28.1.2017 | 11:03
Eiga Íslendingar eftir að verða -
Undirþjóð í eigin landi ?
Við sem teljum okkur vera Íslendinga í eigin landi, erum á margan hátt að svíkja þær skyldur sem það leggur okkur á herðar að eiga þetta land. Við afrækjum það á ýmsa vegu og förum illa með það, sveltum dreifðar byggðir uns þær fara í eyði, og sumir tala um að hagkvæmast sé að flytja alla landsmenn á suðvesturhornið. En þá værum við ekki lengur þjóðríki heldur borgríki, þegar allir væru orðnir eyrnamarkaðir og klafabundnir sem íbúar í borg óttans !
Föðurlandsást okkar Íslendinga virðist orðin afskaplega efnishyggjuleg, enda er nánast allt metið til verðs nú á dögum. Allt sýnist falt ef nóg er boðið í það !
En það eru sígild sannindi að skyldur og réttindi haldast í hendur. Margir tala hátt í dag um réttindi sín en minnast lítið á skyldurnar og virðast telja þær aukaatriði.
Við höfum skyldur við landið okkar og þurfum að skila því vel af höndum til komandi kynslóðar sona og dætra !
En hversvegna vex svo mörgum það í augum í dag að þurfa að taka til hendi ? Er það ekki vegna þess að andavald eyðingar og efnishyggju ýtir í sífellu undir sjálfselsku og eigingirni nútímafólks og dregur það í öfugsnúna villuför á lífsleiðinni ?
Margar jarðir fara í eyði vegna þess að fólk nennir ekki lengur að standa í búskap, sumir segja fullum fetum að það sé allt of erfitt. En hvernig var það hér áður fyrr og hvenær hefur búskapur á Íslandi verið undanþeginn erfiði ?
Hvar værum við Íslendingar nútímans staddir, ef fyrri kynslóðir hefðu gefist upp á að búa í landinu, sagt það vera allt of erfitt og það borgaði sig ekki að standa í því ? Værum við þá kannski raulandi raunastef allra landleysingja sem úrkynjaðir afkomendur niðursetninga einhversstaðar á Jótlandsheiðum ?
Það er jafnvel sagt að fólk sem eigi jarðir sem njóta laxveiðihlunninda treysti sér ekki til að búa lengur. Búskapur bjóði ekki upp á neitt nema basl og erfiði. Fólk selur auðkýfingum í Reykjavík eða útlendingum jarðir sínar og hverfur frá öllu, flytur á mölina með þá draumsýn í farteskinu að gera ekki neitt. Það er víst það eina sem reynist þeim sem þannig hugsa ekki of erfitt !
Markmið margra virðist þannig vera að eignast peninga svo þeir þurfi ekki að hafa neitt fyrir brauði sínu, þurfi ekki að vinna neitt.
Þessvegna eru ættarjarðir líklega seldar vítt og breitt út um landið og hlaupist frá arfi kynslóðanna til að hafa það gott og notalegt án erfiðis - og þá auðvitað í óðaþéttbýlinu fyrir sunnan !
Það er staðreynd þekkt og sönn,
þrátt um leiðir grónar,
að líf sem svipt er allri önn
ómennskunni þjónar !
Teljum við okkur núorðið Íslendinga upp á þessa meiningu ? Er landið okkar bara eitthvað sem við þurfum að geta selt og fengið fé fyrir ? Og hverjir koma þá til með að erfa landið ef við seljum það frá okkur fyrir jafngildi þrjátíu silfurpeninga og látum það falla í vaxandi niðurníðslu og órækt ?
Skyldu það ekki verða þeir sem taka ástfóstri við landið, þeir sem koma til með að elska það eins og það er og svíkja ekki skyldurnar við það og yfirgefa það ekki ? Þannig fólk getur komið frá ýmsum löndum og sest að hér og ef það kýs að verða hér betri Íslendingar en við virðumst orðnir í seinni tíð, þá er ekkert við því að segja. Þeir erfa landið sem eiga það skilið !
Og hver verður þá eignarrétturinn á landinu eftir svo sem 50 ár ? Hverjir munu þá ráða hér og stjórna ? Örugglega ekki þeir sem hafa selt allt frá sér, æruna og ömmu sína, hafa síðan eytt sínum meinta söluágóða í skammtíma býlífi og skilja svo niðjum sínum ekkert eftir til að byggja á til framtíðar !
Verða þá kannski slíkir menn - sem telja sig Íslendinga í þrítugasta lið, - orðnir mestu aumingjarnir í landinu, talandi dæmi um þá sem gátu ekki og nenntu ekki að ganga götuna til góðs og glopruðu öllu út úr höndum sér vegna græðgi, ómennsku, leti og úrkynjunar ?
Það skyldi þó aldrei fara svo ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 24
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 593
- Frá upphafi: 365491
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)