Leita í fréttum mbl.is

Um þjóðfélagsleg þolmörk !

Það hefur líklega lengstum verið til svokallað hinsegin fólk í veröldinni, en krafan nú til dags virðist vera sú að það fólk sem er það ekki verði að vera það líka ! Meðan barist hefur verið með almennum stuðningi gegn samfélagslegum fordómum, virðast hinsegin fordómar hafa farið vaxandi !


Meðan reynt hefur verið að setja skorður við yfirgangi meirihluta gagnvart minnihluta, hefur yfirgangur minnihluta gagnvart meirihluta orðið vaxandi vandamál. Meðan gagnkynhneigt þjóðfélag hefur reynt til hins ítrasta að koma til móts við samkynhneigða, virðast samkynhneigðir stöðugt ganga á lagið og setja fram meiri kröfur á hendur gagnkynhneigðum !


Og nú bendir sitthvað til þess að komið sé að þolmörkum í þessum efnum. Það sjá það stöðugt fleiri að það gengur ekki að samkynhneigðir krefjist þess af okkur, gagnkynhneigðu mannfólki, að við leggjum hugarfarslega blessun okkar yfir þeirra kynferðislega atferli. Jafnvel þó okkur sé hótað því að við verðum brennimerkt sem fordómafullt gamaldags pakk, verðum við að gera kröfu til þess að við fáum að ráða hugsunum okkar sjálf. Yfirgangur minnihlutans í þessum efnum er orðinn slíkur að það verður ekki lengur við hann unað !


Menn hafa síðustu árin, margir hverjir, þagað þegar þessi mál hafa verið til umræðu, og ekki þorað að segja meiningu sína. Fjölmiðlarnir sem jafnan eru áhrifamiklir, hafa virst vera meira og minna á hinsegin bandi. Þar virðist allt sem tengist samkynhneigð vera pumpað upp í kraftgír áróðursins. Svo virðist líka að sjá og heyra sem allmargt fjölmiðlafólk sé úr hópi hinsegin fólks. Fæ ég þó ekki séð að skoðanir þess ættu að þurfa að ráða dagskránni eins og engar aðrar skoðanir séu til !


Á meðan allt hefur snúist um réttindi þessa háværa og ágenga minnihluta, virðast almenn mannréttindi hafa goldið þess með ýmsum hætti. Það sýnist hreinlega ekki hafa gefist neinn tími til að sinna þeim af þeirri einurð sem til þarf vegna fyrirferðar hinna „sérlegu mannréttinda“!


Ég held að menn þurfi að gæta sín mjög á því að missa ekki hina almennu mannréttindabaráttu niður í meiningarlaust kjaftæði vegna þeirrar mikið til allsráðandi umræðu um „sérhagsmuna-mannréttindi“ sem virðist nú um stundir tröllríða hér öllu ! Við skulum nefnilega athuga það, að það er enn farið illa með fólk og það í vaxandi mæli út um allan heim og almenn mannréttindi eru víða fótum troðin af illum og óguðlegum yfirvöldum og allra handa auðklíkum !


Það verður auðvitað hver og einn að bera ábyrgð á sínu einkalífi, þar með talið kynlífi, og enginn á að fá að þvinga sína aðferðafræði þar upp á aðra. Berorðar frásagnir um eitt og annað sem viðgengst í einkalífi fólks eru orðnar svo algengar í opinberri umræðu að það eru allir hættir að hrökkva við í þeim efnum og það hálfa væri vissulega nóg, en yfirlýsingar margra samkynhneigðra hérlendis um hvað þeir hafi mátt þola vegna kynhneigðar sinnar, hljóta að minni hyggju, að vera mjög yfirdrifnar og líklega oftast meira í ætt við áróður en sannleika !


Mér vitanlega hafa aldrei verið neinar almennar ofsóknir í gangi hér á landi gegn samkynhneigðu fólki. Það hafa sjálfsagt verið svokallaðir fordómar til gagnvart því eins og nánast öllum sem eru eitthvað öðruvísi og marka sér einhverja sérstöðu, en að þarna sé um einhverja sérstaka píslarvotta samfélagsins að ræða tel ég ekki vera og lái mér það hver sem vill !


Í öllum samfélögum verða hinsvegar að vera einhver siðferðileg mörk og ef allar varnarlínur af slíku tagi eru afnumdar í einhverri alfrelsisvímu, þá er þjóðfélagssáttmálinn í heild rofinn – þá á fólk ekki lengur samleið á samfélagslegum vettvangi, þá er hin siðferðilega undirstaða ekki lengur fyrir hendi !


Hin svokallaða réttindabarátta homma og lesbía er að minni hyggju komin yfir strikið eins og ég tel ýmsar uppákomur af þeirra hálfu hafa sýnt á síðari árum, og það er samfélagsleg nauðsyn að fólk fari að nota dómgreindina hvað þessi mál snertir og láti ekki villa um fyrir sér meira en orðið er !


Náttúrulögmálin sjálf sjá til þess að ekkert þjóðfélag sem ætlar sér lífvænlega framtíð verður rekið á forsendum samkynhneigðar. Sú eðlilega framvinda lífsins sem tryggir að kynslóð tekur við af kynslóð er og verður í höndum gagnkynhneigðra einstaklinga. Hvað sem líður sýn fólks á það sem kallast mannréttindi og hversu öfugsnúin og vitlaus sem umræðan getur verið og orðið í þeim efnum, verður náttúrulegum staðreyndum ekki breytt !


Þegar einhver minnihlutahópur mannfélagsins krefst þess, meðal annars með áróðursherferðum, sem jafnvel eru greiddar af almannafé, að menn afsali sér hugarfarslegu frelsi sínu og skilningi á því hvað sé eðlilegt og hvað óeðlilegt, er það tilræði við mannréttindi annarra og algerlega óásættanlegt framferði. Þeir sem gerast taglhnýtingar slíkra sjónarmiða, alteknir af veglausum tíðaranda, oftast helst til að auglýsa eigið víðsýni og fordómaleysi, eru yfirleitt mestri blindu slegnir allra manna !


Ég lýsi fullkominni andúð minni á slíku háttalagi og hvet hvern og einn til að gera það upp í eigin huga, á eigin forsendum, hvaða afstöðu hann hefur til þessara mála og jafnframt til þess að hafa kjark til þess að standa vörð um eigið hugsanafrelsi þegar sú staða er uppi, að aðrir virðast hafa fulla tilhneigingu til að taka þar yfirráðin !






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 138
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 707
  • Frá upphafi: 365605

Annað

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 619
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband