Leita í fréttum mbl.is

Ný Francostjórn ?

 

Hinar ofbeldisfullu ađfarir spćnskra stjórnvalda gegn sjálfstćđishreyfingu Katalóníubúa minna ekki á neitt frekar en spćnsk stjórnvöld í tíđ Francos !

 

Katalóníumenn eru sérstök ţjóđ, međ sérstaka menningar-arfleifđ, tala sitt eigiđ tungumál og vilja vera frjálsir ađ sínu. Hversvegna skyldu ţeir ekki mega ţađ ?

 

Ríki Vestur-Evrópu mikla sig gjarnan af lýđrćđishefđ sinni, en lýđrćđishugsun flestra stjórnvalda ţar er mjög ţröngsýn og hagsmunir ţvćlast hvarvetna fyrir.

 

Oftast er niđurstađa stjórnkerfislegra deilumála varđandi sjálfstjórnarmál eđa sjálfstćđi í allt öđrum farvegi en eđlilegt réttlćti ćtti ađ bjóđa upp á. Lýđrćđiđ er taliđ gott međan ţađ ţjónar ríkjandi valdi en vont ţegar ţađ ţjónar hagsmunum almennings !

 

Pólitísk stefna Vesturlanda undanfarin ár hefur veriđ ađ parta sem mest niđur ríki Austur Evrópu og koma ţeim í vel viđráđanlegar einingar. Júgóslavía var kurluđ niđur međ allskonar baktjaldaađgerđum og moldvörpu-starfsemi og ţegar Serbía ţótti samt of stór og óviđráđanleg var fariđ í stríđ og aldagamalt serbneskt land afhent annarri ţjóđ međ atfylgi ESB og Nató. Sú saga er ljót og verđur vonandi afhjúpuđ ţó síđar verđi !

 

Tékkóslóvakía hćtti ađ vera til og var gerđ ađ tveimur ríkjum og ef til vill eigum viđ eftir ađ sjá Vestur og Austur Úkraínu sem sérríki. Ţađ eru alltaf einhverjir sem setja eldsmat undir suđupottinn og tilgangurinn er alltaf sá ađ geta arđrćnt ađra viđ nýjar og betri ađstćđur !

 

En í Vestur Evrópu má hinsvegar ekki splitta upp gamalgróinni valdastöđu einstakra ríkja. ESB vill ţađ ekki, Nató vill ţađ ekki. Svo ef fólkiđ vill ţađ samt, verđur ađ sveigja ţađ til hlýđni viđ valdiđ međ góđu eđa illu og ţađ er ţađ sem viđ sjáum vera ađ gerast í Katalóníu í dag !

 

Hin afturhaldssama ríkisstjórn Spánar vill greinilega halda Katalóníu sem sinni nýlendu og geta arđrćnt ţar áfram eins og hingađ til. Ţar er um einn iđnvćddasta og afurđabesta hluta ríkisins ađ rćđa og topparnir í Madrid geta ekki hugsađ sér ađ sleppa svo feitum bita !

 

Lýđrćđi skiptir engu í ţví sambandi. En áframhaldandi yfirgangur er međ öllu óásćttanleg niđurstađa fyrir sjálfstćđis-sinnađa Katalóníumenn sem vilja langţreyttir fá sitt frelsi og ţó fyrr hefđi veriđ !

 

Í raun og veru hafa bönd Katalóníu lengi veriđ sterkari viđ Suđur-Frakkland en Spán. Katalónska er til dćmis töluđ handan landamćranna í hérađinu Roussillon. Í dag munu líklega alls um 10 milljónir manna tala katalónsku, ţar af sennilega um 6 milljónir í Katalóníu. Sjálfstćđisbarátta Katalóníumanna á sér langa sögu og hófst sannarlega ekki á 21. öldinni. Katalónska ţjóđin hefur lengi haft alla burđi til ađ vera sjálfstćđ, ef hún fćr í nafni réttlćtisins ađ vera frjáls ađ sínu !

 

Áriđ 1931 var lýst yfir lýđveldi í Katalóníu og ákveđnir áfangar ađ sjálfsstjórn fengust ţá í gegn, en eftir borgarastyrjöldina gengu fasistar hart fram í ţví ađ taka allt til baka í ţeim efnum og herđa ţar kúgun og einrćđistök. Andstađan viđ Franco og fasista var löngum mest í Katalóníu og ţví er skiljanlegt ađ Katalóníumönnum ţyki nú sem ný Francostjórn sitji ađ völdum í afturhaldssömum og steingerđum miđstjórnar og miđalda kastala í Madrid !

 

Fátt virđist eiginlega í raun hafa breyst á Spáni frá fjórđa áratug síđustu aldar. Ţá tryggđu óţokkarnir Hitler og Mussolini sigur spćnskra fasista í borgarastyrjöldinni međ mikilli hernađarhjálp og komu öllu lýđrćđi á Spáni fyrir kattarnef. Franco var skilgetiđ afkvćmi ţeirra á valdastóli ţar. Bresk og frönsk stjórnvöld léku tveimur skjöldum í umrćddum hildarleik og íhaldsöflin ţar vildu í raun spćnsku lýđveldisstjórnina feiga !

 

Nú virđast ESB og Nató helst ćtla ađ sinna ţeim hlutverkum sem áđurnefndir óţokkar höfđu í fyrri tíđ, – ađ koma í veg fyrir lýđrćđi og ţar međ sjálfrćđi ţjóđar, međ ţví ađ ţjóna undir hćgri stjórnina í Madrid. Ţađ er sagt ađ margt sé líkt međ skyldum !

Franco virđist genginn aftur – engu betri en áđur !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 168
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 737
  • Frá upphafi: 365635

Annađ

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 648
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 161

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband