29.7.2017 | 14:45
Bresk kaldastríðs sagnfræði !
Nýverið las ég bók breska sagnfræðingsins Antony Beevor um Stalíngrad. Ekki get ég sagt að ég hafi verið sérlega hrifinn af því hvernig eldað var til efnisins. Höfundurinn Antony Beevor var áður liðsforingi í breska hernum og ég leyfi mér að efast um að sú staða hafi aukið honum víðsýni til hlutlausrar sögukönnunar !
Svo mikið er sagt frá Þjóðverjum í bókinni að Sovétmenn eru þar nánast í einhverjum aukahlutverkum. Lengi framan af eru lýsingar af svo miklum aumingjadómi, skipulagsleysi, heimsku og klaufagangi af hálfu sovésku herforustunnar að það hálfa væri nóg. Maður spyr sjálfan sig, ef þetta var svona, hvernig í ósköpunum fóru Sovétmenn að því að sigra í þessari meginorustu sem stóð í marga mánuði ?
Lýsingar af gangi mála þeirra megin hljóða nánast í einu og öllu upp á stórfelldan vopnaskort, rangar ákvarðanir og algjört tillits og tilfinningaleysi yfirvalda gagnvart eigin mannfalli. Það er því enn og aftur komið inn í sviðsmynd áróðurs og dellumyndarinnar Enemy at the Gates og túlkunina þar. Erfitt er að trúa því að maður sé að lesa efni eftir - virtan og viðurkenndan - sagnfræðing. Það eina sem virðist fært Rauða hernum til tekna er að sovéski skriðdrekinn T 34 hafi verið betri en skriðdrekar þýska hersins !
En það er stöðugt klifað á því að Rússar hafi haft þvílík ógrynni af mannskap að þeim hafi svo sem ekkert munað um blóðtökuna. Nýjum og nýjum herjum hafi bara verið dælt inn á sviðið, sumum án nokkurrar þjálfunar. Ég spyr bara, ef hægt er að sigra allt með því að hrúga mannskap jafnvel vopnlausum - í verkið, og hversu vitlaust sem staðið er að málum, - af hverju eru Kínverjar þá ekki búnir að leggja undir sig allan heiminn - ekki vantar þá mannfjöldann ?
Árið 1940 var íbúatala Sovétríkjanna áætluð með breytilegum hætti allt frá 162 milljónum upp í 190 milljónir, sennilegast er að hún hafi í raun verið rúmlega 170 milljónir. Á sama tíma var Nazista-Þýskaland með Austurríki, Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu og öðrum hjálendum líklega með íbúatölu upp undir 90 milljónir. Bandaríkin á þessum tíma voru með 132 milljónir íbúa. Hinn óendanlegi mannfjöldi Sovétríkjanna er því nokkuð umdeilanleg stærð á þessum tíma, enda sýnilega oft ýkt og notuð til að skýra sigra sem annars hefðu víst ekki átt að geta unnist !
Nokkur fjöldi hersveita frá fylgiríkjum Þjóðverja börðust með þeim á austurvígstöðvunum og við Stalíngrad. Rúmenar voru þar til dæmis með tvo heri, auk þeirra voru þar Ungverjar, Ítalir og Króatar með nokkurn herafla. Þar til viðbótar voru einstakar liðssveitir víða að sem börðust með nazistum af ýmsum ástæðum, líklega aðallega í nafni krossferðar gegn heimskommúnismanum !
Ég held satt best að segja að það sé ekki á færi vestrænna sagnfræðinga að skýra með hlutlausum hætti það sem gerðist við Stalíngrad. Þeir hafa einfaldlega ekki hugarfarslegan skilning á því. Aftur og aftur falla þeir í gryfjur áróðurslegrar umræðu og viðhafa klisjukenndar staðhæfingar sem draga úr trúverðugleika þess sem þeir eru að segja.
Antony Beevor fellur sýnilega nokkuð oft í slíkar gryfjur. Oftast þegar hann nefnir eitthvað af hálfu Sovétmanna hnýtir hann neikvæðum lýsingarorðum við efnið. Það er honum sýnilega svo eðlislægt að hann áttar sig ekki á því hversu hlutdrægt það virkar. Það hugarfarslega viðhorf sem veldur því lýtir allt ritverkið og sýnir að hlutlaus meðferð efnisins er ekki til staðar og raunar mætti halda út frá ýmsu að höfundurinn sé eiginlega meira og minna á bandi Þjóðverja.
Þó er að finna í bókinni, ef vel er að gáð, umsagnir sem undirstrika veigamikil atriði, svo sem varðandi ábyrgð þýska hersins á stríðsglæpum. Hin illræmda tilskipun Walter von Reichenaus marskálks til 6. hersins í október 1941 sýnir glögglega að þýski herinn bar fulla ábyrgð á ódæðisverkum gegn Gyðingum og óbreyttum borgurum í Úkraínu. Sú tilskipun var til dæmis studd af yfirboðara von Reichenaus Gerd von Rundstedt marskálki, sem oft hefur verið málaður upp sem herforingi andstæður nazistum. En þarna sýndi hann eðli sitt. Von Rundstedt og Rommel og aðrir þýskir hershöfðingjar þjónuðu nazistastjórninni og það segir það sem segja þarf.
Samkvæmt þýskum vitnisburði gaf von Reichenau marskálkur einnig þá fyrirskipun snemma í júlí 1941 að 3000 Gyðingar skyldu skotnir í hefndaraðgerðum. En sjálfur lifði hann ekki lengi eftir það, hann fékk hjartaáfall í janúar og fórst svo í flugslysi í kjölfarið.
Meðal þeirra stríðsglæpa sem Þjóðverjar frömdu á þessum tíma voru fjöldamorðin á 33771 Gyðingi í Babi Jar gljúfrinu við Kiev og morðin á 90 Gyðingabörnum, kornabörnum og upp í 7 ára, við Belaya Tserkov. Áður höfðu foreldrar þeirra barna verið myrtir. Úkraínskir hjálparmenn Þjóðverja skutu börnin en fyrirmælin voru þýsk og ábyrgðin af glæpnum fellur á Þjóðverja.
Æðstu foringjar þýska hersins á umræddu svæði hljóta sem sagt að hafa vitað af því sem fram fór og samþykkt aðgerðirnar á sína vísu. Fullyrðingar þeirra sem alltaf hafa reynt að hvítþvo þýska herinn af slíkum glæpum eru því algjörlega úr lausu lofti gripnar og lýsa í raun annarlegum viðhorfum viðkomandi manna gagnvart gjörðum sem enginn maður ætti að leyfa sér að verja.
Þetta verk Antony Beevors bætir að minni hyggju og það finnst mér miður - engu sérstöku við það sem áður var vitað um átökin í Stalíngrad. Þarna er hrúgað saman persónulegum umsögnum, aðallega þýskum, um þetta og hitt, og margt af því efni virðist bara til uppfyllingar í ritverkinu og kemur oft kjarna málsins harla lítið við.
Mér finnst ýmislegt segja mér eftir lestur þessarar bókar, að það að hafa þjónað sem liðsforingi í breska hernum sé ekki góður skóli fyrir þann sem ætlar sér að verða trúverðugur sagnfræðingur !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 52
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 621
- Frá upphafi: 365519
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 533
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)