5.10.2019 | 09:30
,,Ó, þessar leiðinda launagreiðslur !
Í eina tíð var litið svo á að menn sem stæðu fyrir atvinnurekstri væru vinnuveitendur. Og í nokkrum tilfellum í gamla daga var jafnvel talið að sumir þáverandi aðilar sem höfðu atvinnurekstur með höndum, væru fyrst og fremst vinnuveitendur !
Þá er líklega verið að vísa til manna eins og Haraldar Böðvarssonar, Einars Guðfinnssonar og slíkra, sem höfðu það líklega í og með sem ákveðna lífshugsjón að byggja upp heimabæi sína og skapa kröftugt atvinnulíf og blómlegt mannlíf !
Og seint verður framlag slíkra öndvegismanna metið til fulls, en samt er það svo að þegar litið er til heildarmyndar, hafa slíkir menn ekki verið margir. Flestir sem stóðu í rekstri voru miklu frekar og öllu heldur atvinnurekendur en vinnuveitendur !
Það er að segja, hugarfarið var með þeim hætti. Þeir voru fyrst og fremst að þjóna auðgunarhvöt sinni sem leiddi þá suma hverja nokkuð langt eins og dæmin sönnuðu. Það varð til þess að arðránið varð svo mikið að það kallaði á andspyrnu og margháttuð átök. En hér er ekki hugsað til þess að rekja þá sögu, enda hefur það víða verið gert !
Hinsvegar mætti hugleiða nokkuð þá manngerð sem virðist helst vilja stunda rekstur í dag. Þar er sýnilega að langmestu leyti um atvinnurekendur að ræða sem margir hverjir virðast vera býsna hallir undir afgerandi frjálshyggjusjónarmið !
Það virðist engin sérstök hugsun beinast að því að skapa atvinnu, þaðan af síður vera til staðar einhver samfélagsleg uppbyggingarsjónarmið. Nei, eina hugsunin og eini drifkrafturinn virðist vera löngunin til að auðgast með einhverjum hætti !
Fyrir hrun margfaldaðist í þeim dúr sú árátta í mörgum, við galopin kerfisskilyrði, að stunda ítrustu áhættusækni til að hámarka hugsanlegan ávinning. Fjármálakerfið allt virtist ganga fyrir ótakmarkaðri græðgi og eftir því sem menn voru gírugri virtust þeir fá meiri fyrirgreiðslu !
Afleiðingar urðu þær að þjóðfélagið fór á hliðina og slík efnahagsafbrot áttu sér stað að aldrei verður unnt að gera þá hluti upp til neinnar viðhlítandi leiðréttingar. Viljinn til þess af hálfu kerfisins hefur líka oftast verið talinn í blekkingarfullu skötulíki og mikil tilhneiging til að gleyma öllu saman. En mörg eru samt sárin sem blæða enn frá þessum ræningjatíma og munu lengi blæða !
Ein afleiðingin frá umræddum tíma er - að fyrirhrunsárin virðast hafa byggt upp hérlendis einskonar oligarka-klíku sem náði ómótmælanlega að auðgast ótæpilega með ýmsum hætti við hinar óeðlilegu aðstæður og situr enn að mestu ótrufluð að sínum fúlgum !
Frá þeim sjálfhverfa hópi heyrast stundum umsagnir í fjölmiðlum sem upplýsa nokkuð vel hvernig þar er hugsað. Sérstaklega er athyglisvert þegar slíkir aðilar tala um að það væri ekkert mál að reka fyrirtæki ef launin væru ekki svona há. Það væru launin sem væru allt að drepa !
Á slíkum yfirlýsingum sést gjörla að viðkomandi aðilar eru ekki miklir vinnuveitendur. Þeir myndu hinsvegar áreiðanlega treysta sér í hvaða rekstur sem væri ef þeir gætu alfarið ráðið launakjörunum !
Best væri líklega að þeirra mati að vera með þræla, en auðvitað má ekki nefna neitt slíkt. En í raun og veru virðist það vera draumastaðan, að losna við allt sem heitir verkalýðs-varnarþing og atvinnubundin mannréttindi. Þá væri nú hægt að dansa um víðan völl og skammta eftir rekstraraðstæðum !
Jafnvel rekstraraðilar sem hafa ekki kunnað fótum sínum forráð, hafa farið offari í græðgi eða bara skort alla hæfni til að stunda rekstur með vitsmunalegum hætti, eiga það til að kenna of háum launakostnaði um þegar allt er strandað. Það er þó býsna hláleg afsökun !
Launaliðir eru oftast mjög fyrirsjáanlegir og ættu að geta verið nokkuð skýrir á borðinu þegar mörkuð er stefna til komandi tíðar. En þegar ráðist er í allskonar útrás í ótaminni græðgishugsun, án þess að hirða um fastan fyrirliggjandi rekstrarkostnað, er oftast lítil sem engin fyrirhyggja höfð að leiðarljósi. Þá er bara einblínt á væntanlegan óskagróða !
Og þegar ferlið springur í höndunum á forstjóranum, er því um að kenna að hans sögn, að starfsfólkið hafi verið á allt of háum launum. Það var of gráðugt ekki hann !
Það er skrítið þegar afdankaðir gjaldþrotafurstar, menn sem hafa flogið allt of hátt, koma fram í fjölmiðlum og halda svona hlutum fram beinlínis eða undir rós. Einkum er það skrítið að fjölmiðlamenn skuli ekki reka svona fleipur ofan í þá og sýna þeim fram á að slíkur málflutningur haldi ekki vatni. Nei, það er ekki verið að andmæla svona staðhæfingum !
Virðingin fyrir oligörkum og illa fengnum auði þeirra virðist vera slík að ekki megi anda á þá og því komast þeir upp með að halda fram ýmsum fjarstæðum sem hafa enga tengingu við eðlilega glóru !
Þar fylgja með fullyrðingar um að allt of mikill launakostnaður hafi fyrst og fremst staðið allri viðskiptasnilld þeirra fyrir þrifum !
Sú viðskiptasnilld getur nú verið gæsalappagreind í flestu, enda er það svo að samfélagsgildi slíkra ofursérgæðinga er svo lítið að það mælist ekki !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
- Innflutningur á ófriði og ofbeldisbreytni !
- Um óraunhæfar væntingar !
- Á skelfilegt skítkast í kosningum að leiða til Gullaldar ?
- Félagshyggjuna upp örvæntinguna og vonleysið niður !
- Er Ísland utanríkispólitískt núll ?
- Um valdaspil að tjaldabaki !
- Að komast yfir Rússland !!!
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 11
- Sl. sólarhring: 271
- Sl. viku: 791
- Frá upphafi: 356972
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 619
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)