Leita í fréttum mbl.is

Um birtingarmyndir breyttra viđhorfa !

 

Nú hefur komiđ fram ađ bandarísk stjórnvöld hafa ágirnd á Grćnlandi og telja yfirráđ ţar hugsanlega nauđsynlegan hluta af ţví öryggisneti sem ţau vilja skapa sér í síbreytilegum og viđsjárverđum heimi !

 

Međ vaxandi mikilvćgi norđurslóđa og nýjum flutningaleiđum sem virđast vera ađ opnast ţar, ćtti ţađ svo sem ekki ađ koma neinum á óvart ađ slík ásćlni komi fram. En í ţví felst trúlega viss vísbending um ţađ hvernig hugsađ er í herköstulum valdabaráttunnar í yfirstandandi tíma !

 

Ţó nýlendutíminn sé liđinn, og sú auđvaldsstefna vonandi ţar međ sem fólst í ţví ađ kasta eign sinni á lönd og lýđi, er ekki ţar međ sagt - ađ gamlar ađferđir til valds og viđgangs geti ekki sýnt sig á ný. Ekkert er svo sem nýtt undir sólinni eins og ţar stendur !

 

Ţađ er ţví alls ekki útilokađ ađ Bandaríkin eigi eftir ađ leggja Grćnland undir sig í komandi framtíđ, á ţeim forsendum ađ ţau séu nauđbeygđ til ţess vegna öryggishagsmuna sinna. Hver og hvađ á ađ hindra slíkan gjörning af ţeirra hálfu ef sú stađa kćmi upp ?

 

Í stríđinu 1812 gerđu bandarískir stríđshaukar sér vonir um ađ ţeir gćtu klárađ ákveđiđ verk sem hafđi dregist fram ađ ţví, en ţađ var ađ leggja Kanada undir Bandaríkin. Ţađ var hinsvegar ekki á fćri ţeirra ţá ţví Bretar voru ţar svo sterkir á ţeim tíma, ađ ţeir sóttu fram og gátu jafnvel tekiđ Washington og brennt Hvíta húsiđ !

 

Stríđiđ endađi svo međ ţví ađ samningar voru gerđir um ţá landamćralínu sem hefur veriđ í gildi síđan. En til eru ţeir í Bandaríkjunum sem enn hugsa á ţá leiđ, ađ Norđur Ameríka og Bandaríkin eigi ađ vera eitt !

 

Framkoma bandarískra stjórnvalda í seinni tíđ hefur sýnt mörgum ađ ţau svífast einskis ef út í ţađ fer. Og ţegar ţau telja sig ţurfa ađ verja hagsmuni sína er ţeim trúandi til alls. Sjónarmiđ annarra skipta ţá engu !

 

Núverandi forseti Bandaríkjanna hefur átt ţađ til ađ glefsa í gróna bandamenn og sett ýmislegt í uppnám međ slíku háttalagi. Slíkt ţótti ekki til siđs áđur og hefđi ţá veriđ talinn hreinn og beinn óvinafagnađur !

 

Kannski er umrćdd framkoma núverandi forseta ađ einhverju leyti fyrirbođi ţess ađ ný uppstilling geti orđiđ til á komandi árum innan bandaríska stjórnkerfisins varđandi ţađ hverjir verđi skilgreindir sem traustir og raunhćfir bandamenn og hverjir ekki !

 

Bandaríkin eru í dag ekkert annađ en venjulegt stórveldi sem hegđar sér eins og slík veldi hafa alltaf gert í gegnum söguna. Ţau eru enginn útvörđur lýđfrelsis eđa höfuđvirki hins frjálsa heims eins og ţau hafa löngum viljađ láta kalla sig. Kommúnisminn gaf ţeim ţá stöđu og nú sjá margir annađ en ţeir sáu áđur og gera sér grein fyrir í breyttum heimi ađ ekki hefur allt veriđ sem ţeim sýndist !

 

Margir innflytjendur sjá nú ljóslega ađ frelsisstytta Bandaríkjanna hefur ekki lengur ađ geyma ţá lífgefandi mynd sem lengstum hefur veriđ af henni gefin. Ţeir sjá ađ í hinu ćtlađa Gósenlandi tćkifćranna eru ýmsar skerđingar á frelsi í vaxandi ferli og skuggahliđar ađ koma fram í ýmsum málum sem vekja ugg og kvíđa í hjörtum ţeirra !

 

Berlínarmúrinn er fallinn en Bandaríkjamúrinn virđist vera ađ rísa í einni mynd eđa annarri. Nú á ađ loka á óćskilega ađila til ađ varđveita enn betur sérhagsmuni hinna ríku. Ţannig virđist stađan orđin í hinu bandaríska samfélagi sem varđ ţó ekki til sem ţjóđríki heldur sem fjölmenningarríki !

 

Ekki hefur ađgreiningin minnkađ ţar međ tímanum. Margvíslegar blikur eru á lofti og ţađ er eins og einhver ávanabundin hrollvekja sé ađ yfirtaka sviđiđ í hinu yfirlýsta landi frelsisins, sem orđiđ er land hinnar allsráđandi skothríđar. Ţar getur veriđ von á ýmsu sé gengiđ yfir götu !

 

Ameríski draumurinn er ekki lengur sá veruleiki sem hann ţótti áđur !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 815
  • Frá upphafi: 356660

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband