9.6.2018 | 09:02
HE Too byltingin !
Það hlýtur nú senn að fara að líða að nýrri samfélags-byltingu, einskonar réttlætisbyltingu til að breyta þeirri eitilhörðu ímynd sem karlmaðurinn hefur alltaf þurft að dröslast með og hefur auðvitað gert honum lífið erfitt og leitt frá fyrstu tíð !
Það er löngu kominn tími til að berjast gegn kröfunni um þennan svokallaða karlmennskubrag sem heimtað er að karlinn sýni við allar hugsanlegar aðstæður. Og oftast hafa það nú verið blessaðar konurnar sem hafa - meðvitað eða ómeðvitað - heimtað slíkan brag eða stíl af hans hálfu !
Það hefur aldrei virtst skipta neinu máli þótt karlmaður hafi verið mesta tuska á allan hátt. Alltaf hefur hann orðið að axla það hlutskipti að vera þetta ætlaða karlmennskutákn og bera þann kross oft á veikum herðum. Því skiljanlega mun það hafa verið mörgum manninum þungur kross að eiga að heita karlmaður, en hafa enga burði til þess sem ætlast er til af honum og finna það líklega manna best sjálfur !
Sannleikurinn hefur nefnilega býsna oft verið sá, að veruleikinn hefur ekki rímað rétt við þær ímyndir sem reynt hefur verið að halda uppi. Á bak við lítinn og vesallegan karl hefur í býsna mörgum tilfellum staðið stór og stæðileg kona !
Já, virkjamikil kona, sem hefur rekið karlinn sinn áfram og krafið hann á ýmsum úrslitastundum um að sýna nú karlmennsku, þó enginn í heiminum ætti að vita betur en hún að hjá honum sé enga karlmennsku að finna. Þar hafi aldrei neitt staðið nema í hálfa stöng og varla það !
Og þá er það nú orðin töluverð spurning hvorum megin ofbeldið er, þegar krafist er að karlmenn sýni manndóm sem ekki er til. Reisn manna er nefnilega svo afstæð og mismunandi og sums staðar er hún hreint ekki nein !
Og hverjir skyldu kvarta mest yfir þeim ,,karlmennsku-skorti ?´´
He Too bylting gæti vafalaust hjálpað karlmennsku-snauðum karlmönnum heilmikið og jafnvel til sjálfsbjargar, enda ber að líta á það að slíkir karlmenn eru hreint ekki svo fáir og þeim fer líklega hraðfjölgandi í komandi tíð ef fer sem horfir !
Allt í nútíma samfélagi leggst á eitt með að rýra karlmennskuna. Konur tala hana niður seint og snemma og þykjast þó vilja henni allt hið besta. Karlmenn sýnast enganveginn vita hvernig þeir eiga að hegða sér, þeir hringsnúast bara og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Allt sem þeir reyna að gera virðist fyrirfram dæmt óboðlegt af einhvers konar hæstarétti femíniskra sjónarmiða og þeim til ævarandi skammar !
Svo það þarf greinilega að vinna að því hörðum höndum að opna skilningsrásir kvenna fyrir því að karlmenn eigi einhvern mannlegan rétt, að þeir megi gráta, að það sé ekkert óafsakanlegt þó karlmenn séu ekki alltaf harðir, að karlmenn megi vera mjúkir og jafnvel lingerðir ef því er að skipta. Að karlmaður þurfi bara alls ekki að vera neitt hnefaréttar hótandi hörkutól ef út í það fer - eða hverjir skyldu vilja hafa þá þannig ?
Allar götur í mannkynssögunni hafa það verið konur sem hafa argast í körlum og stundað það grimmt að herða þá upp, já, bæði til góðs og ills !
Jessabel ráðskaðist seint og snemma með Akab ræfilinn, Guðrún Gjúkadóttir og Brynhildur Buðladóttir voru grimmar í skapi og stjórnuðu yfirlýstum hetjukörlum út og suður, Sesar og Antoníus voru eins og smjör í höndum Kleópötru, Theódóra var miklu harðari í horn að taka en Jústiníanus o.s.frv. o.s.frv. Dæmin eru fleiri en fært er að nefna um sögulegt ofurvald kvenna !
Nú gæti einhver sagt : ,, Ja, þú ert þarna bara með einhverjar útlendar kellingar, okkar konur eru allt öðruvísi og miklu mýkri og betri !
Jæja, hvernig voru konurnar hérlendis, til dæmis Guðrún Ósvífursdóttir, Hallgerður langbrók, Þorgerður Egilsdóttir og Þuríður móðir Víga-Barða, svo tekin séu dæmi ? Allt grimmar hörkukellingar sem völtuðu yfir karlpeninginn fram og aftur !
Og ef sagt er, þetta eru konur úr löngu liðinni tíð, þær eru allt öðruvísi í nútímanum !
Jæja, þá vil ég spyrja, vantar hörkuna í þær núna, ég held nú síður. Hvernig hefur það verið til dæmis með Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Rist, Ingibjörgu Sólrúnu og Sigríði Á. Andersen, svo einhverjar baráttukonur nútímans séu nefndar. Þær eru að sögn svo harðar af sér að karlmenn þora ekki öðru en að ganga á tánum nálægt þeim !
Nú á tímum er mikið talað um víkinga og oftast út frá fjárans karlmennsku-viðmiðinu. En það er alröng viðmiðun því þessir svokölluðu víkingar voru það sem þeir voru eingöngu vegna þess að þeir voru víkingakellinga-kallar !
Þeir hunskuðust í víking vegna þess að kellingarnar ráku þá til þess með endalausu kvabbi og nuddi um að það vantaði þetta og hitt. Á hverju átti að reka heimilin, ekki vinnu kallanna, þeir nenntu engu !
Það eina sem þeir fengust til að gera var að stela frá öðrum. Og það hafa afkomendur þessara víkinga gert allar götur síðan eins og dæmin sanna. En það voru áreiðanlega kellingarnar sem með endalausum kvörtunum sínum komu þeim af stað í upphafi með ránskapar-ósiðina !
Það sést á þessu að það veitir ekki af því að fá einhverja He Too byltingu til að leiðrétta ýmislegt misrétti gagnvart körlum sem hefur lengi verið við lýði, en aldrei hefur verið talað um eða yfir höfuð mátt tala um ?
Þeir eru hreint ekki svo fáir karlarnir sem eru eins og innistæðulausir bankareikningar karlmennskuatgervið bókstaflega ekki neitt og annað eftir því. Og hvaða kona lítur við karli sem er innistæðulaus ?
Jafnvel alræmdur útrásarvíkingur sem verður skyndilega blankur vegna óráðsíu og eyðslusemi hefur ekki mikla kvenhylli, það er nútímahlaðin staðreynd. Víða kreppa karlmennskukröfur kvenna svo að vesælum karlaumingjum að þeir eru nánast með grátstafinn í kverkunum allar stundir, ræfils greyin !
Það hefur alltaf legið fyrir að konurnar eru meiri víkingar en karlarnir. Það eru fyrst og fremst þær sem hafa alltaf komið nánast öllu á hreyfingu og af stað. Þær eru hið súpergeníska hreyfiafl í allri sögu mannkynsins !
Svo kenna þær körlunum um allt þegar illa fer og þykjast hvergi hafa komið nærri. Þær eru miklu lúmskari en karlarnir og hafa alltaf verið það !
Me Too getur auðvitað komið mörgu góðu til leiðar ef rétt er á haldið, en He Too verður líka að fá sitt tækifæri svo þeir karlar geti rétt úr kútnum sem sannarlega eru beygðir. Og af hverju skyldu þeir vera beygðir ? Þeir eru beygðir vegna þess að þeir valda ekki ímynd sem hefur um allar götur Sögunnar verið neydd upp á þá og af hverjum, mér er spurn ?
Ætli það séu ekki fleiri hliðar á sumum málum en látið er í veðri vaka !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 208
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 777
- Frá upphafi: 365675
Annað
- Innlit í dag: 202
- Innlit sl. viku: 687
- Gestir í dag: 199
- IP-tölur í dag: 197
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)