Leita í fréttum mbl.is

“Maddaman í Mammonsţokunni !”

Síđustu tuttugu árin hefur Framsóknarflokkurinn veriđ svo dyggur fylgifiskur íhaldsins ađ ţar hefur ekki slitnađ slefan á milli. Halldór Ásgrímsson sá ekkert nema samstarf viđ sjálfstćđisflokkinn eftir ađ hann varđ formađur Framsóknar, enda hefur ţađ sennilega veriđ fyrst og fremst fyrir einbera gráglettni örlaganna ađ sá mađur hafnađi međal Framsóknarmanna en ekki sjálfstćđisflokksmanna.

Út frá gerđum og gjörningum má fullvíst telja ađ mađurinn sá hafi haft allt til ađ bera til ađ geta talist fullgildur sjálfstćđisflokksmađur og ţađ á Valhallarvísu. Einvaldur íhaldsins var Halldóri svo ţakklátur fyrir fylgispektina ađ hann leyfđi honum meira ađ segja ađ vera forsćtisráđherra smátíma - líklega til uppfyllingar persónulegs metnađar - og má af ţví sjá ađ eitthvađ hefur nú veriđ taliđ ţar launavert !

Líklega hefur enginn einstakur mađur á Íslandi sem gengiđ hefur undir heitinu Framsóknarmađur fengiđ jafn mikla viđurkenningu af hálfu íhaldsins sem Halldór og er full ástćđa til ađ minnast ţess á 100 ára afmćli Framsóknarflokksins nú í ár ţví vítin eiga ađ vera til ađ varast ţau. Sennilega er líka ljóst ađ Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson sé sá formađur Framsóknarflokksins sem nćst Halldóri hefur sleikt sig upp viđ sjálfstćđisflokkinn, enda varla viđ öđru ađ búast en silfurskeiđarmenn eins og hann og Bjarni Ben nćđu vel saman.

Sú var tíđin ađ Framsóknarflokkurinn taldist félagshyggjuflokkur og sem slíkur átti hann ekki svo lítinn ţátt í uppbyggingu Samvinnuhreyfingarinnar. Ţá urđu margir Framsóknarmenn ţjóđkunnir og virtir menn fyrir sanna rćktarsemi viđ land og lýđ. Ég hef kynnst mörgum virđingarverđum Framsóknarmönnum, en ţeir eru náttúrulega allir í eldri kantinum, menn sem ólust upp viđ traust félagshyggjusjónarmiđ og samvinnuhugsjónir og brugđust ţar aldrei bođum.

Í grćđgisvćđingu áranna fyrir hrun, á helmingaskipta-stjórnarárum íhalds og Framsóknar, stjórnarárunum sem leiddu af sér hruniđ, virtust býsna margir yngri menn međal forustumanna Framsóknar sökkva jafndjúpt í grćđginni ef ekki dýpra en kollegar ţeirra međal íhaldsins. Ţađ var eins og gullsýkin gripi ţá öllu harđar !

Tiltölulega ungir menn sem voru orđnir ráđherrar og taldir eiga mikla framtíđ fyrir sér á vegum flokksins, hlupu út og suđur um allar Mammons trissur og fannst ekkert variđ í ađ vera lengur ráđherrar á skítalaunum ţegar gyllibođin streymdu ađ ţeim úr fjármálalífinu međ allskyns loforđum um tugfaldađar tekjur. Ţetta var á ţeim tíma ţegar frjálshyggja íhaldsins sendi vírusa sína í massavís inn í Framsóknardilkinn en ţćr sendingar gerđu menn ţar ćra og ölvađa af gróđahyggju.

Ungir Framsóknarmenn fóru ađ skeina sig dags daglega á fimmţúsundköllum og félagshyggjusjónarmiđunum sturtuđu ţeir í kapitalískri veldisvímu niđur á klóinu um leiđ. Andavald Rockefeller-ćttarinnar sveif yfir ţeim svo kröftuglega ađ dollarar dönsuđu fyrir augum ţeirra bćđi í vöku og svefni !

Og hverjar hafa svo orđiđ afleiđingarnar af ţessu forkastanlega frjálshyggjufylleríi hinna framtíđar ćtluđu forustumanna Framsóknarflokksins ? Jú, ţćr hafa orđiđ skrautlegar á skammarvísu. Nú er til dćmis hiđ gamalkunna slagorđ góđra Framsóknarmanna frá fyrri tíđ “Allt er betra en íhaldiđ” orđiđ annađ og verra ţví nú má segja ađ Framsóknarmenn samtímans gangi fyrir öfugsnúinni meiningu ţess og hrópi “Íhaldiđ er öllu betra “ ! Einhverjum Framsóknarmönnum af eldri kynslóđinni ćtti nú ađ finnast ţađ óskemmtilegur veruleiki og ţađ á hundrađ ára afmćli flokksins og kannski orti Enginn Allrason nýlega eftirfarandi vísu í orđastađ margra :

Framsókn súr og svikagrá
sekkur djúpt međ feiknum.
Hrapar fyrir björgin blá,
Bjarni rćđur leiknum !

Já, Bjarni rćđur leiknum. Hann kom niđur alţingishúss-stigann og kynnti til sögunnar nýjan forsćtisráđherra sem fékk svo náđarsamlegast ađ tala á eftir. En ţađ fór ekki á milli mála hver vildi hafa ţetta svona og hversvegna ţađ var gert. Ţađ var ekki hćgt ađ bruna beint í kosningar eftir ađ Simmi sökk í aflandseyjafeniđ ţví fjármálaráđherrann ţurfti auđvitađ svigrúm til ađ útbúa og framvísa sínum kosningavíxli. Ţađ stefnir ţví trúlega allt í loforđamikiđ haust ţar sem lýđskrumiđ fer líklega međ himinskautum !

En varđandi Framsóknarmaddömuna, mćtti líklega spyrja hundrađ ára gamlan flokk ađ ţví hverskonar flokkur hann sé nú til dags ? Er hann vinstri flokkur, er hann miđjuflokkur eđa hćgri flokkur, er hann félagshyggjuflokkur eđa einstaklingshyggju-flokkur, eđa er hann bara – eins og virđist í ljósi sögu síđustu 20 ára - ónáttúrulegur hundskinnsútnári ţess helbláa sérhagsmuna-krabbameins sem verst hefur leikiđ íslenska ţjóđ frá upphafi vega – sjálfstćđisflokksins ?

Ţví miđur virđist ţađ síđastnefnda vera líklegasta útgáfan !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 815
  • Frá upphafi: 356660

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband