22.11.2014 | 09:51
Við gefum eftir - þeir ganga á lagið !
Hvernig skyldu kjör kristinna manna vera í þeim löndum þar sem múslímar eru í meirihluta ? Sumir þeir sem þykjast flestum öðrum víðsýnari og frjálslyndari, í trúarefnum sem öðru, virðast hreint ekki hafa mikinn áhuga á kjörum kristinna manna í hálfmánaheiminum, en þeim mun meiri áhuga fyrir því að kjör múslíma séu sem best í okkar löndum. Það er býsna einkennilegt hvað viðhorfin geta verið einhliða hjá svo upplýstu fólki og það á okkar upplýstu dögum !
Er til dæmis gott að vera kristinn maður í Pakistan eða í Egyptalandi ? Meðan múslímar í meirihluta eru að brenna aldagamlar kirkjur í Egyptalandi, Kosovo og víðar, er verið að heimila múslímum að byggja moskur út um alla Evrópu !
Á sínum tíma var Ægisif, Soffíukirkjan í Miklagarði, höfuðkirkja kristninnar í austrómverska ríkinu, gerð að mosku og kallturnar byggðir í kringum hana, eftir að herskarar Tyrkja höfðu sigrað borgina 1453 eftir hetjulega vörn íbúanna.
Sá hörmungar atburður hefði aldrei átt sér stað ef Evrópuríkin hefðu verið vakandi og þekkt skyldu sína. Með þeim atburði opnaðist múslímum leið inn í Evrópu með tilheyrandi skelfingum fyrir hinar kristnu þjóðir á Balkanskaganum !
Og enn í dag virðast býsna margir eiga mjög erfitt með að læra af dæmum sögunnar því menn eru að falla aftur og aftur í sömu, gömlu gryfjurnar, vegna þess að hættuskyn þeirra virðist alltaf vera niður á núlli.
Það hefur komið skýrt í ljós í mörgum löndum Evrópu undanfarin ár að þar sem moskur hafa verið reistar, hafa þær víðast hvar orðið hreiður fyrir öfgakennd trúarsjónarmið og þar hafa margir fengið sína fyrstu fræðslu um meinta höfuðskyldu til þátttöku í heilögu stríði. Þar hafa verið lagðar þær línur sem leitt hafa til þess að ungir múslímar hafa hundruðum saman flykkst til átakasvæða til að berjast í nafni jihads gegn Vesturlöndum og kristnum grundvallargildum.
Það eru að sjálfsögðu til hófsamir múslímar, en þeir láta alltaf í minni pokann fyrir hinum öfgafullu og eru í raun hræddir við þá. Eins og flestallt venjulegt fólk vilja þeir fá að lifa í friði, en þeir verða að dansa með hinum ofbeldisfullu öfgamönnum annars verða þeir ofsóttir, barðir til óbóta eða drepnir !
Það hefði til dæmis orðið aröbum í Palestínu til mikillar gæfu ef þeir hefðu tekið meira mið af pólitískum samningavilja Nashashibi-ættarinnar en farið minna eftir öfgafullum ofbeldis-málflutningi Husseini-manna með muftann illræmda, samverkamann nazista, í fararbroddi. En verri kosturinn var valinn að venju vegna öfgakenndrar afstöðu og því fór sem fór. Þeir eru orðnir ófáir arabarnir í Mið-austurlöndum sem hafa verið drepnir af eigin félögum vegna þess að þeir hafa viljað leysa deilumálin með samningum, en allt slíkt er eitur í blóði múslímskra harðlínumanna.
Vesturlönd verða að fara að taka við sér og skilja að sumt fólk verður aldrei þannig hugsandi að það falli inn í vestræn samfélög með eðlilegum hætti, sem hollir og traustir samborgarar. Reynslan er þegar búin að sýna það. Það mun koma að því að taka verður fast á þessum málum og því lengur sem það uppgjör bíður, því harkalegra mun það verða þegar að því kemur.
Ef múslímskum öfgamönnum út um alla Evrópu leyfist áfram að ganga á lagið sem hingað til, kemur að því að öllum sem ekki eiga samleið með þeim, mun fara að þykja þröngt fyrir dyrum. Staðan verður fólki þá líklega erfiðari til varnar þegar nágrannarnir allt um kring eru orðnir slíkir og stjórnvaldið máttlaust og jafnvel hrætt við sinn eigin skugga. Slík staða er þegar farin að skapast sumsstaðar í borgum Svíþjóðar og jafnvel víðar.
Undanlátssemi gegn stöðugum ágangi leiðir aldrei mál til farsælla lausna, þeir sem valdið hafa ágangi í þessum efnum skilja aðeins eitt að það sé fast fyrir hvar sem þeir herja á okkur og hvergi látið deigan síga !
Það er það eina sem gildir því við höfum heim að verja !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 296
- Sl. sólarhring: 305
- Sl. viku: 1170
- Frá upphafi: 375652
Annað
- Innlit í dag: 255
- Innlit sl. viku: 978
- Gestir í dag: 246
- IP-tölur í dag: 246
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)