Leita í fréttum mbl.is

Skotar höfnuđu sjálfstćđi !

Ţađ er dapurlegt til ţess ađ hugsa, ađ skoska ţjóđin - svo hćfileikamikil og merk sem hún er, skuli ekki hafa treyst sér til ađ rífa sig frá enska valdinu og hefja nýtt líf undir merkjum sjálfstćđs ríkis.

En ţađ var svo sem ýmsu til tjaldađ ađ halda aftur af Skotum varđandi sjálfstćđismálin og ţađ vantađi ekki ađ stjórnvöld í London lofuđu ţeim gulli og grćnum skógum, ef ţeir bara héldu sig viđ fyrra stjórnar fyrirkomulag og fćru ekki ađ spila alfariđ upp á eigin spýtur.

Ţađ mátti segja, ekki síst rétt fyrir kosningarnar, ađ gyllibođin streymdu norđur á bóginn og sjálfsagt hafa ţeir veriđ ófáir sem gleyptu viđ flugunum. En samt töldu margir ađ Skotar myndu standa fast í fćtur og tryggja fullu sjálfstćđi framgang.

En svo kom 18. september 2014 og ţví miđur reyndist dagurinn sá ekki búa yfir niđurstöđu í anda ţeirra Williams Wallace og Róberts Brúsa. Ţađ var allt annađ viđhorf sem setti mark sitt á ţessar kosningar. Sjálfstćđisvilji skosku ţjóđarinnar reyndist mun minni en áđur hafđi veriđ ćtlađ.

Langtíma forrćđi Englendinga virtist valda ţví ađ stađfestan til fullrar ábyrgđar eigin mála varđ ekki nógu sterk međal Skota og hlaut ekki nćgilegt brautargengi. Ţađ má ţví hreinlega segja ađ skort hafi á kjark og djörfungu hjá skoskum kjósendum til ađ taka sjálfstćđis-skrefiđ ađ fullu, enda sem fyrr segir, búiđ ađ bjóđa ţeim ýmislegt og um leiđ hrćđa ţá međ ýmsu móti .

Um ţađ baktjaldaspil var kveđiđ međ eftirfarandi hćtti :

Enska mútan manndóm rotar,

margir skriđu í Edinborg.

„London, Darling " skrćktu Skotar,

skelfing var ţađ hvimleitt org !

Og í framhaldi ţeirrar vísu fylgdi önnur :

Bitu Skota ráđin römmu,

reyndist stáliđ leir.

Undir pilsfald ensku mömmu

aftur skriđu ţeir !

Ţađ var verulega leitt, ţví ţađ hefđi sannarlega veriđ vel viđ hćfi og eftirminnilegt ef Skotar hefđu kosiđ sér sjálfstćđi á sjö hundruđ ára afmćli orustunnar viđ Bannockburn. En svo fór ţví miđur ekki og niđurstađan getur varla talist sérlega virđingarverđ fyrir ţjóđernislegan orđstír skosku ţjóđarinnar.

Rćttist sambands-sinna von,

svo fór ţessi lota.

Teymiđ Clegg og Cameron

kunni ađ sigra Skota !

Hugsanlegur flutningur lykilstofnana á sviđi fjármálavalds frá Skotlandi, ef sjálfstćđi yrđi niđurstađa kosninganna, hefur sjálfsagt valdiđ ugg hjá ýmsum Skotum, og margir munu hafa óttast breytingar í ţeim efnum sem og öđrum. Ţađ hefur áreiđanlega haft sitt ađ segja varđandi afstöđu margra kjósenda.

Ađ morgni kosningadagsins varđ einhverjum ţessi vísa á munni :

Nú viđ magnađ mála stig

mćta Skotar kjörstađ á.

Skyldu ţeir ćtla ađ skíta á sig

og skeinast svo á nćstu krá ?

Og ţegar úrslit urđu kunn kvađ sami höfundur :

Hugarfrelsiđ fjötrar ţvinga,

fćrri vildu á ţá skera.

Undirlćgjur Englendinga

áfram Skotar kusu ađ vera !

Og ţađ verđur ađ segjast eins og er, ađ hver svo sem framtíđ Skota verđur, finnst manni heldur ólíklegt ađ sagan eigi eftir ađ telja 18. september 2014 međal ţeirra virđingarverđustu daga !

En kannski á skoska ţjóđin eftir ađ endurmeta stöđu sína og sambandiđ viđ Englendinga á komandi árum og kannski verđur kosiđ aftur um sama mál ? Ţađ ćtti ađ vera hćgt ađ kjósa aftur um fleiri mál sem felld hafa veriđ en ađild ađ Evrópusambandinu og opnun áfengisverslana ?

Skotar aftur mál sín meti,

 marki leiđ til sigurfórnar,

svo ađ lćrt ţeir loksins geti

ađ líf er til - án enskrar stjórnar !

Á klettastapanum Einbúa á Skagaströnd var Andrésarfáninn dreginn í hálfa stöng ţegar úrslit skosku kosninganna lágu fyrir - og ţótti undirrituđum ţađ fullkomlega skiljanlegt og mjög viđ hćfi eins og á stóđ !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 43
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1115
  • Frá upphafi: 358629

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 948
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband