Leita í fréttum mbl.is

Biđjum Jerúsalem friđar !

Margir menn, ekki síst nú á dögum, virđast ţannig gerđir ađ ţađ er eins og ekkert andlegt búi í ţeim. Ţeir virđast eins vélrćnir í hugsun og róbótar í fjósi. Og ţađ er eins og ţeir séu efnishyggjan sjálf holdi klćdd. Ađ tala viđ slíka menn um andleg mál er eins og ađ reyna ađ tala viđ steina. Mađur sem hatast viđ sína eigin trúarvitund og heldur henni niđri, reynir ađ kćfa hana međ öllu móti, er mađur sem velur sér ţađ hlutskipti ađ vera dauđ sál !

En viđ erum hér til ţess ađ ţroskast sem lifandi sálir. Ţađ er andlegur tilgangur međ lífi okkar hér á ţessari jörđ. Sá sem sér ekkert nema efniđ fer ţví á mis viđ ţađ sem á ađ ţroska hann til nýrrar víddar í veruheimi Skaparans. Efnishyggjan leiđir engan heim í skjóliđ eina !

Viđ lifum í órólegum heimi. Viđ lifum í heimi sem er fullur af ofbeldi og svívirđu. Og af hverju skyldi ţađ vera ? Stór hluti vandans er hvađ margir leiđast af efnishyggju og sérgćsku og hugsa um ţađ eitt ađ metta sína hít. Friđur ríkir ekki ţar sem grćđgi fer hamförum !

Ađ biđja Jerúsalem friđar er bćnarákall sem allt kristiđ fólk ćtti ađ hrópa út á hverjum degi. Og af hverju ? Vegna ţess ađ Jerúsalem er andlegur miđpunktur heimsins og ţannig bein ávísun á ástand hans á hverjum tíma. Sá sem biđur Jerúsalem friđar er ţví í raun ađ biđja um friđ í ţessum heimi !

Ástand mála í Jerúsalem er og hefur alltaf veriđ táknmynd fyrir ástandiđ í heiminum. Ţessvegna segir Heilög Ritning ađ Jerúsalem sé aflraunasteinn fyrir ţjóđirnar. Ţessvegna hafa margir hruflađ sig ţar til blóđs og ţessvegna eru örlagastraumar Jerúsalem örlagastraumar heimsins !

Menn hafa löngum furđađ sig á ţeim suđupotti átaka og deilna sem lengstum hefur veriđ fyrir botni Miđjarđarhafsins, en ţađ er á engan hátt undarlegt ađ svo hafi veriđ og sé. Ţar er sem fyrr segir sá miđpunktur sem allt annađ hverfist um. Bylgja sem rís ţar hefur sín áhrif út um allan heim. Ţau andlegu öfl sem takast á um yfirráđin í Jerúsalem takast á um veröld alla !

Ţađ ćtti ađ vera skiljanlegt hverjum andlega hugsandi manni ađ ţađ vald sem vill ráđa í konungshöllinni vilji einkum og sér í lagi ráđa í hásćtissalnum. Ţessvegna er mikil ţörf á ţví ađ biđja Jerúsalem friđar ţví Jerúsalem er einmitt sá hásćtissalur í andlegum skilningi !

Viđ eigum ađ hafa allar forsendur til ađ feta réttan veg. En óhlýđnin er mikil og sjálfiđ er í uppreisn gegn lögmáli Guđs eins og löngum fyrr, en nú er hinsvegar tíminn til yfirbótar senn á enda. Hrađinn á atburđarásinni er orđinn svo geigvćnlegur, ađ ţađ sannar best ađ sumir eru komnir í mikla tímaţröng. Eyđingaröflin fara ţví hamförum um heiminn í dag !

Á undanförnum árum hafa skammsýnir menn reynt andlega talađ ađ endurreisa Babelsturninn. En ţađ var vonlaust verk frá byrjun. Sú bygging riđar nú til falls víđar en í Grikklandi. Ţegar menn ćtla sér ađ sameina ţađ sem ekki á saman sundrast áćtlanir ţeirra og verđa ađ engu !

Mađurinn ráđgerir margt en vilji Guđs hlýtur ađ hafa sinn framgang !

Ţađ ćtti ekki ađ vefjast fyrir neinum andlega vakandi manni hverju ber ađ fylgja á lífsleiđinni. Til ţess kom Kristur í heiminn ađ fullnćgja öllu réttlćti. Ţađ vald sem friđinn fćrir er hiđ guđlega og góđa vald sem eitt fćr endurstillt sálarástand heimsins og komiđ öllu í sátt !

Friđur í Jerúsalem er forsenda friđar um allan heim !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 357104

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 679
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband