Leita í fréttum mbl.is

Er verkalýđshreyfingin ađ vakna ?

 

Ţađ hefur varla fariđ framhjá nokkrum hugsandi manni ađ töluverđ gerjun hefur veriđ í verkalýđsmálum ađ undanförnu. Sú verkalýđshreyfing sem viđ höfum veriđ ađ burđast međ í mörg ár hefur sem vitađ er veriđ liđónýt sem baráttutćki fyrir almennt verkafólk allt síđan hún lenti í tröllahöndum fyrir margt löngu !

 

Í pólitískum skollaleik hefur umrćdd hreyfing veriđ kýld sundur og saman af ýmsum baksviđsmönnum óhreinleikans og opinberum forustumönnum sem aldrei hafa sýnt sig sanna í verkum sínum. Skollabrögđin hafa fengiđ ýmis falleg nöfn allt frá Ţjóđarsátt til Salek-samkomulags, en sérhver gjörningur hefur faliđ ţađ í sér ađ öllum byrđum er velt yfir á herđar ţeirra sem síst skyldi og ţeir látnir blessa ţar yfir sem ćttu öllum öđrum fremur ađ hlífa en höggva !

 

Viđ höfum fengiđ ađ sjá ýmsa menn kallađa verkalýđsforingja sem alls ekki hafa veriđ ţađ í raun og listinn yfir slíka ómerkinga er orđinn nokkuđ langur. Ţađ er löngu kominn tími til ađ endurreisn góđra gilda eigi sér stađ í verkalýđshreyfingunni til ađ forđa hugsjónum hennar frá tortímingu. Viđ vitum hvernig Samvinnuhreyfingin var eyđilögđ af peningaöflunum og Ungmennafélagshreyfingin virđist litlu betur á vegi stödd. Ekkert fćr ađ vera í friđi – međ hreinan skjöld – fyrir óţurftaröflum Mammons !

 

Einhverntímann hefđi nú ţótt í meira lagi ólíklegt ađ VR yrđi í fararbroddi fyrir hugsjónavakningu af ţví tagi sem hér um rćđir, en sem betur fer eru ađrir viđ stjórn ţar nú en var í eina tíđ. Ferskustu frelsisvindar koma oft ţađan sem ţeirra síst er vćnst og einu sinni var meira ađ segja sagt : ,,Getur nokkuđ gott komiđ frá Nazaret ?”

 

Ţađ er von mín ađ ţeir fjórir - hingađ til vekjandi forustumenn, sem hafa kallađ eftir breyttum gildum innan verkalýđshreyfingarinnar standi einbeittir af sér allar Gylfaginningar og leiđi málefnin ţar til nýrra hćđa í hugsjónalegum skilningi. Ekki er vanţörf á !

 

Ţađ ţarf ađ hreinsa til í verkalýđshreyfingunni og stugga burt ţeim páfuglum pólitískra afla sem ţar hafa setiđ allt of lengi og engum sönnum gildum til góđs !

 

Í verkalýđshreyfingu sem stendur undir nafni verđa ađ vera brandar sem bíta ţegar ađstćđur krefjast ţess. Fulltrúar verkafólks ţar mega ekki undir neinum kringumstćđum gerast handbendi ţeirra skuggaafla óhreinleikans sem níđa niđur ćrleg málefni og snúa öllum heiđarlegum gildum á hvolf !

 

Ríkisvaldiđ í landinu hefur lengi hundsađ eđlilegar launakröfur verkafólks vegna ţess ađ handhafar ţess hafa vitađ ađ forusta ASÍ hefur í raun jafnlengi veriđ bitlaus og bundin á klafa pólitískrar línulagningar sem aldrei hefur ţjónađ réttum markmiđum !

 

Ţađ er von mín ađ verkalýđshreyfingin vakni til fullrar vitundar um samtakamátt sinn og geri öllum ţeim valdaöflum ljóst sem hafa hingađ til notađ hana sem gólftusku, ađ nú er nóg komiđ !

 

Frá Akranesi og Húsavík, frá VR og Eflingu, blása nú ferskir vindar frelsisvekjandi hugmynda um ţau réttindi fólks sem eiga ađ vera viđvarandi í fullu gildi á vinnumarkađi !

 

Fylkjum ţar liđi og látum ekki deigan síga fyrir ţeim öflum sem aldrei hafa ţolađ eđlilegt dagsljós, ekki fremur en nátt-tröllin í ţjóđsögunum !

Stöndum öll saman fyrir gildum heilbrigđra mannréttinda í íslensku samfélagi !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 167
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 736
  • Frá upphafi: 365634

Annađ

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband