19.1.2019 | 20:41
Lýðræði og kynjahalli !
Lýðræði er, eins og flestir vita, byggt á þeirri meginforsendu að meirihlutinn eigi að ráða. Þá er jafnframt gengið út frá því að sá meirihluti sé frjáls að sinni skoðun og eigi að vera það. Á seinni árum hefur skapast öflugur þrýstihópur fyrir því að konur og karlar skipi valdastöður að jöfnu og þá vandast málið með lýðræðið !
Þegar einhver rétttrúnaðarstefna er komin á kortið hefur hún tilhneigingu til að ryðja því frá sem fyrir er. Og þá er yfirleitt sama hvað það er. Nú er svo komið að margur rétttrúnaðarsinninn virðist hugsa, að þegar kynjahalli skapast út af hreinu lýðræðisvali, verði lýðræðið að víkja. Það er náttúrulega ekki góð framvinda fyrir lýðræðið !
Við vitum að lýðræðislegur vilji kjósenda sem fram hefur komið í prófkjörum á síðari árum hefur iðulega verið fótum troðinn og breytt um röðun fólks á framboðslistum til að jafna út kynjahalla. Er það forsvaranlegt ? Ef einhverjir þrýstihópar í samfélaginu vilja aðra niðurstöðu en vilji kjósenda vísar til, á þá bara að breyta eftir á ? Hverskonar lýðræði er það ?
Eru sjónarmið kvenréttinda þá ekki lýðræðisleg ? Er forsjárhyggjan þar orðin svo mikil að það eigi bara að kenna kjósendum að aðhyllast ,,rétt sjónarmið með yfirgangi ? Og ef þeir ýfast eitthvað við þeim þrýstingi þá skuli bara sturtað yfir þá flóði af neikvæðum lýsingarorðum til að undirstrika meinta heimsku þeirra og aðlögunarskort ? Er þróunarstíllinn á yfirlýstum upplýsingatímum þá orðinn slíkur ?
Mary Wollstonecraft (1759-1797), frumkvöðull í kvenréttindamálum á sínum tíma, ritaði 1792 í verki sínu Vörn fyrir kvenréttindum : ,,Leyfum konum að njóta sömu réttinda og karlar og þær munu gera dyggðir þeirra að sínum !
Þetta er athyglisverð umsögn, því mörgum hefur sýnst að konur hafi með auknum réttindum hneigst öllu meira að því að taka upp ósiði karla heldur en hitt !
Það er enganveginn sjálfgefið að aukið frelsi leiði til aukinna dyggða. Framboð á ósiðum í nútímanum er til að mynda yfirleitt miklum mun meira en framboð á dyggðum og skiptir í því sambandi engu máli hvort kynið á í hlut.
Frelsi án ábyrgðar er mjög ofarlega í tíðarandanum eins og flestir ættu að geta séð en slík afstaða til mála getur aldrei talist samfélagslega séð uppbyggileg. Lýðræði má ekki verða ábyrgðarlaust frekar en önnur stjórnarform því þá fer það að skila sér á öfugan hátt við eiginlegan tilgang sinn !
Margir hafa miklar efasemdir um lýðræðið og tæpast munu þeir hinir sömu telja það vera að taka framförum með feminísku ívafi eins og útjöfnun á kynjahalla.
Eitthvað þarf jafnan að stuðla að aga og reglu í mannfélaginu og sumir hafa aldrei haft trú á því að lýðræðið sé líklegt til að styrkja þá nauðsyn.
George Washington, sem reyndar var ekki lýðræðissinni sjálfur, skrifaði eitt sinn : ,,Mannkynið látið sjálfrátt, er óhæft til þess að stjórna sér sjálft !
Það má auðvitað margt um slík sjónarmið segja, en hver og einn sem lifað hefur er barn síns tíma að mestu leyti og allar umsagnir ber að skoða með hliðsjón af því. Öll framþróun lýðræðisins verður fyrst og fremst að miðast við altæk mannréttindi en ekki sértæk mannréttindi. Sértæk mannréttindi, byggð á hagsmunum einstakra þjóðfélagshópa, munu alltaf hafa í för með sér réttindahalla á einn eða annan veg !
Lýðræði á að byggjast á persónulegu vali kjósenda á einstaklingum til forustu. Þar er ekki verið að tala um kynjajafnrétti. Þar er verið að tala um traust !
Þeir einstaklingar sem njóta trausts öðrum fremur, hljóta kosningu. Það hefur ekkert með kyn að gera. Að þvinga lýðræðið til að virka á annan veg er nauðgun !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 9
- Sl. sólarhring: 256
- Sl. viku: 1289
- Frá upphafi: 367414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1130
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)