Leita í fréttum mbl.is

Um óvissa framtíđ, eitrađa nútíđ og umbreytta fortíđ !

 

Ţađ hefur alltaf veriđ svo í ţessum auma heimi ađ ýmsu vćgast sagt misjöfnu hefur veriđ lyft á stall ţegar líđa fer frá ódáđum og raddir allra fórnarlamba hafa ţagnađ !

Nú er sá tími líklega kominn ađ fariđ verđi ađ ausa ótćpilega yfir almenning allra landa ţýskum sjónarmiđum varđandi seinni heimsstyrjöldina. Sýna hvađ Ţjóđverjar ţurftu ađ ţola í stríđinu mikla, – stríđinu sem ţeir hófu !

 

Samfara ţví verđur svo eflaust fariđ ađ rćkta upp alls konar endurskođunar-sjónarmiđ sögulegrar túlkunar og nýja sýn á ţann veruleika sem Stór-Ţýskaland undir forustu nazista bjó yfir. Allt verđur smám saman fegrađ og fóđrađ nýjum búningi.

 

Sektarkenndin eftir öll hin frömdu glćpaverk virđist nefnilega vera farin ađ fyrnast allmikiđ og senn geta menn jafnvel fariđ ađ sjá ţađ í glansmyndum sem var ekkert nema botnlaus hryllingur. Aldrei virđist mannskepnan lćra neitt sem hefur gildi til lengdar. Ef hún tekur skref áfram í einhverju, stígur hún líklegast á nćsta stigi tvö skref aftur á bak eđa fer í hringi !

 

Hćttur mannlífsins eru margar. Einstaklingar gera margvísleg mistök og taka gjöld fyrir, en ţegar stjórnvöld gera mistök er ţađ fólkiđ í heild sem geldur fyrir slíkt og oft illilega. Ţađ er löngu ljóst ađ ábyrgđ er ţá hvergi til, jafnvel ekki hjá mönnum sem hafa veriđ í háum stöđum á ofurlaunum til lengri tíma - ađ sögn - vegna niđurslítandi ábyrgđar ! Ţekkjum viđ ekki dćmin um slíkt frá ţví fyrir hrun og enn í dag !

 

Heiđarleiki virđist ţví miđur allt of fáum mönnum í blóđ borinn nú til dags og ţegar óheiđarleiki situr viđ völd er samfélagsleg ógćfa til stađar. Ţađ er undarlegt ađ á svokölluđum upplýsingartíma skuli óvenju margir blanda óheiđarleika saman viđ sjálfsbjargarviđleitni og telja sjálfsagt ađ stela frá öđrum ef ţeir hafa fćri til ţess.

Ţar virđist engu skipta hvert menntunarstig manna er !

 

Menntun er hinsvegar alltaf góđ og gild til ţess ađ styrkja heilbrigđa innviđi, en hún skilar sér ekki vel ţegar innviđir einstaklingsins eru óheilbrigđir og rotnir. Ţá verđur menntunin bara eins og lakkáferđ á ónýtt undirlag. Yfirborđiđ verđur kannski áferđarfallegt fyrst í stađ en býr yfir litlu raungildi. Undirfúinn mun ekki leyna sér til lengdar. Ţjóđfélagsmeiđur sem hlynnir stöđugt ađ fúagreinum verđur smám saman rotinn til róta. Ţađ hefur víđa sannast !

 

Endurskođunarsagnfrćđi er ekki endilega eitthvađ sem leiđréttir misfellur og fćrir hluti til sannari vegar. Endurskođun sögulegrar framvindu er oftast gerđ vegna ţess ađ annar tími og önnur sjónarmiđ hafa tekiđ völdin. Ţađ sem áđur gilti ţjónar ekki lengur ráđandi viđhorfum !

 

Slík breyting ţarf ekki ađ hafa neitt međ rétt eđa rangt ađ gera. Ţađ er ekkert víst ađ ný og endurskođuđ útgáfa sögulegrar atburđarásar verđi nćr sannleikanum en sú sem áđur var látin gilda - nema síđur sé. Ţađ eina sem er víst er ađ breytt sjónarmiđ á líđandi stund hafa bara kallađ á ađra sýn á ţađ sem liđiđ er, eitthvađ sem ţykir hagstćđara í núinu !

 

Fölsun stađreynda er býsna stór ţáttur í valdaspili nútímans. Tölvutćknin gerir mönnum kleyft ađ umsnúa flestum hlutum og ţađ er miskunnarlaust gert ţar sem ţörfin krefur ađ mati ráđandi afla. Í skollaleik tćknibragđanna er hvorki til stađar sannleikur eđa siđferđi. Ţar eru engar reglur virtar og ekiđ utan vega í öllu til tjóns og bölvunar fyrir allt sem heitir siđlćg mennska !

 

Lygar gćrdagsins eru hylltar sem sannleikur líđandi stundar og stóri sannleikur morgundagsins. Allt sem haft hefur dómgreindarlegt raungildi er hamrađ út í ţynnra og ţynnra og hvarvetna fariđ yfir ystu mörk. Útgerđ mannkynsins virđist ćtla ađ sigla áfram á fullri ferđ í hringiđu heimskunnar uns botni er náđ !

 

Andavaldiđ í glötunarferli nútímans er slíkt ađ öllu virđist hagrćtt til ţess ađ svo geti orđiđ !

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 815
  • Frá upphafi: 356660

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband