Leita í fréttum mbl.is

Hugleiđing um hégóma !

Fjölskyldumynstriđ á Íslandi hefur breyst mjög hin síđustu ár. Hin fyrrum hefđbundna fjölskylda virđist nánast á förum og ađ mörgu leyti mun flóknari samsetning komin í stađinn. Föđur og móđurímynd er á hverfanda hveli og hlutverkum ţar skipt í andstćđu sína, ef svo má ađ orđi komast !

Allt ţetta vekur miklar spurningar um ţađ hvernig búiđ sé ađ börnum og uppeldi ţeirra í ţeirri fjöleđlisútgáfu sem virđist vera á ţessum málum núna. Stöđumynd heimilisađstćđna í nútímanum er sannarlega orđin miklu losaralegri en hún var og ég fć ekki betur séđ en hún sýni flöktandi ferli í flestu !

Viđ erum líklega komin á ţann stađ, ađ kalla fram ókostina viđ ţá dýrkun einstaklingshyggjunnar sem í gangi hefur veriđ undanfarin ár. Ţegar sjálfiđ hefur algeran forgang í lífi fólks verđur fjölskylda, hjónaband, heimili og annađ ađ líđa fyrir ţađ. Mađur sem er bara í ţví ađ umfađma eigiđ sjálf missir smám saman frá sér allt sem gefur lífinu raunverulegt gildi !

Ţađ er ljóst ađ stađa mannsins í nútímanum er slík ađ hún undirstrikar mikiđ öryggisleysi, enda hafa menn lengi veriđ í ţví hlutverki ađ höggva allar ţćr rćtur frá sér sem hafa veitt bindingu viđ gömul og góđ gildi. Uppsöfnuđ sannindi í reynslu liđinna kynslóđa hafa veriđ meira eđa minna hundsuđ og í nútímanum virđast menn helst uppteknir af ţví ađ hrokast upp og líta smáum augum á allt sem áđur hefur veriđ !

En einu sinni var ort : „Ţađ voru kallar á ţeirri tíđ/en ţeir eru allir dauđir !" Og svo mun enn verđa, ađ viđ núlifandi fólk munum safnast til feđra okkar og mćđra á sama hátt og fyrirrennarar okkar hafa gert, en spurning er hvernig eftirmćlin verđa um okkar lífsskeiđ ; munu ţeir sem eftir okkur koma sjá mikla ástćđu til ađ meta verk okkar eđa ţakka fyrir okkar framlag í ţeirra ţágu ? Ég verđ ţví miđur ađ segja, ađ ég sé ekki ađ viđ séum yfirleitt ađ gera góđa hluti međ tilliti til hags ţeirra sem á eftir koma, en ţađ eru skiljanlega ţeir sem mest eiga skiliđ af okkur, börn okkar og afkomendur !

Ţađ er sannarlega ćriđ margt sem ég skil ekki en vildi ţó feginn geta skiliđ. Ég get til dćmis aldrei skiliđ hvađ menntun, sem í eđli sínu ćtti ađ teljast til ţess sem gott er, virđist oft snúist upp í ţađ ađ fylla fólk af yfirlćti og heimskulegum hégóma ?

Ćtti aukin ţekking og menntun ekki ađ vera vörn gagnvart slíkum ókostum í mannlegu fari, og ef svo er, af hverju skilar ţađ sér ţá jafn illa og raun ber vitni ? Eđa er mannlegt eđli virkilega ţannig - ađ ţađ vinni međ öfugum hćtti úr ţví sem ćtti ađ vera ţví til ávinnings ? Ţađ virđist ađ minnsta kosti koma ţannig fram hjá býsna mörgum !

Ţegar minnst er á hégóma, og ţá ekki hvađ síst í tengslum viđ menntahroka, kemur í ljós ađ fólk sem ţjáist af ţeim andskota er mjög upptekiđ af ţví ađ sérmerkja sig og sitt skylduliđ međ einhverjum ţeim hćtti sem athygli getur vakiđ. Ţetta kemur til dćmis skýrt fram í mannanafnavali nú um stundir, ţví geysileg tilhneiging er til stađar hjá mörgum ţar ađ sýna frumlegheit sjálfsins ţegar eigin nöfn eru túlkuđ og framsett og ekki síđur ţegar nöfn eru valin á afkvćmin !

Ţađ er jafnvel svo komiđ ađ fyrrum góđ og gild málfrćđi verđur ađ víkja ţegar nafnaval er annarsvegar. Karlkynsorđ og kvenkynsorđ eru ţá bara gerđ ađ samkynsorđum ţví allt skal vera frjálst í ţessum efnum og vera skýr og lifandi vitnisburđur um víđsýna og fordómalausa hugsun, samkvćmt tíđarandanum. En slíkt atferli gegn reglu og skikkan mála getur ađeins átt sér stađ í samtíma sem einblínir á orsakir til ávinnings í augnablikinu en hirđir ekkert um afleiđingar til lengri tíma litiđ. Og í ţví sambandi skal ţađ undirstrikađ, ađ niđurrif gilda verđur aldrei neitt sem á skylt viđ uppbyggingu !

Í dag er ekki óalgengt ađ sjá fjölskyldulýsingu međ eftirfarandi hćtti: „ Sigurlína Sóldís Sigurhjartar og Margrétardóttir  er í sambúđ međ Kjartani Gođa Geirţrúđarsyni og saman eiga ţau soninn Kolbjörn Skugga og dótturina Kolgrímu Skímu. Áđur átti Sigurlína soninn Eldgrím Orra og Kjartan dótturina Mildu Mánadís. Sigurlína starfar sem menningarfulltrúi međ sérfrćđiţekkingu og Kjartan er yfirumsjónarmađur kerfisfrćđimála hjá ríkinu !"

Ţađ virđist mega lesa út úr texta af ţessu tagi, ađ ţarna sé eitthvađ stórkostlega flott á ferđinni, eitthvađ óbundiđ af öllu ţví sem er gamaldags og ekki forsvaranlegt í glćstu núinu !

En ekkert er nýtt undir sólinni og fólk í dag hefur ekkert fram yfir ţađ fólk sem áđur hefur lifađ í ţessum heimi. En ţađ hefur sýnilega í mörgum tilvikum skammtađ sér svo ríflega međgjöf af hroka og gráđutengdum hégóma, ađ ţađ yfirgengur líkast til allt ţađ sem áđur ţekktist í hliđstćđum efnum ! Í arf af ţví taginu frá fyrri tímum hefđu menn ţó eiginlega síst átt ađ sćkja, ţví ţar leiđir ekkert til göfgunar mannsandans en hinsvegar allt til FALLS !

Margt varđandi hégómadýrđ fólks og mikillćti er auđvitađ afar hlćgilegt í sjálfu sér og sýnir hvern sem upphefur sjálfan sig í raun enn aumingjalegri en ella, í andlegri vesöld og nöktum yfirborđshćtti. Ţeir eru nefnilega margir sem sífellt eru ađ burđast viđ ađ verđa meiri menn sem aldrei hafa náđ ţví ađ verđa menn !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 378414

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 775
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband