Leita í fréttum mbl.is

Alţýđuhetjan Gunna fótalausa

 

 

Snemma hlaustu snúin kjör,

snauđ ađ ytri gćđum.

Ţrautir mćddu ţína för

ţrátt međ tökum skćđum.

Samt ţú barđist sérhvern dag,

sýndir fljótt í verkum lag,

byggđir upp og bćttir hag,

búin krafti í ćđum.

 

Steinadals á heiđi í hríđ

heljarveđri lostin,

veg ţú braust og vannst ţađ stríđ,

vonin hvergi brostin.

Önduđ móđir eftir lá,

upp ţig sleistu líki frá,

komst til byggđa úr kulda vá,

kalin eftir frostin.

 

Fimmtán ára fótalaus

fékkstu líf ađ reyna.

Ţó í engu frá ţér fraus

framtaksţráin hreina.

Lagt var á ţig ok sem var

eins og rakiđ dauđasvar,

en ţú gafst ţig ekki ţar,

uppgjöf kaust ei neina.

 

Sjálfsbjargar viđ sanna dáđ,

sálarhugsun sterka,

fram ţú sóttir lífs um láđ,

lćrđir margt til verka.

Raungott fólk ţér lagđi liđ

langtum framar tíđarsiđ.

Áfram bćttust afrek viđ

ćvisögu merka.

 

Bátagerđin hóf ţinn hag,

hugsuđ fram međ prýđi.

Ţar í öllum línum lag

lýsti góđri smíđi.

Stöđugt ţínum stúfum á

stóđstu full af kappi ţá,

sinntir verkum sveitt á brá,

sveitar virt af lýđi.

 

Ekki var ţitt viđmót kalt,

vermt af anda ljúfum.

Gildisheil í gegnum allt

gekkstu á ţínum stúfum.

Síst ţér vel um vanga strauk

veröldin međ allt sitt brauk,

ađ ţér sneri uns yfir lauk

ávallt lófa hrjúfum.

 

Nćđa fannst ţér kalt um kinn,

kólna í vonarlandi,

er ţú misstir Magnús ţinn,

merktan dauđans brandi.

Enn var reynslan gefin grimm,

gnúđu um ţig élin dimm.

Ađeins hlaustu árin fimm

í ţví hjónabandi.

 

Áfram samt međ sama dug,

sćrđ viđ élin skćđu,

vísađir ţú vanda á bug,

vannst ţig burt frá mćđu.

Angurs meina málin ţví

máttu ţoka enn á ný.

Sigur gastu sótt ţér í

sálar innistćđu.

 

Ekkert kćfđi eldmóđ ţinn,

orku hugsun fleyga.

Fékk ţar alltaf framgang sinn

frelsishvötin seiga.

Bjóstu ađ ţínu, búin ađ

byggja upp efni fyrir ţađ.

Vinum hjá ţinn verustađ

vildir síđan eiga.

 

Reyndist ţér međ réttu vel,

röskur lífs á velli,

vinur einn međ vandađ ţel,

var ţađ Jón frá Felli.

Ţó hann ćtti í sjálfum sér

sanna hćfni er lofa ber,

lćrđi hann smíđar lengi af ţér,

létti ţér svo elli.

 

Heyrn og sjón ţér hurfu frá,

hart var ţađ ađ bera.

Samt í gegnum ţolraun ţá

ţér fannst margt ađ gera.

Í ţrjátíu ár viđ ţannig kjör

ţú gast kennt og gefiđ svör.

Leiđbeint mörgum lífs á för,

lést ţađ hvergi vera.

 

Vegferđar ţú varđann hlóđst

vígđan elju nćgri.

Fótalaus á fótum stóđst

fram ađ endadćgri.

Nćstum orđin nírćđ ţá

naustu dóms sem fyrir lá,

ađ ćvigildiđ sérhver sá,

sýnt međ stöđu frćgri.

 

                Rúnar Kristjánsson, Skagaströnd.

               ( Ort 11. apríl 2019. )

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 356658

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 645
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband