Leita í fréttum mbl.is

1OO ár frá fjöldamorđunum í Amritsar !

 

13. apríl á ţessu ári voru hundrađ ár liđin frá ţví ađ Bretar frömdu fjöldamorđ á Indverjum í Amritsar á Indlandi. Umrćdd fjöldamorđ eru líka oft kennd viđ Jallianwala Bagh. Friđsamur mótmćlafundur gegn yfirráđum Breta var í gangi í almenningsgarđi og nokkur ţúsund manns höfđu safnast ţar saman til ađ hlýđa á rćđumenn !

 

Ţarna voru samankomnir almennir borgarar, sem áttu sér einskis ills von, en ţađ var illt í ađsigi og ţađ kom fljótt í ljós ađ níđingur var í nánd.

Breski hershöfđinginn Reginald Dwyer kom á vettvang međ herliđ. Hann hafđi međ sér vélbyssuvagna en götur ađ garđinum voru svo ţröngar, ađ hann gat ekki komiđ ţeim viđ. En hann lét loka leiđum ađ svćđinu og hermenn sína hefja skothríđ á mannfjöldann án nokkurrar viđvörunar !

 

Eftir um ţađ bil 10 mínútna stanslausa skothríđ á varnarlaust fólkiđ voru hermennirnir orđnir svo til skotfćralausir, enda búiđ ađ skjóta ađ taliđ er um 1650 skotum. Tala fórnarlamba var talin samkvćmt breskum heimildum 379, en indverskar heimildir segja um 1000 manns hafi falliđ og ţar ađ auki nokkur hundruđ sćrst, sumir af ţeim mjög illa. Međal fórnarlambanna voru sögđ yfir 40 börn, ţar af eitt ađeins 6 vikna gamalt !

 

Dyer hershöfđingi varđ auđvitađ hetja í augum sinna líka og ţar međ efri deildar breska ţingsins, en gerđir hans voru hinsvegar gagnrýndar mjög í neđri deild. Herbert Asquith fyrrverandi forsćtisráđherra og Winston Churchill ţáverandi hermálaráđherra fordćmdu atburđinn. Báđir tóku ţar kröftuglega til orđa !

 

Rithöfundurinn frćgi og Nóbelsverđlauna-hafinn Rudyard Kipling, sem fćddur var á Indlandi og lifđi ţar sín fyrstu ár, sagđi hinsvegar ađ Dyer hefđi gert skyldu sína eins og hann sá hana. Kipling hefur líklega taliđ fjöldamorđin hluta af ţví sem hann kallađi byrđi hvíta mannsins, en ţađ var einhverskonar fegrunar-útfćrsla hans af óbođlegu framferđi nýlenduveldanna á sínum tíma !

 

Rabindranah Tagore, hinum indverska Nóbels-verđlaunahafa, var aftur á móti gjörsamlega misbođiđ. Hann skilađi riddaratign sinni aftur til breskra yfirvalda međ ţeim ummćlum ,,ađ slíkir fjölda-morđingjar vćru ekki hćfir til ađ veita öđrum neina titla eđa virđingarheiti !”

 

Eftir fjöldamorđin voru sett herlög á svćđinu og yfirmenn Dyers virtust fullkomlega sáttir viđ ţennan verknađ hans. Hann hlaut hinsvegar heitiđ “Slátrarinn frá Amritsar” međal Indverja. Bresk stjórnvöld reyndu í fyrstu ađ hindra fréttir af atburđinum en ţađ var náttúrulega engin leiđ og ekki hćgt ađ ţagga niđur slíkan glćp !

 

Rannsóknarnefnd var ţví sett á laggirnar og Dyer hershöfđingi var kallađur fyrir hana. Hann var spurđur hvort hann hefđi notađ vélbyssurnar ef hann hefđi komiđ vögnunum viđ ? Jú, hann taldi ađ hann hefđi gert ţađ. Myndi ţađ ekki hafa ţýtt ađ töluvert fleiri hefđu falliđ, var hann ţá spurđur ? Hann gerđi ráđ fyrir ţví !

 

Rétt er ađ minna á ađ ţessi atburđur gerist rétt eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og virđist sem lítill lćrdómur hafi skilađ sér til sumra manna eftir morđćđiđ á ţeim árum. Dyer hershöfđingi var heldur ekki ákćrđur fyrir morđ eđa dreginn fyrir herrétt. Hann var bara sendur heim og ţar lést hann óáreittur áriđ 1927 án ţess ađ hafa sýnt nokkra iđrun !

 

Sum bresk blöđ á hćgri kantinum lýstu honum ţá sem hetju, en hiđ frjálslynda blađ Westminster Gazette sagđi ţá : ,, Enginn einn atburđur í gjörvallri sögu okkar á Indlandi hefur greitt trausti Indverja á breskri réttvísi eins ţungt högg og fjöldamorđin í Amritsar !”

 

Afleiđingar fjöldamorđanna urđu gífurlegar og fjöldi Indverja, sem áđur höfđu veriđ hlutlausir eđa jafnvel hlynntir Bretum, snerust gegn ţeim og krafan um ađ Bretar hypjuđu sig burt fékk stóraukinn slagkraft !

 

Gandhi tók ţađ skýrt fram ađ ţessi glćpur sýndi međal annars hvađ breska yfirstjórnin í Indlandi vćri fjarri ţví ađ standa ţar á heilbrigđum grundvelli. Ţađ eina rétta sem Bretar gćtu gert vćri ađ koma sér burt !

 

Margt vćri hćgt ađ segja fleira um ţennan ógnaratburđ, en hér skal stađar numiđ. En fjöldamorđ ţessi eru enganveginn eina hryđjuverkiđ sem Bretar unnu međan ţeir komust upp međ ađ deila og drottna í hinum fjölmörgu nýlendum sínum víđa um heim. Sú saga er enn óskrifuđ ađ mestu !

 

Enn í dag hafa bresk stjórnvöld ekki beđist opinberlega afsökunar á ţví sem gerđist í Amritsar, frekar en Tyrkir á međferđinni á Armenum. Ekki hefur heldur virst vera mikill áhugi međal vestrćnna sagnfrćđinga ađ rekja umrćdda sögu. Ţađ er líklega illa borgađ fyrir slíkt !

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 143
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 712
  • Frá upphafi: 365610

Annađ

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband