Leita í fréttum mbl.is

Ađ taka undir !

 

Ţađ er afskaplega ríkt í allri umrćđu núorđiđ ađ ef eitthvađ verđur ţar ofarlega á baugi, fara allir ađ taka undir. Ég velti ţví stundum fyrir mér hvort einhver marktćk skođunartjáning sé ţar ađ baki ţegar allt kemur til alls. Í ýmsum tilfellum virđist nefnilega öllu fremur um ađ rćđa einhverja hugsunarlausa međvirkni !

 

Ţađ er eins og fólk vilji taka ţátt í umrćđunni sér til einhvers framdráttar. Ađ ţađ vilji vera međ ţegar um er ađ rćđa ađ taka undir eitthvađ sem til vinsćlda virđist falliđ. Ef svo er, má telja ađ slík afstađa sé umhugsunarverđ og segi sitt um ţá vöntun sem virđist vera á allri dýpri hugsun varđandi álitamál ţau sem eru á ferđ hverju sinni í umrćđuferli dagsins !

 

Fólk virđist sem sagt tjá sig mikiđ međ tćkifćris-sinnuđum hćtti, án ţess ađ kynna sér málin í afgerandi máta og komast ađ grundvallađri niđurstöđu - allt fyrir viljann til ađ vera međ og taka undir ţađ sem vinsćlt er í rétthugsunarferli nútímans !

 

Og ef ţetta er nú svona, vaknar sú spurning: Af hverju eiga margvísleg réttlćtismál svo erfitt uppdráttar hér á landi ? Af hverju ţarf venjulegt fólk alla daga ađ vera ađ berjast fyrir ţví sem ćtti ađ vera sjálfsagt mannréttindamál og fara langan ţrautaveg í gegnum kerfiđ til ađ sćkja sinn rétt ? Og ţađ gerist löngum án ţess ađ nokkur telji sér máliđ skylt, án ţess ađ nokkur taki undir !

 

Af hverju er ţetta afskiptaleysi gagnvart augljósum brotum á almennum mannrétti og af hverju vantar oft svo mikiđ á samstöđuna í slíkum tilfellum ? Er ţađ kannski vegna ţess ađ ţađ ţyki ekki til vinsćlda falliđ og fólk vilji ekki skipta sér af hlutum sem gćtu valdiđ ţví vandrćđum og hugsi bara : Hver er sjálfum sér nćstur ?

 

Ţađ vilja margir taka undir vinsćldamálin, enda er ţess ekki krafist ađ ţar sé neinu til fórnađ. En ađ taka sér stöđu međ einhverjum sem hefur veriđ brotiđ á og hefur enga áheyrn fengiđ um leiđréttingu ţess, ţađ kallar greinilega ekki á neinn fjöldastuđning !

 

Slík afstađa krefst fórnar og viđ vitum öll ađ fórnarlund er hverfandi dyggđ í ríki sem hefur umfađmađ steingerđa nýfrjálshyggju og auđgildishugsun einhyggju-sinnađra Mammonsţrćla í nćrri 30 ár. Samfélag okkar  hefur af ţeim ástćđum orđiđ andlegri geldingu ađ bráđ, orđiđ sálarlega ómannlegt og heillum horfiđ, grćđgisvćtt í merg og bein og máli og sinnu !

 

Til ađ vinna upp fórnarlund í hugsun manna ţarf félagshyggju-sjónarmiđ, en ţau eru fjarlćg ţeim sálum sem hugsa allt sitt á mćlistiku eigingirninnar og gróđafíkninnar og hafa fyrir sitt lífsstef sérgćskufrasann – Ég um Mig frá Mér til Mín !

 

Ţađ er skynsöm afstađa ađ venja sig á ađ taka ekki undir neitt sem mađur hefur ekki kynnt sér fyrirfram ţví grundvölluđ skođun heldur best í allri umrćđu. Og ađ styđja eitthvađ sem getur beinlínis veriđ rangt af ţeirri einu ástćđu ađ mađur vilji vera međ og taka undir međ vinsćldakór dagsins er ekkert nema sálarlegt gjaldţrot !

Sá vinsćldakór getur veriđ horfinn fyrr en varir svo gjörsamlega ađ enginn finnist sem viđurkennir ađ hafa veriđ í honum og samraddađ ţar vitleysu augnabliksins !

 

Ţađ ţarf hug og dug til ađ standa á ţví sem rétt er og oft gengur slík afstađa ţvert á allar vinsćldir. Jaurés galt fyrir slíka afstöđu međ lífi sínu og ţađ hafa fleiri gert.

Zola fékk ađ reyna andstreymiđ, ţegar hann reis upp til varnar Dreyfus og réttlćtinu og hafđi sagt hin frćgu orđ ,, J´accuse ” - ég ákćri. Hann var svívirtur og auri ausinn uns hann varđ ađ fara í útlegđ. En hann sagđi í ţeim sviptingum: ,, Ţegar sannleikurinn er grafinn, er brautin rudd fyrir hörmulegustu stórslys !”

 

Og Zola sagđi líka: ,, Ţađ verđur ađ fást úr ţví skoriđ, hvort mannkyniđ á ađ snúa aftur og ganga á vald endurrisnum öflum ţjökunar og ţrćldóms !”

 

Hvar búa slík öfl betur um sig nú til dags en í nýfrjálshyggjunni, auđgildiskenningum ţeirrar sérgćsku sem heggur allt manngildi niđur frammi fyrir altari Mammons ? Ţar er ţví valdi ţjónađ sem vill viđhalda ţrćlahaldi og kúgun og misskiptingu um allan heim ?

 

Ćtlar fólk áfram ađ ţrćđa nćrri 30 ára ógćfuspor hérlendis til móts viđ höfuđdjöful helvítis ? Er ţađ kannski ađalinntakiđ í ţví nú til dags – ađ vera međ !

 

Emile Zola lést viđ undarlegar ađstćđur í september 1902, rúmlega sextugur ađ aldri. Sögusagnir gengu lengi um ađ hann hefđi veriđ myrtur af hćgrisinnuđum öfgamönnum út af afskiptum sínum af Dreyfus-málinu. Ţađ hefur hinsvegar aldrei veriđ sannađ međ óyggjandi hćtti.

 

En ţađ verđa alltaf einhverjir sem vilja drepa menn eins og Zola. Raddir slíkra manna eru of hćttulegar fyrir ţá sem níđast á réttlćtinu og eru illir í eđli sínu. Slíkir mannvesalingar hata menn eins og Emile Zola !

 

En Zola hvílir nú samt - ţrátt fyrir hatur ţeirra - í Pantheon, međal ýmissa annarra mikilmenna Frakklands, og fórnarlund hans fyrir málstađ réttlćtisins verđur metin međan til eru menn sem eru menn !

 

Ţađ var eđlilegt og í alla stađi viđ hćfi ađ Anatole France skyldi taka svo til orđa í útfararrćđu hans 1902 : ,, Zola var í samvisku mannkynsins ! ”

Hvar skyldi sú samviska vera nú ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 43
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1115
  • Frá upphafi: 358629

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 948
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband