22.10.2014 | 19:02
Innblásnar ræður !
Það er nokkuð einkennilegt hvað fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um orð og umsagnir ætlaðra sakborninga í spillingarmálum þeim sem embætti Sérstaks saksóknara hefur verið að rannsaka allar götur frá því eftir hrunið. Jafnvel ríkisútvarpið fer þar sömu slóðina og það er eins og ekkert skipti máli í þessu sambandi nema það sem meintir sakborningar segja.
Nýverið var því lýst með nokkuð hástemmdum hætti hvernig einn fyrrverandi bankastjóri sem ákærður hefur verið, hefði flutt innblásna ræðu" í réttinum og afgreitt starf embættis Sérstaks saksóknara sem moðreyk og vitleysu. Hann og aðrir, sem væru bara venjulegt fjölskyldufólk í þessu landi og að reyna að hafa í sig og á, væru ofsóttir af öflum sem virtust búa yfir ótæmandi fjárráðum og ætla að láta kné fylgja kviði. Í þessum dúr skilst mér að andinn hafi verið í þessari innblásnu ræðu" umrædds fyrrverandi bankastjóra, venjulegs fjölskyldumanns og óbreytts borgara í þessu landi !!!
Það eru greinilega fleiri en lögfræðingar á kennslusviði sem eru með töffarastæla hérlendis og væri betur að menn í þeirri stöðu sem hér um ræðir hugleiddu svolítið þjóðarógæfuna sem hrunið orsakaði og sýndu með því það sem kalla mætti sæmilega þroskaða ábyrgðarkennd gagnvart samfélagi sínu.
Og við getum spurt okkur sjálf að því fyrir hvern embætti Sérstaks saksóknara sé að vinna ? Er það ekki að vinna í þágu þjóðarinnar, í því skyni að hreinsa til eftir hrunið ? Er það ekki innblásinn vilji mikils meirihluta þjóðarinnar að það liggi fyrir hvað gerðist og hvernig það átti sér stað að þjóðinni var ýtt fram á ystu nöf í efnahagslegum skollaleik ábyrgðarlausra manna ?
Var umræddur maður ekki bankastjóri Landsbankans á þessum tíma, var hann ekki að höndla með milljarði króna, var ekki fjöregg Íslands hoppandi milli handa hans og annarra fjármála-toppa hérlendis á útrásartímunum miklu, var hann ekki einn af þeim sem hleyptu Ice-save af stokkunum, var hann ekki á talsvert öðrum launakjörum en þorri manna í landinu, - eða var hann bara og er óbreyttur fjölskyldumaður, í sömu baráttunni og aðrir í þessu landi við að hafa í sig og á - eins og hann vill meina ? Svari því hver fyrir sig !
Þegar fjallað er um miklar ræður er oft sagt að þær hafi verið innblásnar, þannig var það með Gettisburgar ræðu Lincolns, ræðu Daniels Webster um Adams og Jefferson látna, einnig ræðu hans sem kennd er við 7.mars, o.s.frv.o.s.frv. En að tala um varnar-ávarp bankastjórans fyrrverandi sem hér hefur verið nefnt, sem innblásna ræðu, eins og hún væri eitthvað af slíku tagi, er náttúrulega bara hrein og bein vitleysa !
Auðvitað hefur viðkomandi fyrrverandi bankastjóri fullan rétt til að verja sig og sínar gerðir og auðvitað telst hann ekki sekur fyrr en sekt hans hefur verið sönnuð, en að gera hann og aðra - sem stóðu sem lykilmenn fjármálavaldsins í bankakerfinu þegar það hrundi - að einhverjum píslarvottum og ofsóttum sakleysingjum - nær að minni hyggju ekki neinni átt.
Ef það næst aldrei botn í þessi mál hvað mikið sem rannsakað er, mun það þýða að þeir sem fyrir sökum eru hafðir munu aldrei geta hreinsað sig, svo það er öllum fyrir bestu að sannleikurinn komi fram og þeir sem saklausir eru verði hreinsaðir og þeir gjaldi fyrir sakir sem til þess hafa unnið. Þannig á réttlæti í sæmilega lagastýrðu samfélagi að virka.
En tiltrú almennings á réttarkerfið í landinu er hinsvegar orðin vægast sagt mjög löskuð og margir líta svo á að réttarkerfið sé fyrst og fremst orðið að varnarkerfi fyrir forréttindaliðið, ríka fólkið, en ekki lengur neitt sem hægt sé að segja að þjóni réttlætinu á réttlætisins forsendum. Ef svo er, þarf víst engan að undra þó að slíkt varnarkerfi verji sína sauði og komi því í gegn að þeir séu sýknaðir !
Bankastjórinn fyrrverandi kom inn á það í sinni fjölmiðlameintu innblásnu ræðu" að ætlaðir ofsækjendur hans og félaga virtust hafa úr nógu fé að spila. Það er athyglisverð umsögn í ljósi þess að núverandi stjórnvöld sýnast sjá hag sinn bestan í því að draga úr fjárveitingum til embættis Sérstaks saksóknara, svo þar er nú ekki aldeilis um slíkt fjármagnsflæði að ræða sem bankastjórinn fyrrverandi virðist telja á sinn innblásna hátt. Skilningur hans á því atriði virðist ekki bera vott um þá fjármálasnilli sem sumir telja að hann búi yfir. En umræddur maður veit vafalaust gjörla hverjir eru við völd um þessar mundir og telur sig greinilega geta sýnt fulla kokhreysti við þær aðstæður !
Ég skal ekkert um það segja hver staða mannsins hafi verið sem sakbornings, en í ljósi þess hvaða störfum hann gegndi og hver lykilmaður hann var í bankakerfinu á því tímabili sem verið er að rannsaka, tel ég að mjög afgerandi sannanir fyrir sýknu hans verði að liggja fyrir svo ég geti trúað því að hann hafi ekkert af sér brotið. Og ég vil spyrja, er það ekki í þágu hans og annarra sem fyrir sökum hafa verið hafðir, telji þeir sig saklausa, að ærleg rannsókn fari fram og öll kurl komi þar til grafar ?
Og þar fyrir utan getum við öll spurt okkur þeirrar spurningar, er í raun og veru vilji fyrir hendi í þjóðfélaginu til að gera upp við efnahagshrunið og orsakir þess ? Virðist ekki augljóst að áhrifamikil öfl í flokkum og fjármálaklíkum vilja ekki að það sé verið að rannsaka þar eitt eða neitt ?
Hvernig á ærleg rannsókn að fara fram við slíkar aðstæður ?
Af hverju eru fjölmiðlar svona mikið á bandi þeirra sem fyrir sökum eru hafðir og viljugir til að enduróma öll þeirra orð, af hverju tala þeir um innblásnar ræður" eins og t.d. í umræddu tilfelli, eins og viðkomandi fyrrverandi bankastjóri sé hreinlega Alfred Dreyfus endurborinn - sannkallaður píslarvottur í samfélaginu ?
Hverjir eiga fjölmiðlana og skoðanir hverra er verið að enduróma þar ?
Allt eru þetta spurningar sem þegnar þjóðfélagsins ættu að hugleiða. Væru fjölmiðlarnir í sama gír gagnvart meintum sökudólgum ef í hlut ættu venjulegir launþegar út í bæ ?
Nei, það er skoðun mín að þá væru vinnubrögðin allt önnur, að þá væri andinn annar og harðskeyttari og þá væru sakborningar ekki faðmaðir af slíkri fjölmiðla-umhyggju sem umræddur fyrrverandi bankastjóri og aðrir af sama sauðahúsi !
Alltaf sést að skeggið er skylt hökunni og að sumir eiga sér varnarlið sem aðrir eiga ekki og auðvitað sýknar slíkt varnarlið sína sauði hvað sem tautar og raular !
En hvað þá um réttlætið ? - Jahá, réttlætið ! Er það nokkuð annað en innihaldslaust hugtak á Íslandi - nú til dags !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 16
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 822
- Frá upphafi: 356667
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 653
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)