Leita í fréttum mbl.is

ALLT LÍF !

 

 

 

Allt líf, allt líf, er örskot eitt sem blekkir

og aldrei getur drýgra ferli sótt.

Því tímans hraðflug öllu ótt þar drekkir

og alla sogar niður býsna fljótt.

Það sýnist varla taka því að tóra

og tæpast vera í því nokkur glóra !

 

Allt líf, allt líf, með vindi fer og feykist

og finnst ei meir þá stund þess komin er.

Hver styrkur óðar fyrr en varir veikist

og veröldin þess merki í öllu ber.

Menn heilsast enn og vilja vini gleðja

en verða eftir skamma stund að kveðja !

 

Allt líf, allt líf, er brot af stuttu striki

sem strokast burt og því fær ekkert breytt.

Það er ei meira en ögn af augnabliki

sem eyðist strax og verður ekki neitt.

Og þó menn sjái hvergi neinar nauðir,

á næstu stund þeir eru kannski dauðir !

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 107
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 365574

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 588
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband