30.9.2016 | 17:33
Hver verður stefnan framsókn eða afturför ?
Frá mannlegu, þjóðlegu og siðferðilegu sjónarmiði verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Framsóknarmenn hyggjast leysa úr þeirri forustukreppu sem ríkt hefur í flokknum undanfarna mánuði. Líklegt er að málin væru núna í mun betra fari fyrir flokkinn hefði verið tekið strax á þeim í vor og Sigmundur Davíð þá einnig vikið sem formaður. En það virðist sem margt leiðandi Framsóknarfólk hafi haldið eða vonað að það sem gerðist myndi gleymast eða ganga yfir á skömmum tíma. Svo yrði hægt að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist !
En svo einfalt var dæmið hinsvegar ekki. Það tekur yfirleitt sinn tíma að vinna upp traust, en menn geta tapað því mjög snögglega ef þeir verða - til dæmis - berir að ósamkvæmni við yfirlýsta stefnu sína. Og að vinna upp tapað traust er meira en að segja það !
Vegna þess að það sem þurfti að gera var ekki framkvæmt nema að hálfu leyti í vor, fékk meinsemdin sem upp kom - trúnaðarbresturinn, að vaxa og breiða úr sér innan flokksins og valda meiri skaða en ella hefði orðið. Þannig fer löngum þegar djörfung og festa er ekki til staðar og varnarviðbrögð taka mið af röngum stöðuskilningi mála.
Sigmundur Davíð hefur - að því er virðist - talað um að hann hafi álitið sig hafa búið svo um hnútana við Sigurð Inga, að hann yrði nokkurskonar felu forsætisráðherra þó að hann neyddist til að segja af sér. Því er helst svo að skilja að Sigurður Ingi hafi átt að verða einskonar strengjabrúða í höndum hans og slík staða er auðvitað engum manni bjóðandi. Hefði Sigurður Ingi gengið inn í slíkt hlutverk, hefði hann fljótlega lent í mjög óþægilegri klemmu og sennilega glatað við þær aðstæður persónubundnu vægi sínu sem marktækur stjórnmálamaður. Að vera leppur er alltaf ógeðfellt !
Það virðist sýna ákveðinn skilningsskort hjá Sigmundi Davíð að ætlast til þess að varaformaður flokksins, í stöðu forsætisráðherra, þjóni honum í stað þess að láta skyldurnar við flokkinn verða í fyrirrúmi !
Stundum er talað um aftursætis ökumenn, menn sem vilja ráða ferðinni þó aðrir keyri. Víst er að slíkt þjónar ekki góðri umferðarmenningu, hvorki á vegum úti eða í pólitík. Sá ber ábyrgðina sem við stýrið er og þannig er best að staðan sé !
Það má lesa ljóst af ferli mála að Sigurður Ingi hefur áreiðanlega ætlað sér að standa með Sigmundi Davíð í þessum hremmingum sem hann kallaði yfir sig, en að því hlaut að koma að hann yrði að velja á milli stefnu þeirrar sem snýst um Sigmund Davíð og stefnu þeirrar sem snýst um málefni Framsóknarflokksins. Þar er nefnilega ekki um sömu stefnuna að ræða, enda hefur það verið að koma æ betur í ljós á undanförnum vikum.
Pólitískt líf Sigmundar Davíðs er alls ekki pólitískt líf Framsóknarflokksins og trúnaðarbrestur Sigmundar Davíðs er ekki og þarf ekki að vera trúnaðarbrestur Framsóknarflokksins. Þar gildir engin samsvörun nema flokkurinn ætli og ákveði að taka ábyrgð á meintum afglöpum Sigmundar - og geri hann það - geta nú vandræðin farið að vefja heldur betur upp á sig !
Sú var tíðin að einn rismesti leiðtogi Framsóknarmanna hafði færst svo mikið til hægri undir lok ferils síns, að flokkurinn átti í vök að verjast með stefnu sína. Þá var tekið þannig á málum að rjúfa þar á milli, flokkurinn elti ekki Hriflugoðann upp í fangið á íhaldinu heldur stóð með stefnu sinni !
Ef Sigurður Ingi hefði ekki að lokum svarað kalli fjölmargra flokksmanna til mótframboðs gegn Sigmundi, er mjög líklegt að hin víðtæka óánægja innan flokksins hefði leitt til alvöru framboðs af hálfu einhvers annars. Því er höfuðspurningin við þessar aðstæður, hver er líklegastur til að sameina flokkinn og stilla öldurnar ?
Sigurður Ingi lítur trúlega fyrst og fremst á sig sem þjónustumann flokks síns, og hann hefur nú sýnilega sannfærst um það, að hagsmunir flokksins liggi í því að Sigmundur Davíð víki úr formannsstólnum. Þannig verði ágreiningsefnin helst hreinsuð út og skapaður sá friður innan flokksins sem þarf að vera til staðar fyrir málefnalega sókn í komandi kosningum !
Maður sem er ekki lengur - að mati margra flokksmanna - heppilegur formaður fyrir flokkinn, er skiljanlega ekki einingarskapandi leiðtogi fyrir kosningar !
Sigmundur Davíð fékk sitt tækifæri og hefur að margra áliti farið illa með það. Nú er það spurningin hvort Sigurður Ingi fær sitt tækifæri - tækifæri til að leiða flokkinn. Hann er sagður vera maður mun nær grasrótinni - hinu almenna flokksfólki, en Sigmundur, og góðar heimildir eru fyrir því að hann hlusti betur á aðra !
Það verður sem fyrr segir fróðlegt að sjá hvernig Framsóknarmenn koma til með að vinna úr þessari erfiðu stöðu og þjóðlega séð skiptir það auðvitað alla landsmenn máli hvernig til tekst.
Engum þjóðhollum Íslendingi getur verið sama um það hverjir eru pólitískir leiðtogar í landinu og hvernig þeir séu. Völd þeirra eru það mikil að það er þjóðhagslegt höfuðatriði að þeir séu menn sem geta gengið fram til góðs.
Sérhver stjórnmálaflokkur sem sýnir vilja til þess að halda skildi sínum hreinum, er samfélaginu heilbrigð stoð, en flokkur sem ræður ekki við eigin óværu, sama hvaða flokkur það er, bætir hvorki sjálfan sig né samfélagið !
Megi Framsókn bera gæfu til að ráða málum sínum til framsóknar en ekki afturfarar !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 92
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 365559
Annað
- Innlit í dag: 88
- Innlit sl. viku: 573
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 86
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)