23.9.2015 | 20:48
"Flóttamannaráðuneytið !"
Stundum mætti halda að vissir fjölmiðlar hérlendis bættust sjálfkrafa við stjórnarráðið sem sérstakt ráðuneyti þegar vissar aðstæður leyfa. Þeir verða þá nánast eins og einhverskonar innflytjendaráðuneyti eða flóttamannaráðuneyti, en þó allra helst afskaplega óþjóðlegt ráðuneyti !
Það getur verið með ólíkindum hvað langt er gengið af þessu viðbótar-ráðuneyti í því að hella yfir þjóðina allskonar áróðri fyrir því að við tökum hér inn sem flesta innflytjendur, sem flesta flóttamenn og sýnum umheiminum almennilega með slíku hvað við séum góð og umburðarlynd þjóð !
Þetta sjálfskipaða ráðuneytislið á fjölmiðlavaktinni virðist yfirleitt hafa afskaplega lítinn áhuga fyrir íslenskum mannlífserfiðleikum, íslensku skuldabasli og þverrandi velferð flestra þeirra sem landið byggja. Það eru allt gamlar leiðindalummur og varla mikil von til þess að nokkur verði sleginn til riddara með því að fjalla um slíkt.
En þetta lið virðist hinsvegar mjög opið fyrir útlendingadekri og hamrar á því að við Íslendingar hljótum að vera vondir menn og mannúðarsnauðir, ef við bjóðum ekki hverjum sem er að setjast hér að og helst með tvöföldum mannréttindum á við þá sem búa hér fyrir !
Til hvers byggjum við upp velferð í landinu okkar ? Til hvers hafa kynslóðir Íslendinga unnið myrkranna á milli til að reyna að bæta lífskjör sín í þjóðfélagi þar sem arðrán og láglaunastefna hefur verið og er viðvarandi vandamál ? Höfum við verið að því til að safna í sístækkandi fyrirgreiðslupakka fyrir útlendinga ? Ég held að allir viti hversvegna menn hafa lagt mikið á sig í vinnu og erfiði, fólk gerir það til að byggja upp fyrir börn sín og niðja og bæta lífsaðstæður þeirra að sjálfsögðu. Það er höfuðskylda hvers manns !
En svo höfum við fullt af liði sem í býsna mörgum tilfellum vil ég meina hefur aldrei lagt mikið á sig eða erfiðað í þessu landi, en sem vill að afrakstrinum af erfiði okkar hinna sé varið í allt aðra hluti. Þar kemur hið arðránsmettaða sjónarmið fram varðandi meðferð almannafjár sem eitt sinn var orðað svo af sjálfskipuðum tignartindáta: Fólkinu kemur ekkert við hvað gert er við þessa peninga !
En það er bara alls ekki rétt. Fólki kemur við hvað gert er við almannafé og það er hrópandi ranglæti í því að nota almannafé gegn hagsmunum fólks eins og ég tel til dæmis að gert sé í gegnum lífeyrissjóðakerfið. Einsýnar geðþóttaklíkur í bæjarstjórnum og á ýmsum valdastigum eiga ekki að fá að ákveða upp á sitt eindæmi hvort við tökum hér á móti flóttamönnum og hvað mörgum. Þar er bara verið að leika sér með almannafé og um leið að auglýsa sýndarmanngöfgi á annarra kostnað !
Einstaka bæjarstjórnir eru í raun að segja : Ef ríkisstjórnin veitir fjárhagslega innspýtingu í bæjarsjóðinn okkar skulum við taka á móti flóttamönnum ! Svo verða einhverjar hugmyndir til hjá ríkisvaldinu að efla hinar dreifðu byggðir með því að setja flóttamenn niður hér og þar með ærnum tilkostnaði. Innan tveggja ára eða þar um bil eru þeir svo oftast komnir allir til Reykjavíkur, þar sem eru að myndast útlendingahverfi eins og víða erlendis !
Hverskonar stefna er þetta eiginlega ? Vestur Evrópulönd sem lúta forustu Bandaríkjanna í flestu eru að karpa sín á milli um einhvern flóttamannakvóta en hvað skyldu Bandaríkin hafa tekið við mörgum flóttamönnum frá Sýrlandi síðan óöldin hófst þar, sem hrakið hefur meira en fjórar milljónir manna frá heimilum sínum. ? Mér skilst að þeir séu 1500 talsins.... Talað er um að hugsanlega verði tekið við 8000 á næsta ári en það er þó enganveginn víst !
Sumir eru að tala um að við hér ættum að taka við 100 flóttamönnum inn í rúmlega 300 þúsund manna samfélag, ef það væri ávísun á settan kvóta hvað ættu þá Bandaríkin með sínar 323 milljónir að taka við mörgum ? Reiknið þið bara sjálf og veltið því fyrir ykkur hvort höfuðgæskuríkið sjálft muni vilja taka við 100 þúsund flóttamönnum ?
Þó að fjölmiðlar hamist á fullu og hegði sér sem uppsett flóttamannaráðuneyti og vilji helst opna hér allar dyr, er flestum ljóst að rétt er að fara varlega í þessi mál og gæta vel að hagsmunum íslenskrar þjóðar sem enn telst eiga þetta land. Hversu lengi hún kemur til með að eiga það getur farið eftir ýmsu, til dæmis því hvað við viljum koma mörgum útlendingum hér fyrir, hvort að hin Gasa-legu yfirvöld í Reykjavík fari að - og komist upp með - að reka sína eigin utanríkismálastefnu í trássi við íslenska ríkið, hvort að ábyrgðarleysi og öfugsnúið umburðarlyndi eigi að fá að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar og leiða öll okkar vandmeðförnu þjóðaröryggismál inn í kolsvarta blindgötu ?
Það er afskaplega margt sem virðist segja okkur að yfirvöld hér séu gjörn á að gera allskyns klúður sem þjóðin verður svo að gjalda fyrir með einum eða öðrum hætti !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 173
- Sl. sólarhring: 189
- Sl. viku: 978
- Frá upphafi: 356874
Annað
- Innlit í dag: 147
- Innlit sl. viku: 779
- Gestir í dag: 144
- IP-tölur í dag: 143
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)