Leita í fréttum mbl.is

Styttur bćja – styttur lands !

 

Endurskođun fyrri tíma sjónarmiđa er ofarlega á baugi í nútímanum. Margt sem áđur var tignađ og ţótti lofsvert ţykir nú fyrir neđan allar hellur. Og sú ţröngsýni sem kemur fram í ţeirri dómhörku tíđarandans er jafnvel sögđ víđsýn afstađa til mála !

 

Gamla skynvillan um ađ núlifandi fólk búi yfir mesta skilningnum, valtar yfir viđhorf genginna kynslóđa sem höfđu ţó jafn mikinn rétt á sér á sínum tíma og alltaf eru ţeir til sem vilja rífa niđur ţau ölturu sem áđur var kropiđ viđ. Allir ćttu ţó ađ sjá ađ rétt er ađ stíga varlega til jarđar í slíkum efnum !

 

Nútíminn er nefnilega ekkert fyrirbćri sem heldur velli. Fyrr en varir er okkar nútími farinn og annar nútími og önnur viđhorf orđin ráđandi í hugmyndafrćđi nýrrar kynslóđar. Og skyldi ţá ekki hin nýja kynslóđ vilja fylgja međ svipuđum hćtti í fótspor okkar og rífa niđur margt af ţví sem viđ höfum reist á stall og viljađ hylla í okkar skammsćlu tímavímu ?

 

Menningarverđmćti eru órjúfanlegur hluti sögu okkar og arfleifđar og alltaf verđa menn ţví ađ athuga vel hvađ rétt er ađ gera og gćta sín á ţví ađ eyđileggja ekki sögulegar minjar í augnabliks uppreisnar-ćsingi og valda ţannig varanlegu tjóni. Talibanar eyđileggingarinnar eru víđar til en í Afghanistan !

 

Menning er skiljanlega miklu frekar fólgin í ţví ađ byggja upp en rífa niđur. Ađ vísu er sumt ţess eđlis ađ ţađ getur orđiđ óhjákvćmilegt ađ rífa ţađ niđur og víkja til hliđar gćđalausum arfi, lćra af reynslu og gera bragarbót og byggja á betri siđum til framtíđar. En mat á slíku hlýtur alltaf ađ vera mjög umdeilanlegt og sérhver menningararfur verđur ţví fyrst og síđast ađ fá ađ njóta vafans !

 

Rétt mannhegđun sem er ţá í raun sem menningin holdi klćdd, felst í ţví ađ byggja upp og búa í haginn fyrir sig og sína, efla hiđ mannlega samfélag og skila farsćld til framtíđar. Ađ tylla einhverjum á stalla er hinsvegar ekki endilega aflgjafi góđra hluta ţví fćstir eru svo óumdeildir ađ ekki verđi ţar einhverjir á móti !

 

Öll manndýrkun er vafasöm og röng og raunar hćttuleg ţví einn vil tigna ţennan og annar hinn. Ţađ kallar ţví á deilur ţegar menn halda sínum dýrlingum fram og ţetta kemur oft skýrt í ljós ţegar á ađ fara ađ reisa styttur af einhverjum í heiđursskyni !

 

Nokkuđ hefur veriđ um ţađ hérlendis ađ styttur hafa veriđ fćrđar til eftir ţví hvernig tíđarandinn hefur blásiđ um ţćr. Sú var tíđin ađ stytta af Albert Thorvaldsen, hálfum Íslendingi og hálfum Dana, var á Austurvelli en hún varđ ađ ţoka ţađan fyrir styttu Jóns Sigurđssonar, sem var ađ sjálfsögđu alíslenskur . Einhver viđhorfsbreyting hefur sýnilega orđiđ og Thorvaldsen varđ ađ víkja !

 

Nú er ég lítiđ fyrir styttur af mönnum og fuglarnir mega svo sem skíta á ţćr eins og ţeim sýnist, mín vegna. En samt hefur mér ţó fundist hálf leiđinlegt ađ sjá ţessa styttu af Jóni karlinum, međ taumana af fugladriti niđur andlitiđ og viđ ţćr ađstćđur er sómi Íslands, sverđ og skjöldur ekki beint krćsilegur á ađ líta !

 

Ef menn vilja, af sögulegum og menningarlegum ástćđum, minnast einhverra frumherja, ţykir mér betur hlýđa ađ settir séu upp minningarskildir eđa áletrađir bautasteinar fremur en styttur í mannlíki. En hvernig svo sem menn líta á ţetta sem og annađ, er ljóst ađ ef gangur mála verđur í vaxandi mćli ţannig ađ komandi kynslóđ rífi niđur ţađ sem farandi kynslóđ byggđi upp, er hćtt viđ ađ menningarsöguleg arfleifđ okkar verđi heldur rýr ţegar til lengdar er litiđ !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 597
  • Frá upphafi: 365495

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband