31.10.2014 | 23:23
"Upplýsingar frá CIA !"
Flestir eru nú farnir að átta sig á því hvað getur verið á bak við hlutina þegar því er flaggað að upplýsingar hafi verið fengnar frá CIA. Og reyndar er nú svo komið, að jafnvel innmúraðir Natósinnar og Pentagonistar, já, harðsvíraðir haukavinir, vita það sér til mestu ógleði, að það er enginn gæðastimpill lengur á upplýsingum frá CIA og reyndar best að hafa ekki hátt um þær sem slíkar.
Þeir eru líka ófáir sem hafa farið flatt á því að hafa hátt um upplýsingar frá CIA í skilyrðislausu trausti á sannleiksgildi þeirra, allt frá Svínaflóa-innrásinni til gereyðingarvopnanna í Írak. Svínaflóamálið þótti á sínum tíma alveg einstakt klúður og það varð bandarískum stjórnvöldum til mikillar hneisu.
Sérfræðingar CIA höfðu talið það öruggt að almenningur á Kúbu myndi rísa upp sem einn maður og steypa Castro af stóli, um leið og kúbönsku útlagarnir gengu á land við Svínaflóa, sem var staður sem CIA valdi sem ákjósanlegastan innrásarstað.
Málið var undirbúið af Eisenhower-stjórninni en John F. Kennedy erfði það og lagði blessun sína yfir ráðagerðirnar, enda nógir til að fullvissa hann um að allt myndi fara á besta veg og eftir þeim áætlunum sem gerðar höfðu verið.
Kennedy trúði á upplýsingar CIA og treysti öllum sérfræðingunum sem töluðu fyrir málinu. Enginn hafði uppi nein andmæli í eyru Kennedys nema William Fulbright, sem þó gagnrýndi vinnubrögðin og það sem verið var að gera, fyrst og fremst af hugsjónaástæðum. Kennedy sat svo uppi með skömmina af klúðrinu og vafasamt er að hann hafi nokkru sinni endurheimt fyrra traust sitt á upplýsingum frá CIA.
Af þessum ástæðum rak Kennedy hinn volduga forstjóra CIA Allen Dulles við fyrsta tækifæri og sagt er að Kennedy hafi eitt sinn látið þau orð falla að hann vildi helst splundra CIA í þúsund agnir og láta þær dreifast með vindinum !" Þá hefur karl sýnilega verið svo reiður að írska skapið hefur blossað upp í honum !
Allen Dulles hafði verið yfirmaður CIA allan Eisenhower-tímann og þar sem eldri bróðir hans John Foster var utanríkisráðherra Eisenhowers, þótti mörgum nóg um völd þessara bræðra sem kölluðu nú ekki beint á vinsældir eins og þeir voru.
Síðar þótti það dálítið sérstakt að Johnson forseti skyldi tilnefna Allen Dulles í Warren-rannsóknarnefndina varðandi morðið á Kennedy, ekki síst í ljósi þess að Kennedy hafði rekið Dulles úr forstjórastöðunni í CIA.
Warren-nefndin sendi frá sér lokaskýrslu upp á 889 blaðsíður um forsetamorðið og líklega er þar um að ræða eitt af mörgum alræmdum dæmum um langt mál og lítil skil. Það þykir hinsvegar mörgum skiljanlegt, einkum í ljósi hinnar nöturlegu niðurstöðu skýrslunnar, að það hafi þurft að hafa valinn mann" í hverju sæti í þessari mjög svo undarlegu nefnd !
Það er löngu orðin útbreidd skoðun að morðið á Kennedy hafi verið stórfellt samsærismál sem hugsanlega hafi teygt anga sína víða um bandaríska stjórnkerfið og Lee Harvey Oswald hafi frá upphafi verið ætlaður til að bera þar sökina - af þeim sem stóðu að baki morðinu. En hið sanna mun líklega aldrei koma í ljós !
En eftir situr þó, að John F. Kennedy ávann sér víða óvinsældir innan bandaríska stjórnkerfisins og meðal ýmissa áhrifamanna. Hann vildi breyta mörgu, hafði nýjar og ferskar hugmyndir gagnvart ýmsu, var sem sagt maður nýrra tíma !
Voldug möppudýr í kerfinu voru hreint ekki hrifin af því hvernig hann tók á ýmsum málum. Það er því nokkuð ljóst að ýmsir af þeim sem kusu að hafa allt í óbreyttu fari töldu hann afar óæskilegan forseta og vildu hann beinlínis feigan !
Upplýsingar frá CIA þykja ekki trúverðugar í dag og skilningur hefur aukist mikið á því að bandaríska leyniþjónustan er engin sannleiks-stofnun. Hún er fyrst og fremst að þjóna ákveðnum hagsmunalegum markmiðum, meðal annars með því upplýsingaefni sem hún sendir frá sér. Það hefur nákvæmlega ekkert með það að gera hvað er rétt og sannleikanum samkvæmt.
Nýlega las ég fræðibók um tungumál og þar voru settar fram staðhæfingar sem byggðu á upplýsingum frá CIA ? Ég get ekki með nokkru móti talið það faglegu efni til framdráttar hvað trúverðugleika snertir, að stuðst sé þar við upplýsingar frá svo breyskum aðila sem CIA er. En upplýsingar þaðan geta legið ótrúlegustu hlutum til grundvallar og það jafnvel með sakleysislegasta hætti.
Leyniþjónustur ríkja eru stofnanir sem vinna með þeim hætti að fæst af því sem gert er af þeirra hálfu myndi þola dagsins ljós. Leyniþjónusta Bandaríkjanna er þar kannski ekkert verri en samsvarandi stofnanir annarra ríkja, en hún ætti hinsvegar að vera betri. Og hversvegna þá ?
Vegna þeirrar frelsisarfleifðar sem hún var stofnuð til að vernda ! Þær forsendur hefðu átt að leiða starf CIA til virðingar, viðurkenningar og trausts í veröldinni, en ekki til þeirrar illræmdu og mjög svo andstyggilegu vegferðar um heim allan sem liggur fyrir sem staðreynd á okkar dögum.
Það ætti því að vera flestum ljóst að þessi umdeilda stofnun ber á engan hátt þeirri frelsishugsjón sem varð kveikjan að stofnun Bandaríkjanna nokkurt vitni með sómasamlegum hætti.
Og það er sannfæring mín, að menn eins og Franklín, Washington, Adams, Jefferson og aðrir frumherjar sjálfstæðisbaráttunnar vestra, myndu aldrei hafa getað hugsað sér að leggja blessun sína yfir það starf sem CIA hefur unnið síðustu áratugina, því þá væri allt það hrunið sem þeir stóðu fyrir !
Sá aðili sem gerir kröfu til þess hlutverks í samfélagi þjóðanna, að taka sér stöðugt þann rétt að siða aðra til, verður að sýna og sanna að hann hafi réttlætislega og siðferðilega burði til þess. Bandaríkin hafa löngum viljað vera í því hlutverki, en þau hafa hvorki haft siðferðisstig eða réttlætisstöðu til að uppfylla eðlilegar skyldur þar og ein af meginástæðum þeirrar vöntunar er spillt stjórnkerfi og ennþá spilltari leyniþjónusta - CIA !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2014 kl. 11:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 9
- Sl. sólarhring: 103
- Sl. viku: 815
- Frá upphafi: 356660
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 647
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)