10.1.2015 | 10:34
Lögmál líknar og lögmál fíknar !
Það er sjálfsagt flestum fagnaðarefni að læknadeilan sé að öllum líkindum leyst, en ýmsar spurningar hafa vaknað meðan þessi deila hefur staðið yfir og ekki síst í siðfræðilegum atriðum. Það þarf ekki að undirstrika mikilvægi lækna í samfélaginu og þörfina á tilvist þeirra fyrir okkur öll. En einhvernveginn hefur það samt snert mann illa að hafa stöðugt þurft að heyra í fréttum þá hótun - að ef læknar fái ekki verulega kjarabót séu þeir bara farnir !
Já, farnir, fluttir burt frá þessu landi og þessu þjóðfélagi, sem reynist þeim að sögn verulega illa og kemur að þeirra mati afar takmarkað til móts við þarfir þeirra. Og við vitum að mannlegar þarfir geta verið býsna miklar og ekki síst nú til dags þegar margir virðast þurfa allt til alls !
Og við vitum trúlega líka, að læknar eru engin láglaunastétt og þó ég efist ekki um að álagið sé oft mikið og jafnvel meira en það í þeirra starfi, þá verða nú fleiri en læknar að þræla mikið á Íslandi og það meira að segja fyrir töluvert lægri launum !
Annað hlutskipti hefur ekki verið boðið þeim erfiðisvinnustéttum sem undanfarna áratugi hafa fengið loforð um það fyrir alla kjarasamninga að þeirra hlutur skuli réttur, en eins og flestir vita hérlendis, hefur það orðið hin siðlausa höfuðregla að svíkja það loforð !
Fyrir nokkru heyrði ég viðtal sem haft var í fjölmiðlum við íslenskan lækni sem er víst að gera það gott í Bandaríkjunum. Hann er eftirsóttur þar og hefur nóg að gera og náttúrulega rífandi tekjur. Hann virtist mjög sáttur við allt þarna vesturfrá, en svo kom að því að hann sagði : Ég á svona 10 - 15 góð ár eftir og svo ætla ég að koma heim !
Hann var spurður frekar út í það. Jú, sagði hann, það er ekkert gaman að vera gamall hér í Bandaríkjunum !
Hann ætlaði sem sagt að vinna þarna úti þar til hann færi á eftirlaunaaldur og þá ætlaði hann að koma heim og njóta góðra aðstæðna í þjóðfélagi sem hann hafði ef til vill sjálfur þjónað að mjög takmörkuðu leyti. Réttindin voru greinilega skýr í hans huga en skyldurnar ekki !
Og hverjir áttu að halda í horfinu hér heima svo hann gæti gengið að góðum hlutum þegar honum þóknaðist að koma HEIM ? AÐRIR áttu líklega að gera það !
Það er oftast heldur ankannalegt hvernig sumir menn geta horft svona - í almætti sjálfsins - á marga hluti og fundist ekkert athugavert við það. En slíkur hugsanagangur byggir hvergi upp samfélög heldur hið gagnstæða og í því sambandi kemur manni í hug það sem samið var forðum fyrir John F. Kennedy í ræðunni frægu : And so my fellow Americans, ask not what your country can do for you, ask what you can do for your country ?
Læknar hafa löngum verið taldir einna trúfastastir allra stétta við það lögmál sem hefur verið kennt við líkn, en eins og við vitum hefur íslensk samfélag um nokkurt skeið verið meira og minna á valdi allt annars lögmáls sem á meira skylt við fíkn og þá ekki hvað síst peningalega fíkn, eða það sem í eina tíð var kallað fyrirlitleg auragræðgi en kallast víst núna á máli frjálshyggjunnar eðlileg sjálfsbjargarviðleitni !
Það má telja víst að þetta seinna lögmál sé farið að vinna sér drjúga vegleið inn í allar stéttir þjóðfélagsins og jafnvel þær sem helst hafa hneigst hingað til að andstæðu lögmáli. Það er ekki af því góða, þó hér sé enganveginn verið að ætlast til þess af einhverjum sérstökum hópum að þeir sýni meiri fórnfýsi en aðrir. Það þurfa allir þegnar samfélagsins að hafa það í sér að sýna fórnfýsi, en hennar hefur hinsvegar iðulega verið krafist meira af sumum en öðrum. Og eins og sagt er hér að framan, hafa allir kjarasamningar, í þessu vaxandi ójafnaðarríki okkar, undirstrikað það til fleiri ára, hvaða stéttir það hafa verið sem alltaf hafa verið sviknar og settar hjá. Og þar erum við hreint ekki að tala um læknastéttina, með allri virðingu fyrir henni !
Svo er það líka farin að verða mikil spurning hvaða aðilar á þingi séu með hagsmuni venjulegs launafólks á sinni stefnuskrá ? Verkalýðsflokkar eru ekki lengur til og það er margt sem virðist segja að það fólk sem situr nú á þingi hafi það svo gott sjálft efnalega, að því sé gjörsamlega fyrirmunað að skilja aðstæður þeirra sem búa við skarðan hlut lífsgæða í landinu, en þeim virðist hafa fjölgað nokkuð ört og skyldi engan þurfa að undra það eins og haldið hefur verið á málum. Það liggur við að maður heyri það svara eins og frönsk drottning á að hafa gert varðandi brauðleysið hjá fólkinu forðum !
Verkalýðshreyfingin svokallaða er líka með forustulið í hálaunaflokki sem á ekkert sameiginlegt með kjörum þeirra sem það þykist vera að berjast fyrir, enda eru svik við láglaunafólk sígild staðreynd í okkar samfélagi sem fyrr segir og ekki síst af hálfu siðvilltrar forustu hinnar veglausu verkalýðshreyfingar !
Og varðandi lækna vil ég líka segja það hreint út, að þeir eru engin goð á stalli í mínum augum. Þeir eru menn og skeikulir eins og aðrir. Mér eru dapurleg örlög frænda míns Páls Hersteinssonar allt of fersk í minni, til að ímynda mér eitthvað annað og meira í því sambandi !
Og það má líka spyrja, hver er munurinn á því fyrir venjulegan launamann á Íslandi að drepast vegna læknaleysis eða vera læknaður og settur algerlega á hausinn um leið vegna yfirgengilegs lyfjakostnaðar og okurdýrrar sérfræðiþjónustu ? Er maðurinn ekki gott sem dauður í báðum tilfellum ?
Það er nú svo komið á Íslandi að margir eru farnir að telja í fúlustu alvöru að það stefni í það, að venjulegt launafólk á Íslandi muni ekki hafa nein efni á því að njóta þjónustu lækna í náinni framtíð ! Þeir verða því kannski á komandi árum flott starfsstétt sem þjónar bara þeim ríku íslenska aðlinum, og heilbrigðiskerfið okkar verður þá liðið undir lok, að minnsta kosti sem sú þjóðargersemi sem það vissulega var - áður en byrjað var með sérgæðingshætti að eyðileggja það utanfrá sem innan !
Og eins og margoft hefur verið bent á, er fleira fólk í íslenska heilbrigðiskerfinu en læknar. Þar er líka fólk í ýmsum stéttahópum sem hefur haft til að bera mikla fórnfýsi í sínu starfi í áranna rás, þrátt fyrir léleg launakjör ! Ég vil spyrja, hvernig á að koma fram við það fólk eftir þá samninga sem nú hafa verið gerðir við lækna og fara að sögn talsvert fram úr öllum samningaviðmiðum, sem sett hafa verið að undanförnu, varðandi launahækkanir ?
Fyrir nokkru gerði þáverandi heilbrigðisráðherra - sem alkunnugt er - þau mistök að bjóða forstjóra Landsspítalans einum sérstök viðbótarforréttindi í launakjörum til að halda honum í starfi. Það mæltist eðlilega illa fyrir og ráðherrann fékk mikla ádeilu á sig fyrir þetta og fær jafnvel enn !
Nú virðist niðurstaðan eiga að vera sú að allir læknar fái hliðstæð forréttindi svo þeir haldist við störf, en gengið sé út frá því að annað starfsfólk í heilbrigðiskerfinu sætti sig samt sem áður við óbreyttan hlut ! Ég held að það komi ekki síður til að mælast illa fyrir og núverandi heilbrigðisráðherra verði að hugsa þetta betur, ef hann hefur þá nokkuð hugsað í þessu sambandi !
Lögmál líknar og lögmál fíknar munu eflaust aldrei eiga samleið, en það er jafnljóst að það getur heldur aldrei verið stefnumál í þjónustu réttlætis að hygla einum aðila á kostnað annarra. Það þarf ásættanlega heildarlausn sem tryggir starfsfrið á þeim stað sem á og þarf að vera okkar sameiginlega líknarheimili. Vandamálin í heilbrigðiskerfinu leysast ekki við það að læknum sé lyft upp í fullkomnu ósamræmi við þann launalega veruleika sem hlýtur að blasa við öðrum sem starfa þar !
Ef til vill er sá tími kominn, að hin gamla, gráglettna palladómavísa Sveins frá Elivogum um læknastéttina eigi betur við en nokkru sinni fyrr:
Ljót er gáfan læknanna,
limi flá og afskera.
Taxtann háa tvöfalda
til að ná í peninga !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 806
- Frá upphafi: 356702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 633
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)