17.12.2016 | 18:17
Lítil hugvekja í aðdraganda jóla !
Þeir eru margir sem vilja leggja góðum málum lið með því að ganga í félagsskap sem hefur eitthvað slíkt á stefnuskrá sinni. Í mjög mörgum tilfellum er lítið annað en gott um slíkt að segja. En oft vill þó svo fara að margur félagsskapur sem var góðra gjalda verður í upphafi drabbast niður í innantómt hefðarstand þegar hugsjónaeldur frumherjanna er ekki lengur til staðar. Þá fara menn í upphafningu sjálfsins að lifa á fornri frægð og góðum orðstír frá liðinni tíð. Þá er kjarninn farinn og skelin ein eftir !
Það er vandasamt mál að viðhalda upphaflegum hugsjónaeldi í félögum og hvar sem er til frambúðar. Slíkt ferli þarf að vera nánast eins og boðhlaup, nýr maður þarf að taka við keflinu þegar sá er á undan hefur farið sýnir þreytumerki eða skilar ekki lengur því sem þörfin krefur. Allt of mörg dæmi eru um að menn sitji áratugum saman í embættum þó að þeir séu orðnir þar útkulnaðir einstaklingar fyrir löngu !
Flestir ef ekki allir stjórnmálaflokkar eru stofnaðir til að vinna að góðum málum fyrir land og þjóð. Allir vita hvernig þar tekst oftast til og hvernig hóflaus eigingirni og blind hagsmunafíkn hefur leikið marga flokka og eyðilagt þá smám saman.
Maður í flokksböndum er heldur ekki frjáls maður. Hann þarf að axla sinn hlut af flokkslegri ábyrgð, taka afstöðu í málum með þeim hætti að það kann að bitna á réttsýni hans, sannleiksást og siðferðisþreki. Maður í slíkri stöðu lærir fljótt að gera málamiðlanir, að lækka staðlana, svo hann geti staðið undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar sem flokksmanns. Samviska hans verður smám saman öllu heldur eign flokksins en hans. Útsýn hans til þjóðfélagslegra þarfamála tekur að fara eftir því sem hann sér í gegnum hið flokkslega skráargat. Þröngsýnin eykst að sama skapi og víðsýnin skaðast og dregst saman !
En þótt raunin verði býsna oft þannig, sér hagsmunagæslu hvötin jafnan til þess að ekki sé farið að grufla í alvöru út í neitt sem getur leitt til sinnaskipta. Það fær ekkert að blása skúminu burt sem safnast hefur fyrir í sálarkirnunni. Þar á ekkert að hreyfast, allt verður að fá að vera þar í föstum skorðum, í því lygalogni sem fær fljótlega að ríkja þar yfir réttlæti, sannleika og siðferðisstyrk. Allt sem kann að angra skal látið rykfalla þar og verða að engu. Þannig verða margir flokksmenn að flokksþrælum !
Hvarvetna þar sem menn kjósa að verða vopnabræður þeirra sem verðleggja alla hluti og versla með alla hluti, er ekki von á góðu. Þegar menn hafa komið sér í þá stöðu, hagsmuna sinna vegna, verður þeim það nauðsynin mesta að láta þá afstöðu heita eitthvað annað og betra en raunin er. Þá strax byrja menn að hafa rangt við og ljúga að sjálfum sér. Þannig geta jafnvel menn sem kunna að vera ósjálfstæðastir allra manna orðið í eigin huga sjálfstæðir menn !
Ég hef séð mörg dæmi um slíkt, þekki menn sem þora ekki að vera þeir sjálfir og geta ekki verið þeir sjálfir, vegna þess að hagsmunir þeirra og áhrif annarra á líf þeirra krefjast þess að þeir séu ekki sjálfum sér samkvæmir. Þeir eru leiksoppar áhrifa annarra fyrir veikleika eigin persónugerðar. Þannig eru margir menn látnir drepa sjálfa sig innanfrá, sálin er sýkt og hrakin frá því sem rétt er.
En við berum ábyrgð á lífi okkar og eigum ekki að láta aðra menn stjórna því hvernig við verjum því. Þar getur enginn vísað frá sér ábyrgð þegar öll skil verða gerð upp !
Sáluhjálparmál okkar verða að vera eingöngu á milli okkar og Skaparans. Við verðum að læra að sjá hið rétta með Guðs hjálp í eigin sýn á lífið og samfélagið. Hagsmunaleg samtryggingaröfl eiga ekki að koma þar nærri og mega það ekki því þau skekkja öll viðmið og blekkja manninn til rangrar breytni og þjónustuvilja gagnvart mörgu því sem enginn ætti að þjóna. Allt sem þjónar Mammon hlýtur alltaf að vera andstætt boðum Guðs !
Nú gengur jólahátíðin senn í garð og margt er jafnan gott um það að segja. Heyrst hefur þó að farið sé að taka upp ýmsa siði þar sem jólin sem hátíð eru slitin úr tengslum við allt sem helgast kristnum gildum. Það kemur ekki á óvart því margir eru þeir í heimi þessum sem lifa eftir boðum Mammons, lúta valdi hans og vilja ekkert af Guði vita !
Það er vissulega ekki minnsti hlutinn af frelsi mannsins að hver fái í lífinu að velja sinn veg og menn eiga auðvitað sjálfir mest á hættu varðandi afleiðingar mála af því hvað þeir velja. En eitt er víst að á einhverju stigi verður þar engu breytt lengur, hver og einn verður þá að standa í þeim sporum sem hann hefur valið sér.
Og jafnvíst er að jól án aðkomu Jesú Krists geta aldrei orðið eðlileg jól, því þar sem hann er rekinn frá dyrum verður jólahátíðin aldrei neitt annað en afskræming þess sem hún ætti að vera.
Leyfum jólunum að vera áfram hátíð þess friðar og þess kærleika sem þau eiga að vera og bjóðum Konung kærleikans og Friðarhöfðingjann ávallt velkominn til okkar því aðeins í för með honum og honum einum opnast okkur hamingjuleiðin upp úr þessu lífi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 597
- Frá upphafi: 365495
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)