31.12.2017 | 11:41
Um sjálfstæði og frelsi í fallvöltum heimi !
Sjálfstæði virðist mjög afstætt hugtak í margra augum. Sumir sem hafa svikið þjóð sína og frelsi hennar hafa alltaf talið sig hafa barist fyrir sjálfstæði og frelsi eigin fólks. Þegar slíkir hafa verið teknir af lífi fyrir landráð hafa þeir jafnvel staðið í þeirri trú að þeir hafi ekkert rangt gert !
Þegar menn berjast fyrir röngum málstað verður siðvillan leiðandi í hugsun þeirra. Þannig er samviskan svæfð og rangindin látin ráða för. Dæmi um slíkt öfugstreymi í ráðslagi manna finnast meðal allra þjóða !
Á Íslandi hafa löngum margir kosið sjálfstæðisflokkinn vegna þess að þeir hafa álitið hann einhverja sérstaka vörn fyrir sjálfstæði lands og þjóðar. Einkum gilti það þó fyrr á árum. En sjálfstæðisflokksmenn hafa ekkert endilega verið sjálfstæðis-sinnaðir í raun og veru og það hefur oft komið berlega í ljós eins og dæmin sanna.
Nokkrum mönnum innan flokksins, mönnum sem áttu enn til þjóðhollustu, þótti stundum á árum áður ömurlegt að horfa upp á þjónkun flokksforustunnar við Breta og Nató, einkum þó í landhelgismálunum sem alræmt var. En nú eru slíkar raddir líklega þagnaðar með öllu ásamt þeirri þjóðhollustu sem þá var til staðar !
Síðar meir urðu svo Bandaríkjamenn átrúnaðargoð flestra Sjálfstæðismanna og voru sleiktir milli hæls og hnakka, sérstaklega þó meðan hermangið gat haft sinn gang. Sjálfstæðishugsunin varð auðvitað að víkja fyrir gróðamöguleikunum kringum það.
Þar fundust menn sem höfðu jafnvel við orð að við ættum að sækja um aðild að Bandaríkjunum og sést þar hvað sjálfstæðishugsjónin var þeim dýrmæt í raun eða hitt þó heldur !
Sumir sjálfstæðismenn vilja nú á tímum að við látum svelgja okkur inn í Evrópusambandið og segjast vera jafn sjálfstæðir fyrir því. Svo víða virðist nú þetta nafngildi sjálfstæðismaður geta verið bundið öfugum formerkjum og taka bara pólitískt mið af innantómu, uppblásnu áróðursheiti !
Sjálfstæði er hinsvegar enn sem fyrr raunhæft hugtak sem býr yfir stóru gildi og það kemur fram hvar sem er á jörðinni. Það innifelur frelsisþrá mannsins til að ráða eigin málum. Við höfum oft viljað eigna Evrópuþjóðum sérstaka lýðræðishefð, en gleymum því jafnframt oft að sú lýðræðissaga hefur býsna oft verið spillt og rotin !
Það voru t. d. hægristjórnir Englands og Frakklands sem áttu drýgstan þáttinn í því, ásamt Hitler og Mussolini, að koma Franco til valda á Spáni og þar með tortíma spænsku lýðræði. Sumum í Katalóníu finnst nú sem vofa fasismans frá hinum langa einræðistíma Francos sé enn til staðar í Madrid. !
Og nærtækt er að spyrja, af hverju á Katalónía að lúta spænskum lögum ef Katalónar vilja fara sína leið og segja skilið við Spán ? Er þar ekki um sérstaka þjóð að ræða sem á sitt land og sinn rétt ?
Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að bresk stjórnvöld styðji spænsku stjórnina, Skotlandsmálin hræða þar og hugsanleg hreyfing fyrir aðskilnaði í Wales. Bandaríkin og Evrópusambandið vilja ekki vegna Nató og annarra hagsmuna Vesturlanda að Spánn fari að partast.
Öll stjórnvöld Vestur-Evrópu eru á móti sjálfstæðishreyfingum þar. Þau hafa hinsvegar flest viljað stuðla að því að ríki í austurhluta álfunnar partist sem mest svo auðveldara verði að ráðskast með þau !
Spánn má ekki minnka og Katalónía má ekki fá sjálfstæði, hvað þá Baskaland ! En hvað er lýðræði, er það ekki skírskotun til þess að fólk fái að ráða sínum málum ? Af hverju máttu Suðurríkin ekki segja sig úr bandaríska ríkjasambandinu á sínum tíma fyrst þau vildu það ? Hverskonar sýn réði í Washington gagnvart réttindum þeirra ?
Í kvöldverðarboði á afmælisdegi Thomasar Jefferson um 1830 lyfti Andrew Jackson forseti glasi sínu, leit til varaforsetans John C. Calhoun og mælti: ,, Fyrir alríkinu okkar. Það ber okkur að varðveita ! Calhoun stóð upp og svaraði skjótlega: ,, Fyrir alríkinu. Það gengur næst á eftir frelsinu sem við metum öllu ofar !
Af hverju áttu Norðurríkin að ráða frelsiskjörum Suðurríkjamanna og neyða þá til að vera áfram í ríkjasambandinu ? Voru þau þá ekki komin í það illræmda hlutverk sem Bretland hafði í þeirra eigin frelsisstríði að vera sá aðilinn sem hindrar annarra frelsi - og kúgar ?
Það hefur verið farið illa með mannfrelsið oft og tíðum í Bandaríkjunum. Alríkið hefur vaðið yfir aðildarríkin með margvíslegum yfirgangshætti allar götur frá borgarastyrjöldinni sem aldrei hefði átt að eiga sér stað.
Það kostaði 600.000 mannslíf þá að halda Bandaríkjunum saman á kostnað mannfrelsisins, en meðan hvítir Suðurríkjamenn kröfðust þess frelsis fyrir sig vildu þeir halda öðrum í ánauð. Aldrei er maðurinn sjálfum sér samkvæmur. Alltaf knýr sérgæskan hann til að segja : ,,Eitt gildir fyrir mig og annað fyrir þig !
Bandaríski Republikanaflokkurinn er nú fyrst og fremst flokkur hinna ríku, flokkur hinna alréttháu tíu prósenta, alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn er hér. Þar er til staðar sama hugsunin og sama hagsmunagæslan að standa vörð um auðklíkurnar !
Þeir sem styðja slíkan flokk fyrir utan hina innvígðu eru aðallega þeir sem vonast eftir beinum af borðum greifanna. Þeir bíða eins og hundarnir eftir því að einhverju verði hent í þá - að þeir fái eitthvað að naga ! Í þeim hópi er engin sjálfsvirðing til staðar heldur undirlægjuhátturinn einber !
Hvernig fer maður sem fullur er af þrælslund að því að verða sjálfstæður ? Þarf slíkur maður ekki alltaf að fá að heyra His Master´s Voice ! Er sjálfstæðisvitund eitthvað sem sumir menn eru ófærir um að þroska með sér ? Er þrælslund þeirra orðin algjör ?
Þegar maður upplifir framferði sumra manna gæti maður sem best haldið að svo hljóti að vera, því þeir virðast fæddir til að vera á fjórum fótum alla tíð !
Lýðræði Vesturlanda er sem fyrr segir mjög brotakennt fyrirbæri og margar eru misfellurnar þar og sumar þær verstu sniðnar til veruleikans vísvitandi, af ástæðum sérgæsku og mismununar. Baráttan fyrir mannfrelsinu þarf alltaf að halda áfram um allan heim !
En mannréttindi verða að taka mið af því sem byggir samfélög upp en mega ekki virka niðurbrjótandi á þau gildi sem styrkja heilbrigt samfélag. Þá eru röng viðhorf farin að kalla eftir frelsi sem vinnur gegn almennri velferð.
Hin siðrænu viðhorf verða að fá að leggja sitt til mála á grundvelli þeirrar velferðar. Þar er enn eitt stórmálið sem mjög hefur skekkst í meðförum á síðustu áratugum og þarfnast þeirrar samfélagslegu endurhæfingar sem enn bíður síns tíma !
Árið 2018 er að ganga í garð. Þá verða 100 ár frá hildarleiknum mikla sem kallaður hefur verið fyrri heimsstyrjöldin. Vonandi þarf ekki að breyta því heiti í fyrsta heimsstyrjöldin. Og svo eru 100 ár frá því Ísland varð fullvalda ríki !
Fullveldi og sjálfstæði haldast í hendur og við Íslendingar höfum þjóðlegar skyldur gagnvart þessum hugtökum. Megi íslenska þjóðin jafnan minnast þess og sinna þeim skyldum áfram sem hingað til og hlynna þannig sem best að eigin rótum !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 27
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 596
- Frá upphafi: 365494
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 509
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)