30.5.2018 | 19:18
Staðlægt spjall með meiru eftir kosningar !
Fyrir um tuttugu árum setti ég fram þá kenningu varðandi kosninga-niðurstöður á Skagaströnd, að þar mætti sem best skipta kjósendum í fimm jafna hluta, 20% í hverjum. Það gaf manni vissa leið til einföldunar á hlutunum.
Ég taldi að tveir fimmtu hlutar myndu kjósa Skagastrandarlistann nánast alfarið og líklega allt að því umhugsunarlaust. Einn fimmti hluti drægist þar með að öllu jöfnu, en væri hinsvegar ekki fullkomlega stöðugur í hollustu sinni við listann, og gæti hugsanlega tekið upp á því að fara aðra leið ef girnilegri þætti !
Tveir fimmtu hlutar myndu kjósa tilfallandi mótframboð. Einn fimmti vegna rótgróinnar andstöðu við Skagastrandarlistann og einn fimmti að öllu jöfnu, en væri þó ekki að fullu fastur í rásinni með það. Þessi kenning hefur að mestu leyti staðist til þessa. Nýafstaðnar kosningar sýna þetta mynstur nánast fullkomlega !
H- listinn, Skagastrandarlistinn fékk þar 60,9% prósent atkvæða eða rétt rúmlega 3/5 hluta og Ð- listinn- Við öll 39,1% eða rétt tæpa 2/5 hluta. Frávikið er 0,9%.
Þar má því segja að hvor haldi bara sínu sem fyrr. Enga sérstaka fylgisaukningu er þannig að sjá í þessum úrslitum, enda var nokkuð fyrirséð hvernig fara myndi !
Ekki þykir mér ólíklegt að þær forsendur sem liggja þessari skiptingu atkvæða til grundvallar hér á þessu kjörsvæði, séu í all drjúgum mæli til staðar á svipaða vísu annars staðar. Breytileiki hugsunar í þessum efnum er oft tiltölulega takmarkaður og einn eltir annan í afstöðu þar.
Þannig hafa myndast skoðanahópar vegna ýmissa tengsla og hagsmuna og í afmörkuðu mengi taka þeir oftast á sig eitthvert form sem helst oftast nokkuð svipað og getur orðið býsna fast. Ekki á það síst við varðandi gömlu pólitísku línurnar.
Það þarf því oftast eitthvað mikið til að raska slíkri stöðu þegar hún er á annað borð komin upp, en þar er auðvitað oftast nokkuð þröng hugsun að baki eins og flestir hljóta að skilja.
Ég hef alltaf talið óheppilegt að sömu menn séu í forustu mjög lengi. Oftast fylgir mannabreytingum ákveðinn ferskleiki og allir vita að vald spillir mönnum. Þessvegna hrökk út úr mér vísa í vor þegar ég var eitthvað að hugsa um þessi mál og alla sex sveitarstjórnarmennina okkar :
Senn verður kosið í sveitarstjórn,
sæist þar staðan bætta,
ef Maggi og Dolli færðu fórn
og færu nú báðir að hætta !
Sennilega hef ég hitt á óskastundina því líklega eru fyrrnefndir menn báðir á einhverri útleið og þykir vafalaust fleirum en mér tími til kominn !
Annars er það von mín að þeir sem nú eru að stíga inn í sveitarstjórnarmálin verði þar ekki heldur allt of lengi. Þegar menn eru búnir að sitja í sveitarstjórn í 20-30 ár eru þeir löngu orðnir bitlausir og gildir sú umsögn um allflesta.
Einstaka afburðamenn kunna samt að vera til sem halda biti og krafti árum saman, en slíka menn hefur ekki borið fyrir mín augu hingað til og varla gerist það héðan af !
Fróðlegt er að velta fyrir sér nafni mótframboðsins gegn H-listanum. Sumir telja að þar hafi ráðið síðasti stafurinn í því orði sem skilgreinir líklega best stefnu framboðsins , það er að segja - EitthvaÐ !
Það hefur aldrei þóknast mér
um þokuveg að keyra,
og kjósa það sem eitthvað er
svo eitthvað verði meira !
En vonandi breytist þetta EitthvaÐ þó bráðlega í SitthvaÐ og eykst þannig að innihaldi. Þó að sú staða sé uppi með flesta á Ð listanum að þeir búi við þægilega innivinnu, er enganveginn útilokað að það geti breyst. Annars virðist helst slagkraftur í slíku innivinnufólki, eins og sjá má á framboðslistum víðasthvar á landinu, enda er það ágæta fólk líklega það eina sem er nokkurnveginn óþreytt eftir vinnudaginn !
Það eru hinsvegar athyglisverðar breytingar að verða almennt talað í kosningakortum þjóðarinnar í seinni tíð. Það er að koma æ betur í ljós í þeim kosningum sem haldnar eru, ekki síst sveitarstjórnarkosningum, að fólk er orðið virkilega þreytt á gömlu pólitísku listunum og vill aukið lýðræði og meira vald til fólksins. Það er sannarlega löngu tímabært að slíkt gerist !
Þessar fersku áherslur felast í því að nýir hópar taka sig saman um framboð, líklega fyrst og fremst til að skapa aukna velferð og aukinn jöfnuð innan samfélagsins. Þar virðast sem sagt hugsjónir koma eitthvað við sögu !
Hin hundgamla, þrælpólitíska mismununarstefna er greinilega gengin sér til húðar og það er sannarlega gott. Fólki hefur aldrei líkað þau vinnubrögð sem þar hafa tíðkast og margir hatast við leyndarhyggjuna sem löngum hefur verið fylgja þeirra !
Jafnvel þó í þessum breyttu áherslum geti falist vissar hættur á blekkingum og lýðskrumi er það jafnljóst að þeir sem koma fram á fölskum forsendum munu alltaf afhjúpa sig innan tíðar og missa þannig allt traust meðal kjósenda !
Almennt vill fólk heiðarleika í öndvegið og vill að þeir sem kosnir eru hverju sinni séu traustsins verðir. Harðsvíruð sérgæskuklíka, hvar sem hún er og hvernig sem hún er til komin og uppbyggð, býður aldrei upp á eðlilega þjónustu við almenning. Til þess vantar hana bæði sálarlega og siðferðilega undirstöðu !
Mikið er nú gott að hafa lýðræðið og njóta þess réttar sem það gefur, bæði til að kjósa og líka til að mæta á kjörstað og skila auðu ef valkostir geta alls ekki höfðað til manns !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 167
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 736
- Frá upphafi: 365634
Annað
- Innlit í dag: 162
- Innlit sl. viku: 647
- Gestir í dag: 162
- IP-tölur í dag: 160
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)