22.12.2019 | 16:00
Nokkur hugvekjuorð rétt fyrir jólin !
Við sem lifum nú erum afskaplega bundin við það sem er, og eigum flest erfitt með að setja okkur inn í aðstæður í liðnum tíma. Af því leiðir að við erum alltaf að dæma fyrri kynslóðir eftir þeim mælikvarða sem við viljum hafa í gildi í dag. Þeim mælikvarða sem við teljum líklega hinn eina rétta í hofmóði núsins. En það voru aðrir mælikvarðar á hlutunum áður fyrr og verða aðrir mælikvarðar á hlutunum þegar okkar kynslóð er horfin af velli og gleymd að mestu !
Þegar náttúruöflin fara sínu fram eins og þau hafa gert að undanförnu, þykir fólki erfitt við það að búa. Þau eru óhamin, fara ekki eftir neinum reglugerðum og beygja sig ekki fyrir neinu valdi. Það er erfitt að reikna þau út, jafnvel á yfirstandandi tölvutímum. Fólki finnst vont við það að una, því það vill hafa frelsi til alls. Grundvallarstef Laodíkeu-tímans er réttindi fólksins, réttindi til hvers sem er !
Fólk vill í sjálfsánægju sinni hafa alla sína hentisemi nú á tímum. Það er jafnvel að skemmta sér við að labba ofan í gígum eldfjalla þegar gos hefst. Og þó flestir séu í tali sínu hliðhollir náttúrunni, einkum þó þeirri sem í þeim sjálfum býr, eru þeir ekkert hrifnir af því þegar höfuðnáttúran fer að spila á eigin forsendum og gera þeim lífið leitt. Þá verður fólk ergilegt á alla kanta því vont veðurfar setur því skorður og það vill engar skorður !
Eitt sinn var sagt í kvæði, að þegar vellystar-ómenning kæmi að utan með skipakomum, stæði hún helst við í kaupstöðunum, því ef hún færi út fyrir þá í íslenskt veður frysi hún í hel. Það var mikið til í þeirri umsögn og nú þegar skipakomur og samgöngur við landið fara helst í gegnum höfuðborgina, segir sig sjálft að það er helsta leið ómenningarinnar inn í landið; eða alls þess sem þyrfti - þjóðarinnar vegna - að fá að frjósa í hel við náttúrulegar íslenskar aðstæður !
Af þessum ástæðum stöndum við sem fyrr frammi fyrir þeirri einföldu staðreynd, að íslenskt mannlíf er heilbrigðast til sveita, í dreifbýlinu, þar sem innflutt uppdráttarsýki og arfgeng ómennska hefur enn ekki náð að lama manndóm og framtakssemi einstaklinga og samfélags !
Þegar náttúruöflin minna á sig með harðvítugum hætti, er það fyrst og fremst fólkið í sveitunum sem fær að finna fyrir því. Það er jafnan í eldlínunni með bú sín og fénað og þá reynir á. Við höfum fengið að sjá hvað það getur tekið á tilfinningar bænda að þurfa að berjast við það að moka skepnur sínar úr fönn, í þrotlausri viðleitni til að bjarga því sem bjargað verður. Við þéttbýlisfólk þekkjum ekki sambærilegar aðstæður nema að litlu leyti, þetta grimmilega návígi við náttúruna, þegar hún lætur til sín taka og beitir afli sínu !
Hvernig skyldi þetta hafa verið á fyrri tímum, þegar harðindi gengu yfir, þegar Lurkar og fimbulvetur gengu hart að þjóðinni, þegar hafísinn lagðist að, sá forni fjandi, sú barátta til lífs og bjargar sem þá var háð ? Hún hlýtur að hafa verið hörð ? Það féllu líka margir, og sennilega væri margt sem þá átti sér stað, talið gagnrýnisvert samkvæmt núgildandi mælikvörðum. En það gilti bara annað þá, ekki linkuleg sjónarmið nútíðarfólks sem aldrei hefur þurft að hafa fyrir hlutunum !
Það er ekki lengra síðan en laust eftir 1880, að það kom um það bil sex ára harðindakafli á landinu okkar sem gekk mjög nærri mörgum. Þá hrökk meira að segja kvæðið Volaða land af munni þjóðskáldsins okkar Matthíasar og fjölmargir gerðust vesturfarar, gáfust endanlega upp á lífinu hérlendis. Og síðan hafa stundum komið tímar sem hafa minnt okkur heldur óþægilega á það að náttúran getur verið varasöm og að hún á ennþá til ýmislegt grimmt og harðhnjóskulegt sem við höfum kannski minna mótstöðuafl fyrir nú en löngum áður !
Við skulum því jafnan hafa það hugfast, að fólk hefur búið við langtum erfiðari tíma á Íslandi, en nú er hvað náttúruskilyrði varðar, og lifað af. Þessvegna erum við hér í dag. Og við skulum ekki dæma fyrri tíðar fólk of hart eftir mælikvarða nútímans. Það er rangur mælikvarði hvað það snertir. Fyrri kynslóðir háðu sína baráttu á sínum tíma og við megum bæta okkur í öllum samanburði ef við ætlum að standa okkur betur í okkar tíma !
Göngum því inn í komandi jólahátíð með þökk í hjarta til þeirra sem hafa á undan okkur gengið um þetta land, og heitum því að reyna að ávaxta okkar manndómspund hvert og eitt, ekki á þeirra kostnað, heldur á eigin forsendum. Ísland þarfnast þess, ekki síður en England, að hver maður geri skyldu sína við allar aðstæður sem upp kunna að koma !
GLEÐILEG JÓL !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
- Um tilhneigingar til frestunar lýðræðis ?
- Enginn friður, engir samningar, ekkert traust !
- Athyglisverð orð :
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 141
- Sl. sólarhring: 187
- Sl. viku: 710
- Frá upphafi: 365608
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 622
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 135
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)