Leita í fréttum mbl.is

Blađamenn skipta máli – fyrir okkur öll !

 

Ţađ er flestum mönnum kunnugt, ţeim sem á annađ borđ hugsa, ađ blađamenn eru og eiga ađ vera sérstakir varđgćslumenn réttlćtis í samfélaginu og vökumenn almennra mannréttinda. Komi ţađ fyrir ađ ţeir skili ekki ţeim skyldum sómasamlega af höndum er gefiđ mál ađ eitthvađ illt og spillt fer í gang fyrir alvöru !

 

En sem betur fer hafa blađamenn oftast ţekkt sínar skyldur og stađiđ fyrrnefnda öryggisvakt međ sóma, variđ sín samfélög međ hollustu og ábyrgđarkennd ţannig ađ margt er í betra fari en annars vćri. Viđ megum ţví sem borgarar ţessa lands vera ţakklát fyrir störf ţeirra og stefnufestu !

 

En ţađ eru til öfl í ţessu samfélagi okkar sem sýnilega meta ekki mikils störf ţessarar stéttar og vilja greinilega búa ađ ţeim sem ţar starfa međ ţeim hćtti ađ ekki sé unnt viđ ţađ ađ búa. Ţađ er eflaust hćgt ađ ţagga niđur í mönnum međ ýmsum hćtti ţví allir ţurfa – jú – sitt lifibrauđ !

 

Eftir ţví sem kjör blađamanna versna má reikna međ ađ vćgi ţeirra í daglegri umrćđu verđi minna og kannski er ţađ einmitt eitthvađ slíkt sem er í sigtinu hjá ţeim öflum sem vilja ađ öll umrćđa sé ţeim ţóknanleg og ađ ekki sé fariđ ađ tala um neitt sem getur orđiđ ţeim óţćgilegt !

 

Viđ vitum líka ađ ţeir eru ekki svo fáir blađamennirnir sem hafa goldiđ fyrir ţađ međ lífi sínu í ţessum heimi ađ segja frá hlutum sem ekki eru í lagi, ađ vera talsmenn sannleikans, ađ opinbera ţađ sem sumir vilja ađ fari leynt. Ţá fórn ber ađ virđa ţví hún hefur fyrst og fremst veriđ fćrđ af höndum til verndar siđuđu samfélagi og almennri velferđ !

 

Ţegar auđvald einhvers lands kemst upp međ ţađ ađ kúga blađamenn og skerđa lífskjör ţeirra og lífsafkomu er mikill sigur unninn í ţágu hins illa. Ţá er vökumannastétt almennra mannréttinda svipt vopnum sínum og kannski kefluđ um sinn. Starfsfrelsi hennar er ţá heft og eđlilegar ađstćđur ekki fyrir hendi međan svo stendur !

 

Ţegar slíkt virđist í uppsiglingu er hćttulegt ástand ađ myndast. Áframhald af ţví tagi getur leitt af sér viđvarandi siđblindu og ađför ađ lýđrćđi og heilbrigđum lífsháttum. Ţađ má ekki gerast ađ málin fari í slíkt far !

 

Nú hafa blađamenn landsins sýnt ţađ, í atkvćđagreiđslu um samningskjör sem ţeir telja óbođleg, ađ ţeir eru ekki á ţví ađ láta kúga sig og kefla. Nćrri 75% ţeirra segja ţađ eitt međ atkvćđi sínu ađ ţeir láti ekki fara ţannig međ sig. Ţeir ćtla sem sagt ekki ađ láta svínbeygja sig !

 

Sú afstađa ţeirra sýnir manndóm og megi ţeir halda samstöđu sinni og uppskera í gegnum hana í samningum ţá niđurstöđu sem felur í sér ţá virđingu sem störfum ţeirra ber og ásćttanleg er !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 53
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 365520

Annađ

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband