Leita í fréttum mbl.is

Nokkur varúđarorđ !

Ţađ skiptir heilmiklu máli hvenćr menn deyja međ hliđsjón af ţví hvađa sess menn fá í sögunni. Abraham Lincoln var myrtur áđur en valdaöflin í Washington eyđilögđu hann en ţađ hefđu ţau vafalítiđ gert ef hann hefđi lifađ lengur. Ţessvegna er Lincoln mađur sem hin sömu öfl mćra dag hvern og monta sig af. Og sumir hafa veriđ svo lánsamir ađ deyja áđur en ţeir hafa ţurft ađ taka afleiđingum slćmra gerđa sinna og eru ţví leystir frá ţví. John F. Kennedy var til dćmis myrtur áđur en Vietnamstríđiđ varđ honum ađ hengingaról.

Ef Adolf Hitler hefđi látist - segjum áriđ 1937 - vćri hann líklega talinn af fjölmörgum eitt af mestu stórmennum Ţýskalands. Hefđi Philippe Pétain látist sama ár vćri hann ein af hetjum Frakklands í stađ ţess ađ hafa veriđ dćmdur föđurlandssvikari. Hefđi Knut Hamsun látist um 1930 vćru eftirmćli hans önnur á heildina litiđ og mun betri en ţau eru og sama mćtti líklega segja um landa hans Vidkun Quisling. Svipađ mćtti segja um fjölmarga ađra einstaklinga sem lifđu orđstír sinn í hel.

Hefđi Karl XII Svíakonungur orđiđ bráđkvaddur skömmu áđur en kom ađ úrslitaorustunni viđ Pultava, hefđi hann fariđ ósigrađur af ţessum heimi og veriđ trúlega litiđ á hann sögulega séđ sem sćnska hliđstćđu Alexanders mikla. En Karl XII var ekki góđur konungur fyrir sćnska ţjóđarvelferđ og markmiđ hans í stríđi voru landvinningar fyrst og fremst en ţó ađ mörgu leyti óskilgreind sem slík.

Sagan er snúin viđfangs til skilnings og ţess eru jafnvel dćmi ađ orđstír látinna manneskja sé notađur til ađ efla veg sömu afla og urđu ţeim ađ bana, saman ber Jóhönnu af Örk sem var dćmd á báliđ fyrir villutrú af kaţólsku kirkjunni, undir miklum ţrýstingi af hálfu enskra heryfirvalda, en er í dag dýrlingur hinnar sömu kirkju. Og ekki nóg međ ţađ, franska ţjóđin, sem manni skilst ađ sé ađ miklu leyti kaţólsk enn í dag, telur líka Jóhönnu ţjóđardýrling sinn. Ţađ er eitt af hlálegri dćmum sögunnar, međ hliđsjón af seinni tíma viđhorfum kirkju og ţjóđar. Og kaţólska kirkjan heldur velli í dag – međal annars - fyrir hćfileika sína til ađ bregđa sér í breytta stöđu - eftir ţví sem valdahagsmunir hennar hafa virst krefjast hverju sinni.

Ţćr tugţúsunda raddir sem Rannsóknarrétturinn ţaggađi niđur í á sínum tíma, kveina enn undir altarinu og bíđa ţess ađ fá uppreisn sinna mála og hafa í millitíđinni ekki mikiđ um ţađ ađ segja ađ hnekkja veraldlegu gengi páfa og preláta í Rómarkirkjunni. En enn í dag hrífast ótrúlega margir menn af veldi kaţólskunnar og leiđa lítt hugann ađ mönnum eins og Jóhanni Húss og Giordano Bruno og öđrum slíkum sem brenndir voru á báli fyrir ţađ ađ hugsa öđruvísi en kirkjuhöfđingjarnir í Róm vildu og töldu ađ ţeir ćttu sjálfir ađ ráđa sínu samviskufrelsi. Aldrei gćti ég veriđ stundinni lengur međlimur í slíkri kirkju - og vegna hvers – jú, vegna samviskufrelsis míns !

Siđbótin varđ ađ koma fram og hún var knúin fram gegn ţví kúgunarvaldi sem kirkjan var orđin á sínum tíma, en hvar er siđbótin nú á okkar dögum og ávextir hennar ? Og reyndar mćtti líka spyrja ţess hvar kristindómurinn sé nú um stundir og hver stađa hans sé í dag ? Erum viđ ađ tala um lífsstíl í ţví sambandi eđa raunverulega trú á hinn Lifandi Guđ ?

Hver og einn hefur rétt til ađ velja fyrir sig og gerast fylgjandi ţess sem hann telur hćfa sínu samviskufrelsi. En áđur en valiđ er ţurfa menn ađ nálgast svokallađar sögulegar stađreyndir međ varúđ og gera sér grein fyrir ađ bókuđ stađa manna í sögunni er oft međ vafasömum hćtti og ekki síst međ tilliti til ţess hvenćr og jafnvel hvernig ţeir fóru af ţessum heimi. Sama má segja um mannleg kenningakerfi, ađ ţau berjast um sálirnar međ ţeim fítonsanda ađ ţar er engu vćgt sem tekur ekki viđ.

Ţessi stutti tími sem er sćmilega ţekktur af sögu mannkynsins er skrifađur og framsettur međ ţeim hćtti ađ viđ verđum stöđugt ađ hafa ţađ í huga ađ ţar er sjaldnast allt međ ţeim hćtti ađ sannleikurinn sé sagđur hreinn og umbúđalaus. Ţađ sem er rétt og sannleikanum samkvćmt á nánast aldrei samleiđ međ áróđri og áróđur er orđinn svo fyrirferđarmikill á okkar dögum ađ fćstir átta sig á ţví ađ „hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi !“

Viđ lifum á síđustu tímum. Rúm öld mun nú vera liđin síđan síđasta kirkjuöldin – Laodíkea – hófst. Margt hefur gerst undanfarna áratugi sem sýnir ađ atburđarásin er orđin mjög hröđ og tími höfđingja ţessa heims orđinn takmarkađur. Messíönsk vakning međal Gyđinga virđist í gangi og ţađ eitt segir sitt. Ţađ er hrćđilegt mál ađ menn séu andlega sofandi á slíkum tímum. Veriđ algáđir – segir Guđs Orđ – varist hiđ illa og leitiđ skjóls hjá Drottni !

Hvađ er í veđi – líf og sálarheill hvers manns ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 141
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 921
  • Frá upphafi: 357102

Annađ

  • Innlit í dag: 126
  • Innlit sl. viku: 734
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 123

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband