeira en það sem við augum blasir hér. Það ætti að vera meginmarkmið okkar meðan við erum hér að höndla þá gjöf. Leiðin að því marki felst ekki síst í því að virða lífið sem Guðs gjöf og helgi þess !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 31
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 600
- Frá upphafi: 365498
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)