Leita í fréttum mbl.is

Austriđ og vestriđ !

Tveir gamlingjar sátu á bekk í vorblíđunni hér um daginn, en raunar var nú engin vorblíđa heldur bölvađur garri ađ norđan. En ţessir karlar voru ţannig gerđir til sálarinnar ađ ţađ beit ekkert á ţá og síst af öllu íslenskur kuldi.

Ţeir höfđu ţekkst alla tíđ og höfđu aldrei getađ orđiđ sammála um nokkurn skapađan hlut.

Annar var yfirlýstur sjalli og helblár í ţeim efnum, líklega frá barnćsku, og hinn var almennt álitinn eldrauđur bolsi, trúlega frá sama tíma.

Hann hafđi veriđ svo langt til vinstri á fyrri dögum, ađ hann hafđi ekki getađ veriđ í Alţýđubandalaginu vegna ţess ađ ţađ var ekki nógu róttćkt fyrir hann.

Og satt ađ segja virtist hann ekki hafa breyst mikiđ í ţeim efnum.

Ţarna húktu ţeir á bekknum, auđvitađ á sitt hvorum endanum og höfđu hćfilegt Framsóknarbil á milli sín. Rússahúfan á bolsanum var fastbundin undir kverk og sjallinn hafđi keyrt amerísku skyggnishúfuna sína niđur á kuldablá eyrun. Hvorugum datt lengi vel í hug ađ yrđa á hinn ţótt báđum ţćtti gaman ađ spjalla.

Loks var ţögnin orđin svo löng ađ sjallinn sagđi hćđnislega :

„Jćja, ţarna hrökklađist ţessi vinstri stjórn frá völdum viđ lítinn orđstír og sem betur fer !“

„Hún sat ţó út kjörtímabiliđ og ríflega ţađ,“ rumdi í bolsanum, „ţiđ hćgri lufsurnar hafiđ alltaf sagt ađ engin vinstri stjórn sćti út heilt kjörtímabil, ţađ var nú ein lygin ykkar sem hefur nú veriđ afsönnuđ. En stjórnin ţín frá 2007 entist nú ekki nema út janúar 2009 og skildi viđ allt í rúst !“

Ţađ fauk í sjallann og hann hvćsti fram á milli samanbitinna tannanna:

„Ég er ađ tala um ţađ sem hefur veriđ ađ gerast núna ! Alltaf ferđ ţú aftur í fortíđina og röflar um ţađ sem liđiđ er ! “   

Bolsinn hló viđ og sagđi nepjulega : „ Já, ţú ert eins og formađurinn ţinn og vilt ekki tala um hruniđ. Ţađ er svo sem skiljanlegt, en aldrei muniđ ţiđ geta ţvegiđ ţá óvćru af flokksnefnunni ykkar, sama hvađ ţiđ reyniđ !“  

Ţessi ummćli fóru ekki vel í sjallann og hann sagđi vonskulega : „Ţú ert alltaf sami Stalínistinn og hangir enn í rússaheimskunni !“

Bolsinn hló viđ kuldalega og sagđi hćđnislega : „Hver er nú kominn aftur í fortíđina ?“        

Ţađ varđ ţögn um stund.

Svo byrjađi sjallinn aftur, enda fannst honum sem hallađ hefđi á hann: „Ég hef fulla trú á ţví ađ efnahagsmálin verđi núna tekin föstum tökum af nýju stjórninni og leyst almennilega úr ţeim vanda sem ţar er ! “        

„Jćja,“ sagđi bolsinn, „ég veit ekki betur en efnahagsmálin hafi veriđ í höndum sjálfstćđismanna í nćstum tvo áratugi samfleytt og ţađ endađi međ hruni !“                                                   

Sjallinn ansađi ţessu ekki og sagđi eins og viđ sjálfan sig : „Sjálfstćđismenn hafa alltaf kunnađ best ađ fara međ fjármálin !“

„Já, er ţađ,“ sagđi bolsinn, „ Ţeir voru svo sem nógu kappsfullir viđ ţađ ađ selja eigur ríkisins, en ekki ţóttu ţeir nú ađ sama skapi sérlega áhugasamir viđ ađ innheimta söluverđiđ. Ţannig var nú fjármálasnilldin ţar !“

Sjallinn ók sér óţolinmóđlega á bekknum og sagđi: „Ţađ kann nú aldrei góđri lukku ađ stýra ađ ríkiđ sé mikiđ ađ vasast í rekstri, viđ höfum alltaf viljađ setja viđ ţví skorđur !“

„Já, heyrt hefur mađur ţađ,“ gegndi hinn, „en ţiđ hafiđ alltaf viljađ fá ţann rekstur í hendurnar, helst fyrir ekki neitt, ţegar búiđ er ađ kosta öllu til af almannafé !“

Sjallinn stappađi niđur hćgri fćtinum og sagđi í hvössum tón: „Ţú skilur ekki út á hvađ frelsiđ gengur. Ţiđ kommúnistarnir hafiđ aldrei skiliđ frelsiđ !“

Bolsinn leit hornauga til síns fjarlćga sessunautar og svarađi í svipuđum tón:

„Nei, ţađ er eflaust rétt hjá ţér, viđ róttćkir vinstri menn höfum aldrei skiliđ eđa međtekiđ ţetta frelsi sem gengur út á ţađ ađ menn megi kúga og arđrćna ađra í krafti auđs og valda !“

Sjallinn yggldi sig og endurtók orđ sín, en nú á lćgri nótunum: „Ţú skilur ţetta ekki !“

Svo stóđ hann upp, ţađ var eins og einhver skjálfti fćri snöggvast um hann, en svo arkađi hann af stađ vestur götuna, burt frá bekknum, án ţess ađ kveđja.

Bolsinn horfđi á eftir honum um stund, en stóđ svo á fćtur og hélt sinn veg, í andstćđa átt !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 841
  • Frá upphafi: 357109

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 684
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband