11.3.2017 | 10:04
Á að slá skjaldborg um íslenska ráðamenn ?
Nú hefur forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson látið hafa eftir sér að Landsdómur sé úrelt og fornt fyrirkomulag og hreint ekki boðlegt á okkar stórfrjálsu tímum !
Og hann segir reynsluna af beitingu dómsins hafa sýnt þetta !
Þarna talar forsetinn á þá lund sem búast má við af honum, hann er ljúfmenni sem vill hafa alla góða og sátta. Hann talar hinsvegar ekki um málsmeðferðina í Landsdómsmálinu, enda myndi hann þá trúlega styggja marga. En þar komu þau vinnubrögð fram sem eyðilögðu alla eðlilega niðurstöðu. Þingmenn tóku nánast alfarið og eingöngu flokkslega afstöðu til málsins og þar með fór allt í vitleysu !
Ég held að enginn af þeim sem á sínum tíma stóðu að lagaákvæðunum um Landsdóm hefði getað ímyndað sér að þingmenn brygðust við með þeim hætti sem þeir gerðu. Ákvæðin um Landsdóm byggðust áreiðanlega af þeirra hálfu á þjóðlegri sýn og ættjarðarhollustu og áttu að undirstrika ábyrgð þá sem háttsettir menn hlytu að bera og ættu að bera gagnvart landi og þjóð. Hver ráðamaður sem sannanlega bryti gegn þjóðar-hagsmunum Íslands þyrfti að vera ábyrgur gerða sinna !
Hefðu þingmenn sýnt þjóðlega ábyrgðartilfinningu í málinu, eins og mér sýnist til að mynda að fjórir þingmenn Samfylkingarinnar hafi gert, hefði niðurstaða Landsdóms væntanlega orðið allt önnur og hann virkað sem sá öryggisventill gegn ábyrgðarlausum vinnubrögðum ráðamanna sem honum var ætlað að verða.
Þá værum við kannski ekki enn í dag með háttsett fólk í stjórnkerfi og bönkum sem þarf að vera á gríðarháum launum vegna ábyrgðarinnar sem er sögð vera að sliga það, ábyrgðar sem reynist svo ekki túskildingsvirði þegar ætlast er til að þetta sama fólk axli hana !
Eiga menn sem eru svo háttsettir og valdamiklir, að þeir geta farið með heilt þjóðfélag til fjandans á skömmum tíma, ekki að bera neina ábyrgð á gjörðum sínum ?
Hvernig væri nú að fella niður alla refsilöggjöf gegn almennum borgurum þessa lands, er hún þá ekki líka úrelt og forn ? Hvað skyldi forsetinn segja um það ?
Eða á venjulegt fólk bara að vera ábyrgt gerða sinna í þessu landi ? Á þannig að byggja þetta land með lögum, eiga valdamenn að vera stikkfrí ?
Ráðamenn hafa svo sem oft gengið fram af Íslendingum með háttsemi sinni. Smiður Andrésson hirðstjóri og Jón lögmaður skráveifa voru ráðamenn síns tíma og ekkert dómsvald til gegn yfirgangi þeirra. En þjóðin stofnaði þá til Landsdóms yfir þeim á Grund í Eyjafirði og hreinsaði óværuna af sviðinu !
Á hliðstæðan hátt var settur á fót Landsdómur yfir Lénharði fógeta og Jón Gerreksson og sveinar hans fengu líka að reyna að Íslendingar sættu sig ekki við allt !
Með því að nefna þessi dæmi er ég auðvitað ekki að segja að menn eigi að grípa til þvílíkra ráða nú á dögum, en enn í dag ættu ráðamenn samt að hafa það hugfast að það er ekki hægt að fara með almenning á Íslandi eins og réttindalausan skrælingjalýð, eins og undirmálsfólk sem á bara að þegja og hlýða og bera byrðarnar og syndagjöldin af axarsköftum þeirra og mistökum sem hæst hafa hreykt sér !
Það er fullkomlega eðlilegt og sanngjarnt að lög séu fyrir hendi um það að ráðamenn séu og eigi að vera ábyrgir gjörða sinna eins og aðrir í landinu !
Við Íslendingar gengum í gegnum efnahagshrun þar sem aumingjadómur stjórnvalda var ein meginástæðan fyrir óförunum, því enginn virtist hafa verið á verði fyrir þjóðarhag - í hættunni miðri. Og hvað gerðist, almenningi ofbauð svo að gripið var til byltingaraðgerða með búsáhöldum með þeim afleiðingum að ríkisstjórn með ærinn þingmeirihluta féll !
Eitthvað ættu nú menn á þingi og víðar að læra af því sem þá gerðist svo sagan endurtaki sig nú ekki og kannski þá með enn harkalegri hætti !
Þegar ég heyrði orð forsetans um Landsdómsmálið varð mér hugsað til háðsádeilu Erasmusar þar sem hann lét Júlíus II páfa nýlátinn eiga í orðaskaki við Lykla-Pétur við dyr Himnaríkis. Pétur vildi nefnilega ekki hleypa páfanum inn !
Júlíus páfi er látinn segja þar að páfi megi gera það sem honum sýnist því ekkert vald sé yfir honum. Hann hafi öll ráð í hendi sinni og þurfi ekki að bera neina ábyrgð á gjörðum sínum. Eiga íslenskir ráðamenn kannski að vera í svipaðri stöðu og þar er lýst ?
Eins og ég hef þegar sagt í þessum pistli, er Guðni Th. ljúfur maður, en seint held ég að hann verði skörungur á forsetastóli, enda sýnist stjórnmálahirðin í landinu hæstánægð með hann - öfugt við forverann.
Þau orð sem forsetinn hefur látið falla um Landsdóm eru áreiðanlega friðandi fyrir mörg óróleg hjörtu í efstu deild, enda sjálfsagt í og með til þess sögð. Ljúfir menn kunna því best að vera vinsælir og haga orðum sínum vafalaust með tilliti til þess, en stundum getur sú tilhneiging orðið á kostnað virðingar og þá er verr af stað farið en heima setið !
Og það að vera að sleikja sig upp við stjórnmálahirðina þykir mér ekki til þess fallið að auka trú manna á það að núverandi forseti verði sá öryggisventill gegn hugsanlegum yfirgangi frá þeim söfnuði sem hann ætti að vera !
Ég lít svo á að það sé full ástæða til að hafa í löggjöf þessa lands ákvæði um ábyrgð stjórnmálamanna eins og annarra í samfélaginu.
Eða eigum við að vera með ábyrgðarlaust lið í valdaforustu fyrir þessari þjóð, fólk sem hendir kannski fjöreggi okkar fram og aftur í fullkomnu kæruleysi, í trausti þess að það sé yfir öll lög hafið og þurfi því aldrei að gjalda glópsku sinnar ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 29
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 598
- Frá upphafi: 365496
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)