Leita í fréttum mbl.is

Allt lífiđ skal meta ađ jöfnu !

 

 

Á síđari árum hefur ćskudýrkun öđlast geysilega mikla ţýđingu međal svo til alls fólks og ţađ svo ađ margt eldra fólk finnst hreinlega sem ţađ sé dottiđ upp fyrir ţó ţađ sé kannski enn á besta aldri. Áróđurinn fyrir ţessari dýrkun ćskulífsins er líka međ ólíkindum og oft sefjandi sem slíkur. Ţađ er nánast eins og ekkert líf sé í bođi fyrir fólk eftir ţrítugt !

 

Ég veit um dćmi ţar sem menn hafa bókstaflega fengiđ í sig hroll yfir ţví ađ vera orđnir ţrítugir – komnir á fertugsaldur. Ţađ virđist sumum eins og ígildi einhverskonar dauđadóms. Ţeir eru ekki lengur ungir, kannski ekki beint gamlir, en ekki lengur eins ungir og ţeir hefđu viljađ vera – ađ minnsta kosti, svolítiđ lengur í ţađ minnsta !

 

Sumt fólk sem komiđ er á fertugsaldur jafnar sig ekki fyllilega á ţví fyrr en ţađ kemst á fimmtugsaldur. Ţá allt í einu uppgötvar ţađ ađ fertugsaldurinn var bara hreint ekki svo slćmur, ađ minnsta kosti ekki eins slćmur og fimmtugsaldurinn. Og samskonar ferli heldur áfram, fimmtugsaldurinn verđur skaplegur, eftir á séđ, í augum ţeirra sem komnir eru á sextugsaldur o.s.frv.

 

Kjarni málsins er hinsvegar sá ađ mannsćvin er allt of stutt jafnvel ţó hún sé löng. Hrörnunarferli mannslíkamans byrjar allt of snemma. Međan viđ sveltum andann og heltum sálina, eltum viđ líkamsrćktina úr hófi fram. Fólk streymir í rćktina til ađ reyna ađ halda ţví sem lengst viđ sem er dćmt til hrörnunar og vill halda sér í formi sem lengst eins og ţađ er kallađ. En afturförin er engu ađ síđur óhjákvćmileg !

 

Ţađ líđur ekki nema rétt rúmlega áratugur frá ţví ađ táningurinn á óska-aldrinum er kominn á hinn skelfilega fertugsaldur. Og allir vita ađ tíu ár eru ekki lengi ađ líđa. Sá sem er í augnablikinu í beinni skotlínu ćskuáróđursins er allt í einu og mjög skyndilega kominn í annan og eldri flokk, og sumir fíla ţađ alls ekki vel. Ţeim finnst sumum sem allt sé ađ baki, eiga ţađ jafnvel til ađ fyllast af klökkvafullri sjálfsmeđaumkvun : ,,Aumingja ég, orđinn ţrítugur, orđinn allt of gamall !”

 

En viđ skulum gera okkur fulla grein fyrir ţví ađ viđ lifum í raun ekkert mjög langan tíma verulega ung. Líftími manna er yfirleitt lengri á öđrum tímaskeiđum ćvinnar. Og ţađ ţarf líka ađ vera hćgt ađ njóta ţeirra ćviára og ţess lífs sem ţau bjóđa upp á. Ćskudýrkun nútímans er ţví tvíeggjađ fyrirbćri. Ţađ margrómar og ofmetur mjög skammvinnt ćviskeiđ á kostnađ ţess lífs sem á eftir kemur. En ţađ er líf eftir ţrítugt, eftir fertugt og áfram til endadćgurs !

 

Fyrst og fremst eigum viđ ađ vera ţađ skynsöm ađ kunna ađ meta allt líf. Og í Heilagri Ritningu er talađ um grá hár sem heiđurskórónu. Ţar er auđvitađ veriđ ađ vísa til ţeirrar fengnu lífsreynslu sem fćrir međ sér visku og víđa yfirsýn. En vegna ţess ađ enginn vill vera gamall fela margir sín gráu hár og halda jafnvel ađ ţađ eitt geri ţá yngri. Heiđurskórónu sína ćtti ţó enginn mađur ađ fela og ţađ myndu líklega fáir gera, ef aldri ţeirra vćri sýnd sú virđing sem vera ber. En í heimi sem er altekinn af ćskudýrkun er ekki mikiđ svigrúm fyrir virđingu í garđ aldrađs fólks !

 

Ćskudýrkunin er gengin allt of langt og hún er veruleikablekking. Til ţess ađ viđhalda henni og markađsvćđingu hennar ţarf stöđugt ađ endurstilla viđmiđin. Sama fólkiđ er ekki inn í dćminu nema í svo örstuttan tíma og fyrir hvern nýjan hóp ţarf nýjar áherslur til ađ halda tökunum ţví einhverjir vilja ţar sem annarsstađar deila og drottna. Peningamaskínurnar ţurfa sitt og ćskan er eyđslusöm á fengitíma sínum !

 

Viđ ţurfum öll sem eitt ađ lćra ađ virđa mannlífiđ, virđa unga sem gamla. Allt myndar lífiđ eina heild, ćskan, manndómsárin og ellin. Viđ ţurfum ađ lćra ađ meta ţetta allt og fćra feng hvers lífsskeiđs inn í fjársjóđageymslu samfélagsins og ávaxta heildar lífstalenturnar ţar til heilla fyrir almenna velferđ !

 

Munum og geymum í huga hin gullvćgu orđ skáldsins Steingríms Thorsteinssonar:

 

Elli, ţú ert ekki ţung

anda Guđi kćrum:

Fögur sál er ávallt ung

undir silfurhćrum.

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 365496

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband