Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindi heimafyrir – mannréttindi erlendis !

 

Bandaríkin eru líklega ţađ ríki sem lagt hefur mesta áherslu á ađ mannréttindabrot í öđrum ríkjum séu óţolandi og megi ekki líđast. Áhugi bandarískra stjórnvalda á ţví ađ taka á brotum gegn réttindum fólks heimafyrir hefur hinsvegar alltaf veriđ mjög umdeilanlegur og sýnilega lotiđ nokkuđ ţungu tregđulögmáli svo ekki sé meira sagt.

 

Međferđ stjórnvalda almennt á mannréttindamálum í heiminum fer oftast nokkuđ mikiđ eftir ţví hvađ menn sjá sér ţar í pólitískum ávinningi. Viđ sjáum dćmin um ţađ út um allan heim og margir virđast hafa lćrt í ţeim efnum heilmikiđ af tvíhyggju Bandaríkjanna í ţessum málum. Ţađ er hinsvegar leiđum ađ líkjast !

 

Viđ sjáum til dćmis ađ forseti Tyrklands sem er nú ekki beinlínis ţekktur sem mikill mannréttindamađur heimafyrir, hefur ýmislegt út á mannréttindabrot ađ setja ţegar ţau gerast í Myanmar og beinast ţar ađ auki gegn múslímum. Svo er margt sinniđ sem skinniđ í ţessu sem öđru !

 

Ţađ er líka í hćsta máta skrautlegt ţegar svokallađ alţjóđasamfélag hleypur upp til handa og fóta í hrifningu á einhverju og misvitrir forustumenn ráđa ţví á sömu forsendum ađ veita einhverjum friđarverđlaun Nóbels. Viđ sjáum ađ ýmislegt getur gerst í lífi slíkra verđlaunahafa síđar eins og virđist nú uppi á borđinu í Myanmar ţví ekki ber allt upp á sama daginn !

 

En áfram er samt haldiđ viđ ađ grafa undan gildi ţessara umdeildu verđlauna međ óskynsamlegri veitingu ţeirra. Fangabúđastjóri í Guantanamo hefur fengiđ ţau nýlega og einnig barn austur í heimi. Hver veit til dćmis hvađ kann ađ eiga eftir ađ gerast í lífi ţess barns síđar á ćvinni. Ekki er víst ađ ţar komi allt til međ ađ samrýmast ţessum ćtlađa heiđri. Betra er ađ bíđa međ slíka viđurkenningu ţar til ljóst er ađ hún sé verđskulduđ í ljósi lífsferils viđkomandi manneskju - eins og reyndin var međ Móđir Theresu !

 

Íslenskir pólitíkusar virđast margir haldnir undarlegri tvíhyggju í mannréttindamálum og fylgja ţar líklega bandaríska módelinu sem segir í raun : “ Merkilegt erlendis – ómerkilegt heimafyrir “ !

Nokkuđ hefur til dćmis boriđ á ţví - ađ margra mati, ađ píratar ergist yfir ýmsu sem gerist í útlöndum, en áhugi ţeirra á vaxandi fátćkt og bakslagi í velferđarmálum hér heimafyrir virđist ekki vera jafn brennandi mál eđa spennandi á slíkt ađ líta.

Reyndar eru píratar ekki einir um slíkt međal íslenskra pólitíkusa, sem allir eru ţó kosnir á ţing til ađ leysa úr vandamálum eigin ţjóđar en ekki vanda alls heimsins !

 

Ţađ er ljóst ađ ţeir sem sýna vanmátt sinn og getuleysi gagnvart ţví ađ leysa úr vandamálum eigin ţjóđar-heimilis, eru ekki líklegir til ađ finna lausnir á stćrri málum á heimsvísu. En ţeir vekja kannski á sér athygli međ ţví ađ rausa meira um ţađ sem ţeim kemur kannski minna viđ og ţá er ef til vill tilganginum náđ af ţeirra hálfu !

 

Viđ Íslendingar höfum lengi veriđ eindćma lélegir í ţví ađ koma okkur upp dugandi stjórnmálamönnum. Ţeir sem á annađ borđ hafa veriđ ađ atast í málum á ţví sviđi, hafa reynst ţar afspyrnu slappir og hrekjast oftast eins og strá fyrir hverjum kenningavindi, fyrir tíđarandanum og fyrir síbreytilegu almenningsáliti. Stefnufesta virđist vera eitthvađ sem ţeir ţekkja afar lítiđ til !

 

Ţađ er ţví ađ mörgu leyti rétt sem Brynjar Níelsson segir, ađ menn ţar standa ekki í lappirnar. En ţađ getur átt viđ Sjálfstćđismenn engu síđur en ađra. Ţađ kemur oft býsna skýrt í ljós ađ margt fólk sem sćkir til áhrifa í pólitík reynist vera mjög ábyrgđarfćliđ ţegar á hólminn er komiđ og ţá er ţađ ekki ađ standa sig. Annars er ég lítiđ hrifinn af Brynjari Níelssyni og hans framgöngu í málum, en engum er sýnilega alls varnađ !

 

Hin vinstri grćna Svandís Svavarsdóttir lét víst hafa eftir sér einhversstađar, ađ hún hefđi miklar mćtur á umrćddum Brynjari og verđ ég ađ segja ađ mér finnst ţađ undarleg smekkleysa af hennar hálfu, ef hún er trú ţeim hugsjónum sem hún segist standa fyrir.

Menn eins og Brynjar Níelsson munu alltaf standa ţvert fyrir í ţeirri götu sem hugsjónafólk á vinstri vćng stjórnmálanna mun helst vilja ganga og mađur hefur ekki mćtur á ţeim sem er Ţrándur í Götu alls ţess sem mađur telur rétt ađ gera !

Ţađ hlýtur ţví ađ vera eitthvađ annađ og óskyldara efni sem veldur umrćddu velţóknunar-mati Svandísar Svavarsdóttur á háhćgri manninum Brynjari Níelssyni !

 

Alţingismenn á Íslandi eru kjörnir til ţess ađ vera fulltrúar íslensku ţjóđarinnar á ţjóđarţinginu og til ađ vinna ţar heilshugar ađ ţví ađ tryggja hagsmuni Íslendinga og velferđ ţeirra í nútíđ og framtíđ. Fjöldi manna á Íslandi telur hinsvegar međ gildum rökum ađ mikiđ vanti á ađ ţar séu menn ađ standa sig og nógu vel sé unniđ í ţeim anda. Flokksrćđi er víđa fariđ ađ skyggja mikiđ á heilbrigđa ţjóđarhagsmuni !

 

Íslenskir ţingmenn ţurfa ađ vera miklu betur vakandi gagnvart öllum ţeim mannréttindabrotum sem hér viđgangast, brot á lögum og reglum og stöđugt vaxandi misskiptingu og mismunun í samfélaginu !

Sumir ţeirra virđast miklu meira vakandi fyrir mannréttindabrotum annarsstađar á hnettinum og kannski knýr samviskubit ţá til ađ létta ţannig á sér, en ţeir eiga ađ vera á öryggisvakt fyrir almannahagsmunum HÉRLENDIS !

 

Ávinningur ómćlds erfiđis íslenskra launţega á ađ koma ţeim hinum sömu til góđa en ekki ađ svelgjast upp í endalausa ađstođ og fyrirgreiđslu viđ allskonar landhlaupara utan úr heimi !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband