18.1.2015 | 12:45
Álfan sem snýst um sjálfa sig !
Evrópubúar virðast nokkuð almennt vera mjög sérkennilegur lýður og einstaklega sjálfhverfur í veruleikaskynjun sinni. Evrópa hefur notið mikilla sérgæða í margar kynslóðir, ekki síst vegna yfirgengilegs arðráns í öðrum heimshlutum. Evrópuveldin voru á yfirlýsta nýlendutímanum blóðsugur út um allar jarðir og meðan yfirstéttin gat og þorði píndi hún eigin alþýðu líka. Og þetta blóðsugueðli er enn til staðar og enn er dulin nýlendustefna í gangi víða og enn snýst meginmálið um auð og völd !
Margir tala hátt og mikið um mannréttindi, réttlæti og sannleika, en hjá ákaflega mörgum sem þannig tala er engin meining á bak við slíkt tal, það er aðeins verið að nota áferðarfalleg hugtök í pólitískum tilgangi fyrir eigin frama, fyrir eigin flokk eða einhvern afskaplega efnishyggjubundinn ágóða.
Og fyrir mörgum virðist Evrópa og mannfólkið í Evrópu vera yfirstétt á heimsvísu. Þar á fólk að hafa það best og þar eiga allir að eiga mestan rétt til stærstu gæðasneiða lífsins. Það virðist skipta svo óendanlega litlu máli hvaða óáran er á ferð, bara ef það er í öðrum heimsálfum, hjá öðru fólki, það þarf bara að vera allt í lagi hjá hinni blómlegu og sællegu Evrópu !
Á sínum tíma þegar Kosovomálin voru í fullu ferli og Albanir þar að reyna með aðstoð Nato og hins svokallaða alþjóðasamfélags að innlima ríkishluta sem um aldir hefur tilheyrt Serbíu, yfirgnæfðu þau mál allt annað á frjálsu fréttastöðvunum ! Allmargir menn féllu í róstum þar og þar sem það átti sér stað í Evrópu skyggði það algjörlega á hin hrikalegu fjöldamorð á Tútsum og friðsömum Hútúum í Rúanda.
Það virtist ekki skipta svo miklu máli þó einhver svertingjalýður suður í Afríku týndi verulega tölunni, en líf hvers Evrópumanns virtist hinsvegar metið í margföldum mæli. Svo fjöldamorð á hátt í einni milljón af Rúandamönnum eða þar um bil, mátti þessvegna fara um gleymskugáttir alþjóðasamfélagsins og allra hinna fölsku mannréttindagoða nútímans, en það varð að hjálpa vesalings Albönunum í Kosovo sem hinir illu Serbar voru miskunnarlaust að kúga og kvelja eins og það hét á máli heimspressunnar.
En það sem gerðist á svæði gömlu púðurtunnunnar var einfaldlega á hinu stórpólitíska sviði hluti af þeim fyrirfram ákveðna gjörningi að lima Júgóslavíu í sundur í smáar, áhrifalitlar einingar sem auðvelt væri að ráðskast með, og heimspressan þjónaði af lífi og sál undir þau öfl sem þar stjórnuðu á bak við tjöldin. Enginn sannleikur réði ferð í þeim fréttaflutningi sem þá tröllreið heimsbyggðinni varðandi málefni Balkanskagans og hlóð lygi á lygi ofan !
Og Bandaríkin undir Clinton-stjórninni voru svo áfram um að hjálpa Albönum í Serbíu, að þau vörpuðu fyrir róða áratuga fastri stefnu í pólitík sinni, að einhliða úrsögn landshluta úr sambandsríki væri ólögleg nema samþykkt kæmi til varðandi það á þingi sambandsríkisins sjálfs. Ef Bandaríkin hefðu haft þetta viðhorf árið 1860 hefðu Suðurríkin bara mátt sigla sinn sjó og komast hefði mátt hjá borgarastyrjöldinni sem kostaði meira en 600.000 Bandaríkjamenn lífið og olli yfirgengilegum hörmungum fyrir landsfólkið !
Serbar áttu sem sagt ekkert að hafa um það að segja að tiltekinn landshluti þeirra, sem er að hluta vagga menningar þeirra, yrði yfirtekinn af Albönum sem voru að mestu afkomendur innflytjenda á svæðið. Ég segi bara, takið eftir, takið eftir, svona er hægt að eignast land. Innflytjendurnir taka völdin !
Og áfram varðandi hin mjög svo dýrmætu, evrópsku líf ! Boko Haram hermdarverkahreyfingin hefur að því sem best er vitað nýlega rústað heilum þorpum í Nígeríu og drepið þar fjölda manns. En enn er allt við það sama. Nokkur mannslíf í París vega miklu þyngra ! Það er ekkert rúm í fréttum fyrir blóðtökur í Afríku jafnvel þó þær séu meiriháttar. Hverjum er ekki sama um þessa svertingja virðist heimspressan segja af fullkomnu kæruleysi ?
Og það virðist stutt í gamla hugtakið úr landi frelsisins, eini góði indíáninn er dauður indíáni ! Dauðir svertingjar eru sennilega ekki heldur vandamál í augum alhvítrar Evrópupressu, sem byggir hroka sinn og hleypidóma á aldagömlum hefðum nýlendukúgunar og óheyrilegs yfirgangs gagnvart svörtu fólki.
Og nú liggur fyrir þrælahaldsmeðferðin á verkafólki í kringum byggingu íþróttamannvirkja í Qatar, en enn sem fyrr er áhuginn lítill fyrir að afhjúpa slíkt og fordæma, það er bara horft á yfirborðið og svikulan glansinn, því jú, þetta er bara þriðja heims fólk, ekki fólk frá Evrópu !
En hvernig geta evrópskar þjóðir sagt sí og æ að þær séu til varnar góðum gildum, mannréttindum og réttlæti, þegar þær hvað eftir annað hegða sér með þessum og þvílíkum hætti ?
Þetta er í mínum huga glæpsamleg tvöfeldni ! Þetta er hugarfarsleg sýking frá nýlendutímanum, sem sýnir að í raun hefur ekki margt breyst. Evrópubúar eru enn þannig sinnaðir að þeir eru gráðugir í gæði sem veitast þeim fyrir blóð og svita annarra. Það er rómverski andinn í þessu, það er hugsunin að vera í þeirri stöðu enn og áfram að deila og drottna, ráðskast með líf og hamingju annarra að eigin vild ! Það er ekki af engu sem hatur á Evrópu og evrópska stór-afleggjaranum í vestri hefur nóg til að nærast af, það hefur lengi verið séð til þess að forsendur fyrir slíkt hatur séu og verði nægar !
Það hafa verið vaktar upp margar ófreskjur í Sögunni, og þeir hinir sömu sem vöktu þær upp hafa stundum þurft að fórna milljónum mannslífa til að kveða þær niður. Bretar og Frakkar dældu fjármagninu í Hitler og byggðu hann upp á sínum tíma og bandarískir auðhringar og milljónamæringar létu þar ekki sitt eftir liggja. Og tilgangurinn - jú, að siga nazistaríkinu á Sovétríkin, en þessum kaupmönnum dauðans yfirsást það að djöfullinn sem þeir vöktu upp lét ekki lengi að stjórn !
Hversu oft er þetta sama ferli ekki inntakið í þjóðsögunum okkar ? Maður með illan tilgang í huga vekur upp draug, draugurinn snýst gegn honum og eltir afkomendur hans í marga ættliði. Hvað eiga slíkar sögur að kenna okkur ? Hin ævagömlu sannindi, Sér grefur gröf þótt grafi, menn uppskera eins og þeir sá o.s.frv.
Sáning Evrópu hefur verið afspyrnu slæm í ljósi Sögunnar. Því verður ekki neitað með nokkrum hætti. Kannski er upphafskafli uppskerutímans þegar að skrifast á spjöldin ? Hvað mikið hatur skyldu evrópskar þjóðir vera búnar að kalla yfir sig með blóðsugu-framferði sínu og arðráni gagnvart svo til varnarlausum þriðja heims ríkjum ? Það er eins og Haile Selassie standi enn frammi fyrir heyrnarlausum leiðtogum í Þjóðabandalaginu og biðji þá um hjálp ? Hvað hefur breyst síðan það var ?
Ég væri enganveginn hissa á því að þær hatursöldur hermdarverka og ógnar sem eiga eftir að skella á Evrópu, muni brátt sýna okkur að það sem hefur gerst í þeim efnum til þessa er ekki neitt miðað við það sem á eftir að gerast og sú framvinda mun skaða alla og eyðileggja fleira í mannheimi en nokkur getur ímyndað sér !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
- Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins ...
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 44
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 850
- Frá upphafi: 356695
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 660
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)