Leita í fréttum mbl.is

Mannfélagsbölvun !

Fjármálastjórnun á Íslandi er mannfélagsbölvun, hvort sem litiđ er til kerfisathafna í ţví tilliti eđa einkageirans. Markmiđiđ er óheilbrigt og tekur fyrst og fremst miđ af taumlausri ágirnd og skefjalausu arđráni. Ţađ er ekki stefnt ađ ţví ađ byggja upp samfélagiđ heldur rífa ţađ niđur !

Hin gömlu gildi sem byggđust á ţví ađ bóndi vćri bústólpi, bú vćri landstólpi og slíkt ćtti rétt á virđingu, eru löngu aflögđ og lítils metin á Íslandi. Hér er til dćmis ekki mögulegt ađ borga lán niđur. Fólk borgar og borgar, en lánin hćkka bara ţví milljónir fara í vaxtagreiđslur og ruddahít fjármálakerfisins !

Upphafleg skilgreining á ţví ađ taka lán var ađ ţađ ćtti ađ vera bjargráđ, ţađ ćtti ađ vera hjálp ađ ţví fyrir fólk í vanda, ţađ ćtti ađ vera leiđ til lausnar ! En ţannig er ţađ ekki á Íslandi. Hér verđa lán ađ drápsklyfjum í lífi fólks. Hér er ţađ arđrán banka og lánastofnana sem hefur algeran forgang í öllu. Um ţađ snýst allt kerfiđ ađ blóđsugurnar fái sitt og ţađ međ ofurálagi !

Á sama tíma og stćkkandi hópur fólks býr viđ fátćkt í ţessu auđlindaríka landi, međal annars af völdum hrunsins og glćpsamlegs framferđis hrunverjanna, fara hagsmunaklíkur í bönkunum enn á ný af stađ međ kröfur um himinháan launabónus fyrir vel unnin störf ! Hafa menn ekkert lćrt af reynslunni ? Eru menn enn jafn siđlausir og veruleikafirrtir og ţeir voru fyrir hrun ? Hverskonar fólk er ţađ eiginlega sem getur hegđađ sér svona ?

Ţađ sem hruniđ sagđi okkur skýrt og greinilega, var ađ heil ţjóđ hefđi veriđ sett á skuldaklafa skćđustu framtíđarógnar ! Arfleifđ okkar til nćstu kynslóđar var ţar stórlega spillt og ávöxtum dugnađar tveggja kynslóđa stoliđ í gegnum fáheyrt ferli lyga og samviskuleysis. Og um ţessa verstu glćpi Íslandssögunnar sögđu varnarađilar ađ ţar vćri enginn sekur, ekkert ţyrfti ađ gera upp, ţetta hefđi bara fariđ svona og ekkert vćri viđ ţví ađ gera !

Lánaleiđrétting sú sem Framsóknarflokkurinn vann sinn kosningasigur út á, reyndist eins og ég ţóttist fyrirfram vita, fyrst og fremst skuldaleiđrétting fyrir hagsmuni banka og fjármálafyrirtćkja, ekki fyrir fólkiđ. Mestur hluti ţess fjár sem fór í ţessa mjög svo áróđurstengdu leiđréttingu fór í sömu rćningjahítina sem allt hefur gleypt hingađ til og auđvitađ var fólkiđ sjálft látiđ borga hverja krónu međ óbeinum hćtti. Ef ţessi leiđrétting hefđi skilađ sér fyrir fólkiđ eins og lofađ var og ţađ fyndi fyrir ţeirri leiđréttingu međ réttum og eđlilegum hćtti, vćri Framsóknarflokkurinn ekki hruninn ađ fylgi í skođanakönnunum !

En Sigmundur Davíđ segist vera hissa, sjávarútvegsráđherrann er hissa, Eygló Harđar og Gunnar Bragi eru hissa, en ţetta fólk segir samt kokhraust í sjónvarpi ađ fylgiđ hljóti ađ skila sér síđar, ţau séu fullviss um ţađ ! En ef allt vćri eins og ţađ ćtti ađ vera, ćtti Framsóknarflokkurinn ađ vera á hátindi fylgis síns í dag, međ sína miklu lánaleiđréttingu af höndum leysta – eđa ţannig ! En fólkiđ finnur lítinn sem engan mun, ţađ finnur bara ađ allt er nánast viđ ţađ sama ! Og ţađ er líka ađ átta sig á ţví ađ sumir ćtluđu sér bara ađ verđa bjargvćttir međ ţví ađ gefa agnarögn af ţví sem var stoliđ ! Svo ţađ ţýđir ekkert fyrir Sigmund Davíđ ađ syngja „ Ég kom í hlađiđ á hvítum hesti“ ţegar beinhörđ rök reynslunnar segja okkur ađ hesturinn hafi veriđ svartur !

Íslenska fjármálakerfiđ er mannfélagsbölvun ! Ţađ virkar á hverjum degi sem eitruđ innspýting í íslenskt samfélag. Enginn banki í landinu heldur ţannig á málum, ađ hann segi međ fyrirgreiđslu sinni viđ viđskiptavinina, „ viđ eigum samleiđ, hagsmunir okkar fara saman í ţví ađ viđ viljum öll byggja upp gott samfélag !“

Nei, hugsunarhátturinn ađ arđrćna kúnnana í gegnum endalaus ţjónustugjöld, óheyrilegt vaxtaokur og allskyns álagsgreiđslur rćđur öllu. Ţađ er ekki veriđ ađ ţjónusta og smyrja samfélags-tannhjólin til meiri framfara og velferđar, ţađ er enn veriđ ađ hámarka allan gróđa međ sama grćđgisandanum og tröllreiđ hér öllu á fyrirhrunsárunum !

Og af ţessum – ég vil leyfa mér ađ segja – illa fengna ágóđa, á vafalaust ađ greiđa himinháan bónus fyrir vel unnin störf, samkvćmt hugsunarhćtti sem ćtti ađ vera útlćgur orđinn í ţessu samfélagi okkar hér viđ ysta haf !

Hvernig er ţađ, eru ekki verkföll yfirvofandi og ţegar í gangi ţar sem fólk er ađ gera kröfu um mannsćmandi lágmarkslaun, hreint ekki himinháan bónus ? Hvernig mun ţeim málum reiđa af viđ ţau skilyrđi sem mannfélagsbölvun kallar yfir okkur ? Á hin afhjúpandi og afgerandi rannsóknarskýrsla Alţingis áfram ađ liggja úti í horni og rykfalla ţar ? Á hin stóralvarlega sýkingargreining samfélagsins sem ţar er undirstrikuđ ađ fá ađ breiđast út ađ nýju án ţess ađ nokkuđ verđi viđ ţví gert ? Til hvers gagns er Alţingi Íslendinga eiginlega ?

Ćtlum viđ ađ búa áfram viđ ţá mannfélagsbölvun sem hér um rćđir ? Ćtlum viđ ađ láta áfram allt yfir okkur ganga og bíđa ţannig hinnar endanlegu kollsteypu ?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 356965

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 612
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband