Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orđ um Virđingu og Réttlćti !

 

Hiđ íslenska mannfélag hefur beđiđ mikiđ tjón á síđustu árum vegna sérdrćgni manna og hömlulausrar eigingirni og peningagrćđgi. Hin almenna velferđ sem menn töldu sig vera ađ byggja upp hér á árum áđur er ekki lengur markmiđ í sjálfu sér.

Raunar hefur almenn velferđ veriđ á niđurleiđ hér mörg undanfarin ár enda fátćkt farin ađ hefja innreiđ sína í ţjóđfélag okkar aftur af mannavöldum - svo illt og bölvađ sem ţađ er !

 

Hugsjónir hafa horfiđ fyrir stöđugri ásókn efnishyggju og margir seilast langt til ađ auđga sjálfa sig, enda segir eigingjarn tíđarandinn ađ ţađ sé mál málanna ađ fita sig á annarra kostnađ. Jafnvel fólk sem hefur byrjađ feril sinn í krossferđ gegn spillingu sest nú sjálft ađ í spillingardíkinu og virđist samt ekki hafa hugmynd um hvar ţađ er statt. Svo samdauna hefur ţađ orđiđ viđbjóđnum sem ţađ ćtlađi ađ upprćta, ađ ţađ skynjar hann ekki lengur !

 

En samt er baráttunni fyrir heilbrigđara og réttlátara samfélagi haldiđ áfram og ţó ađ ýmsir svíki og bregđist verđur ţađ ađeins til ađ stappa stálinu í ţá sem heilir eru til orđs og ćđis og vilja ekki níđast á neinu ţví sem ţeim er trúađ til.

Međal ţess sem slíkt fólk berst fyrir er ađ ţađ ríki virđing og réttlćti í öllum samskiptum. Ţađ er afar ţýđingarmikiđ atriđi varđandi ţađ ađ skapa traust - ađ virđa heilbrigđ gildi og sýna í öllu stuđning viđ réttlátar lausnir í málum !

 

Verkalýđshreyfingin hefur innan sinna vébanda samtök sem ganga undir félagsheiti sem skammstafađ er VR. Oft er talađ í ţví sambandi um gildi Virđingar og Réttlćtis og ţađ er sannarlega ekki á hvers manns fćri ađ standa undir stefnu sem hefur slíkt ađ markmiđi. Ţá ţarf ađ vanda til verka og vera trúr og sannur !

 

En ţegar forustumenn í verkalýđssamtökum eru komnir svo djúpt niđur í spillingardíkiđ, ađ ţeir telja sig ţurfa ađ hafa margföld laun miđađ viđ almenna félagsmenn, ţá eiga ţeir ađ hćtta. Ţá eru ţeir ekki lengur hćfir til ţjónustu og grćđgi ţeirra orđin slík ađ ţeir eru farnir ađ eitra út frá sér. Ţá vita ţeir greinilega ekki lengur hvađ Virđing og Réttlćti er. Ţá er framgangan sýnilega orđin sýkt af ţveröfugu hugarfari sem virđist öllu heldur taka miđ af Villuferli og Rangindum !

 

Ofurlaun eiga engan rétt á sér í okkar samfélagi og auđvitađ síst af öllu í verkalýđshreyfingunni sem á ađ vera baráttuarmur okkar eigin réttindagćslu. En ţar er líka fólk sem hefur villst af götunni til Virđingar og Réttlćtis vegna eigin grćđgi. Ţađ er sárt til ţess ađ vita ađ fólk skuli telja sér trú um ađ ţađ sé ađ starfa í ţjónustu venjulegs launafólks, og ţađ af fullum heilindum, ţegar launakjör ţess eru orđin himinhá og ţađ telur sig samt vinna ćrlega fyrir hverri krónu !

 

Viđ ţurfum ađ koma ţeim úr valdastöđum innan verkalýđshreyfingarinnar sem ţar sitja á fölskum forsendum. Viđ ţurfum ađ losa okkur viđ alla úlfana í sauđargervinu, alla svikarana sem ţar hafa hreiđrađ um sig og gengiđ til liđs viđ ţá sem arđrćna fólkiđ í landinu, alla ţá sem eyđileggja Virđinguna og brjóta á Réttlćtinu !

 

Viđ ţurfum ađ veita nýjum mönnum tćkifćri, mönnum sem hafa sýnt ađ ţeir vilja berjast gegn öllu ţví sem óhreint er, ţar međ taliđ gjörspilltum gróđaklíkum og svívirđilegu lífeyrissjóđakerfinu sem deilir og drottnar međ fé fólksins ađ vopni og er löngu orđiđ ađ ófreskju auđvalds og spillingarviđbjóđs í ţessu landi. Ţar vantar nú ekki ofurlaunin !

 

Sýnum í öllum tilfellum ađ viđ styđjum ekki spillt fólk til forustustarfa. Höfum kjark til ađ segja meiningu okkar og leggjum fram okkar skerf til ţess ađ bćta samfélagiđ okkar og hefja aftur sókn ađ ţjóđarvelferđ og eflingu heildarhags međ Virđingu og Réttlćti ađ leiđarljósi !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 69
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 638
  • Frá upphafi: 365536

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband