Leita í fréttum mbl.is

Kosningabragur 2016.

 

Rísa á stöllum ginnhelg gođ,

gleymist allt hiđ ranga.

Pólitík í vćrđarvođ

vill nú alla fanga.

Óteljandi yfirbođ

út til fólksins ganga.

Allir flokkar allra stođ,

- ćtla ađ metta svanga !

 

Íhaldiđ svo ógeđfellt

ennţá völdum heldur.

Ţađ hefur löngum ólar elt

viđ allt sem bölvun veldur.

Okkar bestu eignir selt,

ćttjörđin ţess geldur.

Ţegar loks ţví verđur velt,

víst er djöfull felldur !

 

Framsókn enn í sárum sést

Simmafáriđ eftir.

Tók á flokkinn mál ţađ mest,

margir sitja krepptir.

Stađan eykur böl og brest,

betri líđan heftir.

Menn ţar híma í langri lest

líkt og veđurtepptir !

 

Viđreisn komin aftur er,

engu betri en forđum.

Ekkert nema seđla sér,

setur glóru úr skorđum.

Međ sér grćđgi í málum ber,

mikiđ flóđ af orđum.

Ţykist ćtla ađ auka hér

auđ á veisluborđum !

 

Vinstri grćnir gleiđir á

gatnamótum standa.

Stefnan orđin gegnumgrá,

galli menguđ blanda.

Eitt sinn var ţar hugsjón há,

hún međ sínum anda,

virđist öllum flogin frá,

flestu er hćgt ađ granda !

 

Samfylking međ sinadrátt

sýgur marga skeinu.

Finnst ţar hvergi fylgi hátt,

fátt međ leiđi beinu.

Kratar eru ađ missa mátt,

mun ţađ vera á hreinu.

Ţar er ekki í koti kátt,

kostur varla á neinu !

 

Píratar međ punkt og strik

pípa hátt og rausa.

Snýst ţar hvergi hengd viđ hik

heilaskrúfan lausa.

Býđur upp á órćđ svik

áttleysunnar klausa.

Ţó hún eignist augnablik

alla sauđarhausa !

 

Önnur frambođ smćrri en smá

smćla og sitthvađ bjóđa.

Gul og rauđ og grćn og blá,

graut sinn öll ţau sjóđa.

Ţar er aukin ţjóđarvá

ţrćdd á dreifđan slóđa.

Ţeirra ferli ekkert á

annađ en sögu hljóđa !

 

Fátt í bođi finnst mér hér,

fráleitt ţví ađ hrósa.

Hrollur um mig allan fer,

innstu kenndir frjósa.

Blika hvergi á móti mér

merki gćfuljósa.

Sést ei neitt hvađ illskást er,

engin leiđ ađ kjósa !

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 210
  • Frá upphafi: 205287

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband