11.8.2017 | 19:35
Guðleysingjar prestaskólanna !
Nýlega las ég bloggumsögn eftir mjög pólitískan mann sem sendir oft frá sér athyglisverðar umsagnir um menn og málefni. Í umsögn þessari ræðir höfundur um Stalín sem mér finnst að sé honum reyndar afskaplega hugleikið umræðuefni. Segir hann að Stalín hafi gerst guðleysingi strax á öðru ári í prestaskólanum í Gori í Georgíu. Viðkomandi maður er guðfræðingur að mennt og þekkir því sennilega nokkuð vel til prestaskóla og þeirrar starfsemi sem þar fer fram !
Heimild höfundar er byggð á bókinni Stalín ungi sem er eftir breska sagnfræðinginn Simon Sebag Montefiore, en sá Simon er nú að minni hyggju enginn dýrlingur sagnfræðilegs sannleika. Bók hans um Stalín ber til dæmis skýrt með sér til hvers hún hefur verið samin. Það þarf enginn að búast við bók frá Montefiore þessum um Hitler, Franco, Salazar, Pinochet og Somoza - eða aðra harðstjóra af því taginu !
Því hver skyldi hann vera, þessi Simon Sebag Montefiore ? Menn geta flett því upp á netinu. Hann er breskur Gyðingur af auðugum ættum. Í föðurætt hans eru menn sem störfuðu innan Rothschild-ættarveldisins og í móðurætt er hann kominn af Gyðingum sem flýðu Rússland í byrjun 20. aldar.
Skyldulið hans hefur verið mjög hægrisinnað eins og auðugir Gyðingar eru oftast og sagnfræðileg skrif hans bera slíkum skoðunum skýrt vitni. Staðreyndavillur í bókum hans hafa vakið harða gagnrýni svo hann er enganveginn óumdeildur. Kannski má Montefiore kallast nokkurskonar Hannes Hólmsteinn þeirra Bretanna !
Santa kona Montefiores er einnig þekktur rithöfundur og þau hjónin eiga marga háttsetta vini í breska Íhaldsflokknum og allt upp í konungsfjölskylduna.
Þannig er nú þessi heimildamaður og að mínu mati ekki trúverðugur sem slíkur !
Nú, en þó hægri menn séu alltaf að reyna að koma höggi á kommúnismann með því að fjalla um Stalín og grimmdarverk hans, sönn sem login, er samt í umræddri umsögn nokkuð sem vekur mann til umhugsunar. Þar vil ég einkum staldra við það atriði að menn gerist guðleysingjar í prestaskólum !
Það er nefnilega nokkuð víst að Stalín er ekki einn um það að hafa hugsanlega tekið ranga stefnu á prestaskóla. Hérlendis hefur það stundum gerst að innilega trúað fólk hefur farið með eldinn í sér til náms í guðfræði og fengið hann algerlega slökktan þar. Hið fræðilega hefur tekið yfir og gert lifandi trúaðar manneskjur að steingervingum kirkjulegrar skipulagningar og kreddufestu !
Afleiðingin hefur svo orðið sú að við höfum fengið guðfræðilega menntaða guðleysingja út á meðal okkar sem presta menn sem eiga að hafa það hlutverk að leiða fólk á vegi trúarinnar, en eru gersamlega ófærir um það. Þessir menn eru þá oft orðnir svo kyrfilega pakkaðir inn í kirkjulegar kreddur og stofnunarlegan þjónustu-anda, að þeir vita það allra síst sjálfir að þeir eru í raun og veru orðnir guðleysingjar !
Er það nokkur furða þó ýmislegt fari nú afvega í sannri kristindómsfræðslu, þegar andlausir umskiptingar eiga að sjá um hana ?
Í athyglisverðri bók sinni Leysið lýð minn segir sænski kristniboðinn Sten Nilsson að Satan hafi verið fyrsti frjálslyndi guðfræðingurinn ! Hann hafi komið efanum inn í hjarta mannsins með því að segja - Er það satt að Guð hafi sagt o.s.frv ?
En menn geta náttúrulega haft ýmsar skoðanir á því hvaðan guðfræðin sé komin, en það er sannfæring mín að hún hafi litlu sem engu áorkað til góðs fyrir kristindóminn. Hún hefur miklu frekar ruglað málin þar og gert einfaldan, kærleiksríkan boðskap að fræðilegri flækju !
Í raun og veru er svokölluð guðfræði ekki frjálslynd fræðigrein, hún er þvert á móti mjög íhaldssöm og kredduföst eins og guðfræðingar sýna og sanna best sjálfir. Hinsvegar er frjálslyndishugtakið notað þar eins og í svo mörgu á okkar dögum, í blekkingarskyni, til að láta fólk halda að eitthvað sé eitthvað betra en það í raun er !
En guðfræðingur þarf á engan hátt að vera nær Guði en annað fólk og að minni hyggju er því öfugt farið, því lærdómshroki og Faríseaframganga opnar engum manni leiðir að hjarta Guðs. Fagnaðarerindi guðfræðinnar er aðeins umbúðamikið núll !
Prestaskólar og guðfræðideildir gera með þurrum fræðum sínum meira af því að slökkva trúareld í mönnum en flestir gætu ímyndað sér. Þannig verður yfirlýst nám í raun að andstæðu sinni og skilar í flestum tilfellum eingöngu frystum afurðum !
Það er því líklegt að prestaskólinn í Gori í Georgíu hafi á sínum tíma átt sínar hliðstæður býsna víða í hinum nafnkristna heimi og ekki hafa mál batnað síðan.
Guðfræðin er og verður eins og manngjörður eldvarnar-veggur milli Guðs og manna og vafalítið hefur hún oft slökkt vakningarloga þar sem þeir hafa viljað blossa upp.
Trú manna á ekki að vera bundin í viðjar fræðimennsku og menntunardrambs, hún á að búa í hverjum manni við frelsi hjartans. En guðfræðin vill fá að ráðskast með hana til að geta búið til litla páfa út um allar jarðir !
Það eru fáar leiðir líklegri til að skapa guðleysingja en einmitt þessi svokallaða guðfræði ein og sér !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 594
- Frá upphafi: 365492
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)