Leita í fréttum mbl.is

"Upplýsingar frá CIA !"

Flestir eru nú farnir ađ átta sig á ţví hvađ getur veriđ á bak viđ hlutina ţegar ţví er flaggađ ađ upplýsingar hafi veriđ fengnar frá CIA. Og reyndar er nú svo komiđ, ađ jafnvel innmúrađir Natósinnar og Pentagonistar, já, harđsvírađir haukavinir, vita ţađ sér til mestu ógleđi, ađ ţađ er enginn gćđastimpill lengur á upplýsingum frá CIA og reyndar best ađ hafa ekki hátt um ţćr sem slíkar.

Ţeir eru líka ófáir sem hafa fariđ flatt á ţví ađ hafa hátt um upplýsingar frá CIA í skilyrđislausu trausti á sannleiksgildi ţeirra, allt frá Svínaflóa-innrásinni til gereyđingarvopnanna í Írak. Svínaflóamáliđ ţótti á sínum tíma alveg einstakt klúđur og ţađ varđ bandarískum stjórnvöldum til mikillar hneisu.

Sérfrćđingar CIA höfđu taliđ ţađ öruggt ađ almenningur á Kúbu myndi rísa upp sem einn mađur og steypa Castro af stóli, um leiđ og kúbönsku útlagarnir gengu á land viđ Svínaflóa, sem var stađur sem CIA valdi sem ákjósanlegastan innrásarstađ.

Máliđ var undirbúiđ af Eisenhower-stjórninni en John F. Kennedy erfđi ţađ og lagđi blessun sína yfir ráđagerđirnar, enda nógir til ađ fullvissa hann um ađ allt myndi fara á besta veg og eftir ţeim áćtlunum sem gerđar höfđu veriđ.

Kennedy trúđi á upplýsingar CIA og treysti öllum sérfrćđingunum sem töluđu fyrir málinu. Enginn hafđi uppi nein andmćli í eyru Kennedys nema William Fulbright, sem ţó gagnrýndi vinnubrögđin og ţađ sem veriđ var ađ gera, fyrst og fremst af hugsjónaástćđum. Kennedy sat svo uppi međ skömmina af klúđrinu og vafasamt er ađ hann hafi nokkru sinni endurheimt fyrra traust sitt á upplýsingum frá CIA.

Af ţessum ástćđum rak Kennedy hinn volduga forstjóra CIA Allen Dulles viđ fyrsta tćkifćri og sagt er ađ Kennedy hafi eitt sinn látiđ ţau orđ falla „ ađ hann vildi helst splundra CIA í ţúsund agnir og láta ţćr dreifast međ vindinum !" Ţá hefur karl sýnilega veriđ svo reiđur ađ írska skapiđ hefur blossađ upp í honum !

Allen Dulles hafđi veriđ yfirmađur CIA allan Eisenhower-tímann og ţar sem eldri bróđir hans John Foster var utanríkisráđherra Eisenhowers, ţótti mörgum nóg um völd ţessara brćđra sem kölluđu nú ekki beint á vinsćldir eins og ţeir voru.

Síđar ţótti ţađ dálítiđ sérstakt ađ Johnson forseti skyldi tilnefna Allen Dulles í Warren-rannsóknarnefndina varđandi morđiđ á Kennedy, ekki síst í ljósi ţess ađ Kennedy hafđi rekiđ Dulles úr forstjórastöđunni í CIA.  

Warren-nefndin sendi frá sér lokaskýrslu upp á 889 blađsíđur um forsetamorđiđ og líklega er ţar um ađ rćđa eitt af mörgum alrćmdum dćmum um langt mál og lítil skil. Ţađ ţykir hinsvegar mörgum skiljanlegt, einkum í ljósi hinnar nöturlegu niđurstöđu skýrslunnar, ađ ţađ hafi ţurft ađ hafa „valinn mann" í hverju sćti í ţessari mjög svo undarlegu nefnd !

 Ţađ er löngu orđin útbreidd skođun ađ morđiđ á Kennedy hafi veriđ stórfellt samsćrismál sem hugsanlega hafi teygt anga sína víđa um bandaríska stjórnkerfiđ og Lee Harvey Oswald hafi frá upphafi veriđ ćtlađur til ađ bera ţar sökina - af ţeim sem stóđu ađ baki morđinu. En hiđ sanna mun líklega aldrei koma í ljós !

En eftir situr ţó, ađ John F. Kennedy ávann sér víđa óvinsćldir innan bandaríska stjórnkerfisins og međal ýmissa áhrifamanna. Hann vildi breyta mörgu, hafđi nýjar og ferskar hugmyndir gagnvart ýmsu, var sem sagt mađur nýrra tíma !

Voldug möppudýr í kerfinu voru hreint ekki hrifin af ţví hvernig hann tók á ýmsum málum. Ţađ er ţví nokkuđ ljóst ađ ýmsir af ţeim sem kusu ađ hafa allt í óbreyttu fari töldu hann afar óćskilegan forseta og vildu hann beinlínis feigan !

Upplýsingar frá CIA ţykja ekki trúverđugar í dag og skilningur hefur aukist mikiđ á ţví ađ bandaríska leyniţjónustan er engin sannleiks-stofnun. Hún er fyrst og fremst ađ ţjóna ákveđnum hagsmunalegum markmiđum, međal annars međ ţví upplýsingaefni sem hún sendir frá sér. Ţađ hefur nákvćmlega ekkert međ ţađ ađ gera hvađ er rétt og sannleikanum samkvćmt.

Nýlega las ég frćđibók um tungumál og ţar voru settar fram stađhćfingar sem byggđu á upplýsingum frá CIA ? Ég get ekki međ nokkru móti taliđ ţađ faglegu efni til framdráttar hvađ trúverđugleika snertir, ađ stuđst sé ţar viđ upplýsingar frá svo breyskum ađila sem CIA er. En upplýsingar ţađan geta legiđ ótrúlegustu hlutum til grundvallar og ţađ jafnvel međ sakleysislegasta hćtti.

Leyniţjónustur ríkja eru stofnanir sem vinna međ ţeim hćtti ađ fćst af ţví sem gert er af ţeirra hálfu myndi ţola dagsins ljós. Leyniţjónusta Bandaríkjanna er ţar kannski ekkert verri en samsvarandi stofnanir annarra ríkja, en hún ćtti hinsvegar ađ vera betri. Og hversvegna ţá ?

Vegna ţeirrar frelsisarfleifđar sem hún var stofnuđ til ađ vernda ! Ţćr forsendur hefđu átt ađ leiđa starf CIA til virđingar, viđurkenningar og trausts í veröldinni, en ekki til ţeirrar illrćmdu og mjög svo andstyggilegu vegferđar um heim allan sem liggur fyrir sem stađreynd á okkar dögum.

Ţađ ćtti ţví ađ vera flestum ljóst ađ ţessi umdeilda stofnun ber á engan hátt ţeirri frelsishugsjón sem varđ kveikjan ađ stofnun Bandaríkjanna nokkurt vitni međ sómasamlegum hćtti.

Og ţađ er sannfćring mín, ađ menn eins og Franklín, Washington, Adams, Jefferson og ađrir frumherjar sjálfstćđisbaráttunnar vestra, myndu aldrei hafa getađ hugsađ sér ađ leggja blessun sína yfir ţađ starf sem CIA hefur unniđ síđustu áratugina, ţví ţá vćri allt ţađ hruniđ sem ţeir stóđu fyrir !

Sá ađili sem gerir kröfu til ţess hlutverks í samfélagi ţjóđanna, ađ taka sér stöđugt ţann rétt ađ siđa ađra til, verđur ađ sýna og sanna ađ hann hafi réttlćtislega og siđferđilega burđi til ţess. Bandaríkin hafa löngum viljađ vera í ţví hlutverki, en ţau hafa hvorki haft siđferđisstig eđa réttlćtisstöđu til ađ uppfylla eđlilegar skyldur ţar og ein af meginástćđum ţeirrar vöntunar er spillt stjórnkerfi og ennţá  spilltari leyniţjónusta - CIA !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 11
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 399206

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband